Innlent

Metþátttaka á skákmóti

Ziska, Færeyingurinn ungi.
Ziska, Færeyingurinn ungi. MYND/Heiða Helgadóttir

Aldrei hafa fleiri erlendir stórmeistarar tekið þátt í alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og aldrei fleiri konur. Færri komust að en vildu og tóku sumar konurnar mótið fram yfir heimsmeistaramót kvenna sem haldið er nú á sama tíma.

Fyrsti dagur mótsins var í gær og kom mörgum á óvart að fimmtán ára Færeyingur, Helgi Dam Ziska, lagði stórmeistarann Jan Timman sem teflt hefur á mótinu í áraraðir. Einnig vakti frammistaða Bjarna Magnússonar, aldursmeistara mótsins, mikla athygli, en hann vann Róbert Harðarson, sem er sterkur alþjóðlegur meistari. Á mótinu tefla gestir úr öllum byggðum heimsálfum en mótið er mjög vinsælt meðal skákmanna og hefur skapað sér sterkan sess í skákheiminum frá því það var fyrst haldið árið 1964.

Teflt verður á hverjum degi fram til 14. mars í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×