Innlent

Mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi

Fyrirtækið Enex mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi til framleiðslu á raforku með jarðvarmastöð sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Framkvæmdir hefjast í haust. Enex, ungverska olíu- og gasfélagið MOL og ástralska fjárfestingarfyrirtækið Hercules/Vulcan undirrituðu í dag samstarfssamning sem markar upphafið að byggingu fyrstu jarðvarmastöðvar í Ungverjalandi sem ætluð er til raforkuframleiðslu en áætlað er að stærð stöðvarinnar sé um 3-5 MW. Heildarkostnaður vegna þessa verkefnis er áætlaður um 18,3 milljónir evra eða sem samsvarar tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Hlutur Enex í fjárfestingunni er 32%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×