Innlent

Kært fyrir einkadans í lokuðu rými

Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger.
Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger. MYND/Haraldur Jónasson

Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger í Kópavogi, og tvær erlendar dansmeyjar hafa verið ákærðar fyrir að standa fyrir og sýna einkadans í lokuðu rými á staðnum í október í fyrra.

Það er sýslumaðurinn í Kópavogi sem kærir í málinu en dans sem þessi í lokuðu rými brýtur gegn lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær og var stefnt að því að fara á vettvang þá. Það gekk þó ekki eftir og var fyrirtöku í málinu frestað um óákveðinn tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×