Fleiri fréttir Einn náði að vinna stórmeistarann Henrik Danielsen, stórmeistari Hróksins, tefldi fjöltefli við þekkta og óþekkta Íslendinga í Háskólanum í Reykjavík í dag til styrktar grænlenskum börnum. 22 öttu kappi við stórmeistarann og náði einn þeirra að leggja hann að velli. 3.3.2006 16:30 Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er komið á að nýju í hlutum Selja- og Fellahverfa í Reykjavík og í Hvörfum í Kópavogi en þar varð rafmagnslaust í um hálfa klukkustund frá klukkan 15:30. Grafið var í háspennustreng við Vatnsendahvarf í Kópavogi og er viðgerð hafin. 3.3.2006 16:29 Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni. 3.3.2006 16:06 Rafmagnslaust í hluta Seljahverfis, Fellahverfis og Kópavogs Háspennubilun varð fyrir nokkrum mínútum sem veldur rafmagnsleysi í hluta Seljahverfis, Fellahverfis og í Hvörfum í Kópavogi. Leit að bilun stendur yfir og viðgerð hefst strax og unnt er að sögn Orkuveitunnar. 3.3.2006 16:04 Vél Iceland Express í lágflugi yfir Reykjavík Flugfélagið Iceland Express fagnar því í þessari viku að þrjú ár eru liðin frá fyrsta flugi félagsins. Hefur félagið ákveðið að taka þrjár vélar af gerðinni MD-90 í notkun og kom sú fyrsta til landsins í dag. Í tilefni af því stóð Iceland Express fyrir samkeppni um bestu ljósmyndina af komu vélarinnar og voru allnokkri mættir við flugvöllinn og upp í Perlu til þess að ná myndum af vélinni. 3.3.2006 16:00 Impregilo áfrýjar dómi vegna vanreiknaðra launa Impregilo ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, sem dæmdi Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa. 3.3.2006 15:45 Óbreytt í efstu sætunum hjá Framsókn í borginni Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hverjir skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar fyrsta sætið. Í öðru sæti er Óskar Bergsson, þriðja sætið skipar Marsibil Sæmundsdóttir og í því fjórða er Ásrún Kristjánsdóttir. 3.3.2006 15:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfallsboðun Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fara í verkfall eftir rúman hálfan mánuð hafi ekki verið gerðir við þá samningar fyrir þann tíma. Mikill meirihluti þeirra samþykkti verkfall í atkvæðagreiðslu sem talið var úr í dag. 97,8 prósent samþykkt verkfallsboðun og nei sögðu 2,1 prósent. 3.3.2006 15:21 Nói Siríus kaupir enskt súkkulaðifyrirtæki Nói Siríus bætist nú í hóp útrásarfyrirtækja því félagið hefur keypt enska súkkulaðifyrirtækið Elizabeth Shaw í Bristol. 3.3.2006 14:15 Listi framsóknarmanna í Mosfellsbæ tilbúinn Félagsfundur í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna B-listann í Mosfellsbæ vegna komandisveitarsjórnarkosninga 2006. 3.3.2006 14:00 Minningarsjóður kostar þjár stöður í háskólum Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur mun kosta þrjár starfsstöður við íslenska háskóla næstu þrjú árin. 3.3.2006 13:45 Blóðbaðið heldur áfram í Írak - umferð einkabíla bönnuð í Bagdad Blóðbaðið í Írak ætlar engan endi að taka. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að banna umferð einkabíla í höfuðborginni Bagdad. 3.3.2006 13:30 Tafir á talningu atkvæða vegna verkfalls Tafir hafa orðið á talningu á atkvæðum í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls og útlit er fyrir að niðurstaðna sé ekki að vænta fyrr en um klukkan þrjú. 3.3.2006 13:25 Impregilo sakfellt vegna vangoldinna launa Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun ítalska verktakafyrirtækið Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa. 3.3.2006 13:15 Svifryk yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð Fjórða daginn í röð mælist svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Ef veður verður áfram stillt er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum segir í tilkynningu frá umhverfissviði. Áfram er þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma, ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. 3.3.2006 13:07 Slitnaði upp úr fundi ESB-velda og Írans Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í næstu viku að gripið verði til aðgerða gegn Íran. Í morgun slitnaði upp úr fundi milli Írana og stórvelda Evrópu, þar sem reyna átti að ná sáttum. 3.3.2006 13:00 Ákvörðun um nýja ákæru í Baugsmálinu á næstu tveimur vikum Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hyggst ákveða á næstu tveimur vikum hvort ákæra verður gefin út að nýju á hendur sakborningum fyrir þá þrjátíu og tvo ákæruliði sem vísað var frá Hæstarétti. 3.3.2006 12:45 Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti. 3.3.2006 12:30 Atkvæðagreiðslu slökkviliðsmanna lokið Atkvæði verða talin í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls. Niðurstaða talningarinnar ætti að liggja fyrir um klukkan eitt. 3.3.2006 12:15 Fullt á fæðingardeildinni Fullt er orðið bæði í Hreiðrinu og á sængurkvennadeild Landspítalans, tveimur dögum eftir að samningur ljósmæðra í heimaþjónustu og Tryggingastofnunar rann út. Deildarstjórar sjá fram á að þurfa að þrengja að nýbökuðum mæðrum og kalla út aukamannskap í dag eða kvöld verði ekki samið í kjaradeilunni. 3.3.2006 12:09 Hafnaði beiðni 101 fasteignafélags Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun beiðni 101 Fasteignafélags um að samningur þeirra við Stafna á milli og fleiri félög um kaup á húsnæði við Laugarveg, Frakkastíg og Hverfisgötu yrði þinglýstur. 3.3.2006 11:19 Kópavogur í mál við Orkuveituna Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni. 3.3.2006 11:04 Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í ellefufalt lífstíðarfangelsi Dómstóll í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrverandi hjúkrunarfræðinginn Charles Cullen í ellefufalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tuttugu og tvo sjúklinga og reynt að drepa þrjá til viðbótar. 3.3.2006 10:45 Segja Arla hafa tapað fjórum milljörðum á Múhameðsteikningum Útlit er fyrir að danski mjólkuvöruframleiðandinn Arla hafi tapað um fjórum milljörðum íslenskra króna á því að vörur fyrirtækisins voru sniðgengnar í löndum múslíma vegna Múhameðsteikninganna. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar. 3.3.2006 10:30 550 eiga yfir 50 milljónir króna Um það bil 550 einstaklingar eiga yfir 50 milljónir króna í hlutabréfum, samkvæmt Kauphallartíðindum, og er þá aðeins átt við einstaklinga, sem eiga beint í viðkomandi félögum, en ekki í gegn um eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði. 3.3.2006 10:15 Hlýjasti febrúarmánuður í 40 ár Nýliðinn febrúarmánuður var sá hlýjasti í Reykjavík í fjörutíu ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Meðalhitinn mældist 3,3 gráður, eða tæpum þremur gráðum yfir meðallagi. 3.3.2006 09:45 Leggja blóm og kerti við slysstað Mikill fjöldi blóma og kerta hefur verið lagður að ljósastaur á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttur sem lést þar í bílslysi aðfaranótt þriðjudags. 3.3.2006 09:15 Álftanesvegur boðinn út í haust Um það bil hálfum milljarði króna verður varið í endurbyggingu Álftanesvegar frá Engidal að vegamótum Bessastaðavegar. Verkið verður boðið út seint á þessu ári en ekki er þó gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en á næsta ári. 3.3.2006 09:00 Fjórir dæmdir fyrir misþyrmingar Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mennina fjóra, sem réðust á 17 ára pilt á Akureyri fyrir ári, misþyrmdu honum og skildu eftir klæðalítinn í húsasundi í frosti. 3.3.2006 08:45 Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra. 3.3.2006 08:30 Varð til happs að lenda í fullu fiskikari Sjómaður á netabáti slapp ótrúlega vel þegar hann féll fimm metra ofan í lest bátsins þegar verið var að landa í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Það varð honum til happs að lenda ofan í fullu fiskikari og tók fiskurinn af honum mesta höggið. 3.3.2006 08:15 Fjórtán hafa verið handteknir eftir rán í Bretlandi Fjórtandi maðurinn hefur verið handtekinn vegna stærsta ráns sem framið hefur verið í Bretlandi. Þá standa stífar yfirheyrslur enn yfir tveim hinna handteknu, eftir að dómstóll samþykkti í gærkvöldi að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um sólarhring. 3.3.2006 08:00 Vetrarfærð víða fyrir norðan og austan Vetrarfærð er víða á Norðurlandi eystra og Austurlandi, hálka, hálkublettir eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hvergi er þó fyrirstaða á vegum. 3.3.2006 07:57 Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi. 3.3.2006 07:45 Frekara klúður vegna Katrínar kemur í ljós Klúður embættismanna eftir að fellibylurinn Katrín skall á Bandaríkjunum er alltaf að koma betur og betur í ljós. Nú hefur AP-fréttastofan komist yfir myndband þar sem ríkisstjóri Louisiana fullvissar fulltrúa stjórnvalda um að flóðvarnir New Orleans hafi ekki brostið nokkrum klukkustundum eftir að fellibylurinn reið yfir. 3.3.2006 07:30 Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. 3.3.2006 07:05 Tyggjói klesst á dýrmætt málverk Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk. 2.3.2006 22:39 Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan. 2.3.2006 22:37 Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins. 2.3.2006 22:34 Nýsir reisir tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar Fyrirtækið Nýsir hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús sem mun rúma 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar. 2.3.2006 21:57 Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. 2.3.2006 21:41 KGB enn á sveimi Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. 2.3.2006 20:31 Fjölmennir minningartónleikar Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar. 2.3.2006 20:25 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun. 2.3.2006 20:10 Rússar réðu tilræðismann páfa Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu. 2.3.2006 19:45 Sjá næstu 50 fréttir
Einn náði að vinna stórmeistarann Henrik Danielsen, stórmeistari Hróksins, tefldi fjöltefli við þekkta og óþekkta Íslendinga í Háskólanum í Reykjavík í dag til styrktar grænlenskum börnum. 22 öttu kappi við stórmeistarann og náði einn þeirra að leggja hann að velli. 3.3.2006 16:30
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er komið á að nýju í hlutum Selja- og Fellahverfa í Reykjavík og í Hvörfum í Kópavogi en þar varð rafmagnslaust í um hálfa klukkustund frá klukkan 15:30. Grafið var í háspennustreng við Vatnsendahvarf í Kópavogi og er viðgerð hafin. 3.3.2006 16:29
Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni. 3.3.2006 16:06
Rafmagnslaust í hluta Seljahverfis, Fellahverfis og Kópavogs Háspennubilun varð fyrir nokkrum mínútum sem veldur rafmagnsleysi í hluta Seljahverfis, Fellahverfis og í Hvörfum í Kópavogi. Leit að bilun stendur yfir og viðgerð hefst strax og unnt er að sögn Orkuveitunnar. 3.3.2006 16:04
Vél Iceland Express í lágflugi yfir Reykjavík Flugfélagið Iceland Express fagnar því í þessari viku að þrjú ár eru liðin frá fyrsta flugi félagsins. Hefur félagið ákveðið að taka þrjár vélar af gerðinni MD-90 í notkun og kom sú fyrsta til landsins í dag. Í tilefni af því stóð Iceland Express fyrir samkeppni um bestu ljósmyndina af komu vélarinnar og voru allnokkri mættir við flugvöllinn og upp í Perlu til þess að ná myndum af vélinni. 3.3.2006 16:00
Impregilo áfrýjar dómi vegna vanreiknaðra launa Impregilo ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, sem dæmdi Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa. 3.3.2006 15:45
Óbreytt í efstu sætunum hjá Framsókn í borginni Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hverjir skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar fyrsta sætið. Í öðru sæti er Óskar Bergsson, þriðja sætið skipar Marsibil Sæmundsdóttir og í því fjórða er Ásrún Kristjánsdóttir. 3.3.2006 15:30
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfallsboðun Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fara í verkfall eftir rúman hálfan mánuð hafi ekki verið gerðir við þá samningar fyrir þann tíma. Mikill meirihluti þeirra samþykkti verkfall í atkvæðagreiðslu sem talið var úr í dag. 97,8 prósent samþykkt verkfallsboðun og nei sögðu 2,1 prósent. 3.3.2006 15:21
Nói Siríus kaupir enskt súkkulaðifyrirtæki Nói Siríus bætist nú í hóp útrásarfyrirtækja því félagið hefur keypt enska súkkulaðifyrirtækið Elizabeth Shaw í Bristol. 3.3.2006 14:15
Listi framsóknarmanna í Mosfellsbæ tilbúinn Félagsfundur í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna B-listann í Mosfellsbæ vegna komandisveitarsjórnarkosninga 2006. 3.3.2006 14:00
Minningarsjóður kostar þjár stöður í háskólum Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur mun kosta þrjár starfsstöður við íslenska háskóla næstu þrjú árin. 3.3.2006 13:45
Blóðbaðið heldur áfram í Írak - umferð einkabíla bönnuð í Bagdad Blóðbaðið í Írak ætlar engan endi að taka. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að banna umferð einkabíla í höfuðborginni Bagdad. 3.3.2006 13:30
Tafir á talningu atkvæða vegna verkfalls Tafir hafa orðið á talningu á atkvæðum í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls og útlit er fyrir að niðurstaðna sé ekki að vænta fyrr en um klukkan þrjú. 3.3.2006 13:25
Impregilo sakfellt vegna vangoldinna launa Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun ítalska verktakafyrirtækið Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa. 3.3.2006 13:15
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð Fjórða daginn í röð mælist svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Ef veður verður áfram stillt er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum segir í tilkynningu frá umhverfissviði. Áfram er þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma, ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. 3.3.2006 13:07
Slitnaði upp úr fundi ESB-velda og Írans Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í næstu viku að gripið verði til aðgerða gegn Íran. Í morgun slitnaði upp úr fundi milli Írana og stórvelda Evrópu, þar sem reyna átti að ná sáttum. 3.3.2006 13:00
Ákvörðun um nýja ákæru í Baugsmálinu á næstu tveimur vikum Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hyggst ákveða á næstu tveimur vikum hvort ákæra verður gefin út að nýju á hendur sakborningum fyrir þá þrjátíu og tvo ákæruliði sem vísað var frá Hæstarétti. 3.3.2006 12:45
Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti. 3.3.2006 12:30
Atkvæðagreiðslu slökkviliðsmanna lokið Atkvæði verða talin í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls. Niðurstaða talningarinnar ætti að liggja fyrir um klukkan eitt. 3.3.2006 12:15
Fullt á fæðingardeildinni Fullt er orðið bæði í Hreiðrinu og á sængurkvennadeild Landspítalans, tveimur dögum eftir að samningur ljósmæðra í heimaþjónustu og Tryggingastofnunar rann út. Deildarstjórar sjá fram á að þurfa að þrengja að nýbökuðum mæðrum og kalla út aukamannskap í dag eða kvöld verði ekki samið í kjaradeilunni. 3.3.2006 12:09
Hafnaði beiðni 101 fasteignafélags Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun beiðni 101 Fasteignafélags um að samningur þeirra við Stafna á milli og fleiri félög um kaup á húsnæði við Laugarveg, Frakkastíg og Hverfisgötu yrði þinglýstur. 3.3.2006 11:19
Kópavogur í mál við Orkuveituna Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni. 3.3.2006 11:04
Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í ellefufalt lífstíðarfangelsi Dómstóll í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrverandi hjúkrunarfræðinginn Charles Cullen í ellefufalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tuttugu og tvo sjúklinga og reynt að drepa þrjá til viðbótar. 3.3.2006 10:45
Segja Arla hafa tapað fjórum milljörðum á Múhameðsteikningum Útlit er fyrir að danski mjólkuvöruframleiðandinn Arla hafi tapað um fjórum milljörðum íslenskra króna á því að vörur fyrirtækisins voru sniðgengnar í löndum múslíma vegna Múhameðsteikninganna. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar. 3.3.2006 10:30
550 eiga yfir 50 milljónir króna Um það bil 550 einstaklingar eiga yfir 50 milljónir króna í hlutabréfum, samkvæmt Kauphallartíðindum, og er þá aðeins átt við einstaklinga, sem eiga beint í viðkomandi félögum, en ekki í gegn um eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði. 3.3.2006 10:15
Hlýjasti febrúarmánuður í 40 ár Nýliðinn febrúarmánuður var sá hlýjasti í Reykjavík í fjörutíu ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Meðalhitinn mældist 3,3 gráður, eða tæpum þremur gráðum yfir meðallagi. 3.3.2006 09:45
Leggja blóm og kerti við slysstað Mikill fjöldi blóma og kerta hefur verið lagður að ljósastaur á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttur sem lést þar í bílslysi aðfaranótt þriðjudags. 3.3.2006 09:15
Álftanesvegur boðinn út í haust Um það bil hálfum milljarði króna verður varið í endurbyggingu Álftanesvegar frá Engidal að vegamótum Bessastaðavegar. Verkið verður boðið út seint á þessu ári en ekki er þó gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en á næsta ári. 3.3.2006 09:00
Fjórir dæmdir fyrir misþyrmingar Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mennina fjóra, sem réðust á 17 ára pilt á Akureyri fyrir ári, misþyrmdu honum og skildu eftir klæðalítinn í húsasundi í frosti. 3.3.2006 08:45
Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra. 3.3.2006 08:30
Varð til happs að lenda í fullu fiskikari Sjómaður á netabáti slapp ótrúlega vel þegar hann féll fimm metra ofan í lest bátsins þegar verið var að landa í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Það varð honum til happs að lenda ofan í fullu fiskikari og tók fiskurinn af honum mesta höggið. 3.3.2006 08:15
Fjórtán hafa verið handteknir eftir rán í Bretlandi Fjórtandi maðurinn hefur verið handtekinn vegna stærsta ráns sem framið hefur verið í Bretlandi. Þá standa stífar yfirheyrslur enn yfir tveim hinna handteknu, eftir að dómstóll samþykkti í gærkvöldi að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um sólarhring. 3.3.2006 08:00
Vetrarfærð víða fyrir norðan og austan Vetrarfærð er víða á Norðurlandi eystra og Austurlandi, hálka, hálkublettir eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hvergi er þó fyrirstaða á vegum. 3.3.2006 07:57
Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi. 3.3.2006 07:45
Frekara klúður vegna Katrínar kemur í ljós Klúður embættismanna eftir að fellibylurinn Katrín skall á Bandaríkjunum er alltaf að koma betur og betur í ljós. Nú hefur AP-fréttastofan komist yfir myndband þar sem ríkisstjóri Louisiana fullvissar fulltrúa stjórnvalda um að flóðvarnir New Orleans hafi ekki brostið nokkrum klukkustundum eftir að fellibylurinn reið yfir. 3.3.2006 07:30
Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. 3.3.2006 07:05
Tyggjói klesst á dýrmætt málverk Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk. 2.3.2006 22:39
Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan. 2.3.2006 22:37
Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins. 2.3.2006 22:34
Nýsir reisir tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar Fyrirtækið Nýsir hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús sem mun rúma 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar. 2.3.2006 21:57
Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. 2.3.2006 21:41
KGB enn á sveimi Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. 2.3.2006 20:31
Fjölmennir minningartónleikar Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar. 2.3.2006 20:25
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun. 2.3.2006 20:10
Rússar réðu tilræðismann páfa Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu. 2.3.2006 19:45