Innlent

Veittu styrki til velferðarmála barna

381 þúsund krónur voru veittar til þriggja verkefna sem eiga að hlúa að velferð og hagsmunamálum barna í Hafnarfirði við fyrstu úthlutun úr minningarsjóði hjónanna Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis í dag.

Styrkina hljóta Iðjuþálfun æfingastöðva Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Hafnarfirði, sem fær 111 þúsund krónur til kaupa á sérhönnuðu borði og tveimur stólum til notkunar í hópstarfi barna í iðjuþjáflun þar sem unnið er með fínhreyfifærni og félagsleg samskipti. Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir óperusöngkona og Ólafur B. Ólafsson kennari og tónlistarmaður, fá 100 þúsund krónur til tónlistarflutnings fyrir heimilismenn á sambýlum í Hafnarfirði. Að lokum fær Sjúkraþjálfarinn ehf. í Hafnarfirði, 170 þúsund krónur til tækjakaupa fyrir barnasjúkraþjálfun fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×