Innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent

Hlutabréf í Kauphöll Íslands tóku dýfu í morgun, einkum bréf bankanna og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um yfir þrjú prósent í dag.

Ástæðan er rakin til nýrra talna um viðskiptahalla og til skýrslu greiningardeildar Merrill Lynch um íslensku viðskiptabankana sem birt var í gær þar sem niðurstaðan var að hvorki lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings né Moody's hafi tekið nægjanlega mikið mið af kerfislægri áhættu á íslenska fjármálamarkaðinum þegar þeir hafa metið lánshæfi íslensku bankanna.

Ástæðan er rakin til nýrra talna um viðskiptahalla og til skýrslu greiningardeildar Merrill Lynch um íslensku viðskiptabankana sem birt var í gær þar sem niðurstaðan var að hvorki lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings né Moody's hafi tekið nægjanlega mikið mið af kerfislægri áhættu á íslenska fjármálamarkaðinum þegar þeir hafa metið lánshæfi íslensku bankanna.

Gengi bréfa Landsbankans hefur lækkað um 4,5 prósent í dag. Þá hefur gengi hlutabréfa í Straumi-Burðaráss lækkað um 4,1 prósent, bréf Íslandsbanka um 3,5 prósent og bréf Kaupþings banka um 3,7 prósent. Þá hafa bréf FL Group einnig lækkað mikið í dag eða um 4,2 prósent. Bréf HB Granda hafa hækkað mest í dag eða um rúm 5 prósent og bréf Actavis um 1,4 prósent.

Jónas Friðþjófsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka segir enga ástæðu til að fara á taugum þó vissulega séu lækkanirnar þónokkrar. Hann segir að um jákvæða og holla leiðréttingu sé að ræða og að gott að sjá að markaðurinn geti hreyfst í báðar áttir. Þrátt fyrir leiðréttinguna hafi vísitalan farið upp um 14 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×