Innlent

Einn náði að vinna stórmeistarann

Henrik Danielsen, stórmeistari Hróksins, tefldi fjöltefli við þekkta og óþekkta Íslendinga í Háskólanum í Reykjavík í dag til styrktar grænlenskum börnum.

Skákíþróttafélag stúdenta við Háskólann í Reykjavík efndi í dag til fjölteflis til styrktar Kala, vinafélagi Íslands og Grænlands. Markmiðið er að gefa grænlenskum börnum tækifæri til að koma hingað til lands að kynnast menningu og þjóð og læra sund, en það er ekki hægt að læra á Grænlandi.

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga lagði málefninu lið og reyndi með sér við stórmeistarann. Einn vann stórmeistarann, sextán töpuðu og fimm jafntefli voru gerð. Áheit bárust frá fyrirtækjum og Penninn gaf skákborð og klukkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×