Fleiri fréttir Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. 3.3.2006 07:05 Tyggjói klesst á dýrmætt málverk Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk. 2.3.2006 22:39 Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan. 2.3.2006 22:37 Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins. 2.3.2006 22:34 Nýsir reisir tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar Fyrirtækið Nýsir hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús sem mun rúma 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar. 2.3.2006 21:57 Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. 2.3.2006 21:41 KGB enn á sveimi Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. 2.3.2006 20:31 Fjölmennir minningartónleikar Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar. 2.3.2006 20:25 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun. 2.3.2006 20:10 Rússar réðu tilræðismann páfa Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu. 2.3.2006 19:45 Undirrituðu samstarfssamning Landhelgisgæslan og ríkislögreglustjóri gerðu með sér formlegan samstarfssamning í dag. Stofnanirnar tvær hafa lengi átt gott og mikið samstarf en formlegur samningur hefur ekki verið gerður fyrr en nú. Þau verkefni með kveðið er á í samningnum er meðal annars leit, björgun og almannavarnir, sameiginlegt bátaeftirlit, gagnkvæmur stuðningur stofnanna við lögregluaðgerðir á sjó og landi, siglingavernd og sameiginleg þjálfun. 2.3.2006 19:32 Fjórir ungir karlmenn dæmdir fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag fjóra karlmenn á aldrinum 18 til 25 ára í fjögurra og sex mánaða fangelsi, fyrir stórfellda líkamsárás á 17 ára pilt sem þeir misþyrmdu í mars á síðasta ári og skildu eftir á nærbuxum einum í húsasundi í 6 stiga frosti. Sá er þyngsta dóminn hlaut var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. 2.3.2006 19:26 Fresta þarf framkvæmdum vegna álvers á Húsavík Ef álver verður byggt við Húsavík þarf að slá öðrum stórframkvæmdum á frest; annars verður hætta á ofþenslu í efnahagslífinu. Hagfræðingar vara við þessu og nefna framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng, Sundabraut, tónlistarhús og hátæknisjúkrahús sem þurfi þá að slá á frest. 2.3.2006 19:05 Bush virðist hafa logið Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa sagt ósatt um að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar og að hann kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans borgar. AP-fréttastofan hefur komist yfir myndbandsupptöku frá 28. ágúst þar sem embættismenn vara Bush við því að New Orleans borg kunni að fara á kaf eftir að fellibylurinn hafi gengið yfir. 2.3.2006 18:56 Dómur Hæstiréttar vegna SPH á næstu grösum Fyrirtæki tengd Baugi fjármögnuðu að miklu leyti kaupin á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem nú eru til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hæstiréttur sker á allra næstu dögum úr um hvort Fjármálaeftirlitinu hafi, í tengslum við rannsóknina, verið heimilt að rannsaka bankareikninga lögmannsstofu að eigendum hennar forspurðum. 2.3.2006 18:53 Dauðar álftir fundust í Rangárvallasýslu Tvær álftir fundust dauðar í Rangárvallasýslu skammt frá Þjórsá og var þeim hent í ruslagám samkvæmt ráðleggingum héraðsdýralæknis. Fuglarnir verða ekki rannsakaðir þar sem þeir voru færri en fimm í hópi, en aðeins er hættustig eitt í gildi hér á landi vegna fuglaflensu. 2.3.2006 18:45 Vilja kaupa sig framhjá biðlistum hjúkrunarheimila Fólk hefur boðið milljónir til að koma ættingjum sínum efst á biðlista á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, en á milli tvö og þrjú hundruð manns bíða eftir plássi þar. Borgin vill taka við hluta af öldrunarþjónustu frá ríkinu 2.3.2006 18:45 Blair styður Jowell Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Tessu Jowell, menningarmálaráðherra, og sagði hana ekkert hafa gert sem bryti í bága við siðareglur ráðherra í bresku ríkisstjórninni. 2.3.2006 18:29 Efasemdir um frelsi í orkusölu Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur efasemdir um að raunverulegt frelsi ríki í orkusölu á landinu, miðað við hvernig stjórnvöld haga sér í stóriðjumálum. Hann segir undirbúning fyrir álver í Helguvík snúast um samninga tveggja hlutafélaga og ekki þurfi að senda framsóknarráðherra til útlanda til að biðja um gott veður. 2.3.2006 18:25 Líkbrennslur loks heimilaðar Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp þar sem líkbrennslur eru heimilaðar í fyrsta sinn í sögu landsins. 2.3.2006 18:15 Skipað í embætti prests í Hallgrímskrikju Sr. Birgir Ásgeirsson hefur verið veitt embætti prests í Hallgrímskirkjuprestakalli. Alls sóttutíu umsækjendur um um embættið en umsóknarfrestur rann út 17. febrúar síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára í senn að fenginni niðurstöðu valnefndar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti. 2.3.2006 17:18 Búið að slökkva eld á Lynghálsi Búið er að slökkva eld í húsakynnum Stöðvar 2 og verið er að reykræsta húsið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar eldsins varð vart um fjögurleitið. Talið er að eldur hafi kviknað í eldhúsi en mikill reykur var í húsinu. Starfsfólk komst út í tæka tíð og enginn var fluttur á slysadeild. Allar útvarpsstöðvar duttu út vegna eldsins. 2.3.2006 16:57 Rúm fyrir álver og stækkun Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi. 2.3.2006 16:51 Eldur í húsakynnum Stöðvar 2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr rétt í þessu vegna elds í húsakynnum Stöðvar 2 á Lynghálsi. Allt starfólk komst út við illan leik en talið er að eldur hafi kviknaði í í eldhúsi, hugsanlega út frá loftræstingu, en frá eldhúsinu leggur mikinn reyk. Allar útvarpsstöðvar eru dottnar út vegna eldsins. Reykkafarar eru komnir inn í húsið og verið er að slökkva eldinn. 2.3.2006 16:11 Gullæði á Norðurlandi Gullæði hefur gert vart við sig á Norðurlandi í kjölfar fyrirætlana Alcoa um álver á Húsavík. Mikið verður byggt, fasteignaverð þýtur upp og samgöngur verða bættar. 2.3.2006 15:54 Vígamenn á ferli í Bagdad Vígamenn í Írak víla nú ekki fyrir sér að ráðast á hverfi þar í landi sem hingað til hafa verið friðhelg. Mikil spenna er í landinu og mannfall hefur verið töluvert hvern dag síðan ein helgasta moska sjía-múslima í Írak var sprengd í loft upp í síðustu viku. Minnst þrettán féllu í árásum í höfuðborginni í morgun og undir hádegi var gerð árás á bílalest Adnas al-Dulaimi, helsta leiðtoga súnnía í Írak. 2.3.2006 15:00 DV braut siðareglur blaðamanna Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að DV hafi gerst brotlegt á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins þegar það birti forsíðufyrirsögnina „Hafnfirskur gleraugnasali selur tæki sem á að lækna fuglaflensu" og fyrirsögn á bls. 8 þar sem stóð ,,Lækning við fuglaflensu í Hafnarfirði". Kemst Siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brotið sé ámælisvert. 2.3.2006 14:41 Kemur til greina að nota tálbeitur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 2.3.2006 14:37 Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá. 2.3.2006 14:07 Vissi af hættunni George Bush Bandaríkjaforseti vissi að fellibylurinn Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans degi áður en fellibylurinn skall á borgina. Eftir að neyðaraðstoð hafði gjörsamlega brugðist sagði forsetinn hins vegar að enginn hefði getað séð fyrir hve miklar afleiðingarnar yrðu. 2.3.2006 14:00 Tímamótasamkomulag um kjarnorkuþróun Bandaríkjamenn og Indverjar skrifuðu í morgun undir tímamótasamkomulag um kjarnorkuþróun. Tugþúsundir manna hafa í allan dag mótmælt heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Indlands og í Pakistan féllu tveir í sprengjuárás fyrir utan ræðismanns skrifstofu Bandaríkjanna. 2.3.2006 13:45 20 dauðir fuglar finnast í Oskarshamn Tuttugu dauðir fuglar fundust í gær við kjarnorkuverið í Oskarshamn í Suður-Svíþjóð. Óttast er að fuglaflensa hafi orðið þeim að bráð. 2.3.2006 13:30 Opnaði nýja starfsstöð Actavis Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnaði í dag nýja starfsstöð fyrir dótturfélag Actavis Group, Lotus Labs, í borginni Bangalore á Indlandi. Nýskipaður sendiherra Íslands á Indlandi, Sturla Sigurjónsson, og viðskiptasendinefnd frá Íslandi voru einnig viðstödd opnunina. Starfsstöðin mun hýsa skrifstofur, rannsóknarstofur og aðstöðu fyrir frásogsrannsóknir. Vel á þriðja hundrað manns munu starfa í starfsstöðinni sem Actavis segir mjög mikilvæga fyrir starfsemina á Indlandi. 2.3.2006 13:15 Stórtækar hugmyndir um framkvæmdir á Norðurlandi Ný brú yfir Skjálfandafljót, uppbygging Húsavíkurflugvallar, og jarðgöng undir Vaðlaheiði eru meðal þeirra hugmynda sem fá byr undir báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík. Menn sjá fyrir sér að Húsavík og Akureyri verði eitt atvinnusvæði með tilkomu álversins, en göngin myndu stytta leiðina á milli um 16 kílómetra og með nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Skjálfandafljót myndi leiðin styttast enn. 2.3.2006 13:00 Ragnhildur Inga færð úr fimmta sæti í það þriðja í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ákvað á fundi sínum í gærkvöld að færa Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur úr fimmta sæti í það þriðja á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 2.3.2006 12:45 Lögregla rannsakar landhelgisbrot Lögregla hefur í allan morgun vaktað íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun, eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. Þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar var að fljúga yfir svæðið í gær tók áhöfnin eftir því að skipið var á lista Fiskistofu yfir skip, sem svipt hafa verið veiðileyfi, en slíkt er landhelgisbrot. 2.3.2006 12:45 Mikill missir vegna lítils penings Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið. 2.3.2006 12:30 Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli. 2.3.2006 12:15 Segir íslenskt fyrirtæki selja ólöglega veiddan fisk 2.3.2006 12:15 Vegur lokaður milli Egilsstaða og Seyðisfjarða Vegurinn á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokaður og verður það næsta klukkutímann eða svo á meðan verið er að reyna að ná flutningabíl sem valt þar í gær upp á veginn. 2.3.2006 12:03 Íslenskir fjárfestar nærri því að kaupa Parken Íslenskir fjárfestar voru nærri því að kaupa sjálfan Parken, þjóðarleikvang Dana, eftir því sem fram kemur í danska viðskiptablaðinu Börsen. 2.3.2006 12:00 Kemur vel til greina að nota tálbeitur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir. 2.3.2006 11:59 Öll tiltæk ráð Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað ísraelskum öryggissveitum að beita öllum tiltækum ráðum í baráttu sinni við herskáa Palestínumenn. Ofbeldisverk þeirra geng Ísraelum hafa verið tíð síðustu vikur og hefur það aukið þrýsting á Olmert í aðdraganda þingkosninganna síðar í mánuðinum. 2.3.2006 11:45 Tilræði við stjórnmálaleiðtoga súnnía Byssumenn gerðu nú fyrir hádegi árás á bílalest Adnans al-Dulaimi, eins helsta stjórnmálaleiðtoga súnní-múslima í Írak. Öryggisvörður hans lést í árásini og þrír særðust. 2.3.2006 11:45 Grunur um kúariðu í Svíþjóð Grunur leikur á að fyrsta tilfelli kúariðu hafi greinst í Mið-Svíþjóð. Þegar hræ af tólf ára gamalli kýr var rannsakað komu í ljós einkenni sjúkdómsins. Sýni hafa verið send til rannsóknarstöðvar Evrópusambandsins í Bretlandi svo hægt sé að fá staðfest hvort um kúariðu er að ræða. 2.3.2006 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. 3.3.2006 07:05
Tyggjói klesst á dýrmætt málverk Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk. 2.3.2006 22:39
Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan. 2.3.2006 22:37
Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins. 2.3.2006 22:34
Nýsir reisir tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar Fyrirtækið Nýsir hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús sem mun rúma 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar. 2.3.2006 21:57
Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. 2.3.2006 21:41
KGB enn á sveimi Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. 2.3.2006 20:31
Fjölmennir minningartónleikar Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar. 2.3.2006 20:25
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun. 2.3.2006 20:10
Rússar réðu tilræðismann páfa Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu. 2.3.2006 19:45
Undirrituðu samstarfssamning Landhelgisgæslan og ríkislögreglustjóri gerðu með sér formlegan samstarfssamning í dag. Stofnanirnar tvær hafa lengi átt gott og mikið samstarf en formlegur samningur hefur ekki verið gerður fyrr en nú. Þau verkefni með kveðið er á í samningnum er meðal annars leit, björgun og almannavarnir, sameiginlegt bátaeftirlit, gagnkvæmur stuðningur stofnanna við lögregluaðgerðir á sjó og landi, siglingavernd og sameiginleg þjálfun. 2.3.2006 19:32
Fjórir ungir karlmenn dæmdir fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag fjóra karlmenn á aldrinum 18 til 25 ára í fjögurra og sex mánaða fangelsi, fyrir stórfellda líkamsárás á 17 ára pilt sem þeir misþyrmdu í mars á síðasta ári og skildu eftir á nærbuxum einum í húsasundi í 6 stiga frosti. Sá er þyngsta dóminn hlaut var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. 2.3.2006 19:26
Fresta þarf framkvæmdum vegna álvers á Húsavík Ef álver verður byggt við Húsavík þarf að slá öðrum stórframkvæmdum á frest; annars verður hætta á ofþenslu í efnahagslífinu. Hagfræðingar vara við þessu og nefna framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng, Sundabraut, tónlistarhús og hátæknisjúkrahús sem þurfi þá að slá á frest. 2.3.2006 19:05
Bush virðist hafa logið Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa sagt ósatt um að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar og að hann kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans borgar. AP-fréttastofan hefur komist yfir myndbandsupptöku frá 28. ágúst þar sem embættismenn vara Bush við því að New Orleans borg kunni að fara á kaf eftir að fellibylurinn hafi gengið yfir. 2.3.2006 18:56
Dómur Hæstiréttar vegna SPH á næstu grösum Fyrirtæki tengd Baugi fjármögnuðu að miklu leyti kaupin á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem nú eru til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hæstiréttur sker á allra næstu dögum úr um hvort Fjármálaeftirlitinu hafi, í tengslum við rannsóknina, verið heimilt að rannsaka bankareikninga lögmannsstofu að eigendum hennar forspurðum. 2.3.2006 18:53
Dauðar álftir fundust í Rangárvallasýslu Tvær álftir fundust dauðar í Rangárvallasýslu skammt frá Þjórsá og var þeim hent í ruslagám samkvæmt ráðleggingum héraðsdýralæknis. Fuglarnir verða ekki rannsakaðir þar sem þeir voru færri en fimm í hópi, en aðeins er hættustig eitt í gildi hér á landi vegna fuglaflensu. 2.3.2006 18:45
Vilja kaupa sig framhjá biðlistum hjúkrunarheimila Fólk hefur boðið milljónir til að koma ættingjum sínum efst á biðlista á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, en á milli tvö og þrjú hundruð manns bíða eftir plássi þar. Borgin vill taka við hluta af öldrunarþjónustu frá ríkinu 2.3.2006 18:45
Blair styður Jowell Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Tessu Jowell, menningarmálaráðherra, og sagði hana ekkert hafa gert sem bryti í bága við siðareglur ráðherra í bresku ríkisstjórninni. 2.3.2006 18:29
Efasemdir um frelsi í orkusölu Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur efasemdir um að raunverulegt frelsi ríki í orkusölu á landinu, miðað við hvernig stjórnvöld haga sér í stóriðjumálum. Hann segir undirbúning fyrir álver í Helguvík snúast um samninga tveggja hlutafélaga og ekki þurfi að senda framsóknarráðherra til útlanda til að biðja um gott veður. 2.3.2006 18:25
Líkbrennslur loks heimilaðar Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp þar sem líkbrennslur eru heimilaðar í fyrsta sinn í sögu landsins. 2.3.2006 18:15
Skipað í embætti prests í Hallgrímskrikju Sr. Birgir Ásgeirsson hefur verið veitt embætti prests í Hallgrímskirkjuprestakalli. Alls sóttutíu umsækjendur um um embættið en umsóknarfrestur rann út 17. febrúar síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára í senn að fenginni niðurstöðu valnefndar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti. 2.3.2006 17:18
Búið að slökkva eld á Lynghálsi Búið er að slökkva eld í húsakynnum Stöðvar 2 og verið er að reykræsta húsið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar eldsins varð vart um fjögurleitið. Talið er að eldur hafi kviknað í eldhúsi en mikill reykur var í húsinu. Starfsfólk komst út í tæka tíð og enginn var fluttur á slysadeild. Allar útvarpsstöðvar duttu út vegna eldsins. 2.3.2006 16:57
Rúm fyrir álver og stækkun Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi. 2.3.2006 16:51
Eldur í húsakynnum Stöðvar 2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr rétt í þessu vegna elds í húsakynnum Stöðvar 2 á Lynghálsi. Allt starfólk komst út við illan leik en talið er að eldur hafi kviknaði í í eldhúsi, hugsanlega út frá loftræstingu, en frá eldhúsinu leggur mikinn reyk. Allar útvarpsstöðvar eru dottnar út vegna eldsins. Reykkafarar eru komnir inn í húsið og verið er að slökkva eldinn. 2.3.2006 16:11
Gullæði á Norðurlandi Gullæði hefur gert vart við sig á Norðurlandi í kjölfar fyrirætlana Alcoa um álver á Húsavík. Mikið verður byggt, fasteignaverð þýtur upp og samgöngur verða bættar. 2.3.2006 15:54
Vígamenn á ferli í Bagdad Vígamenn í Írak víla nú ekki fyrir sér að ráðast á hverfi þar í landi sem hingað til hafa verið friðhelg. Mikil spenna er í landinu og mannfall hefur verið töluvert hvern dag síðan ein helgasta moska sjía-múslima í Írak var sprengd í loft upp í síðustu viku. Minnst þrettán féllu í árásum í höfuðborginni í morgun og undir hádegi var gerð árás á bílalest Adnas al-Dulaimi, helsta leiðtoga súnnía í Írak. 2.3.2006 15:00
DV braut siðareglur blaðamanna Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að DV hafi gerst brotlegt á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins þegar það birti forsíðufyrirsögnina „Hafnfirskur gleraugnasali selur tæki sem á að lækna fuglaflensu" og fyrirsögn á bls. 8 þar sem stóð ,,Lækning við fuglaflensu í Hafnarfirði". Kemst Siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brotið sé ámælisvert. 2.3.2006 14:41
Kemur til greina að nota tálbeitur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 2.3.2006 14:37
Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá. 2.3.2006 14:07
Vissi af hættunni George Bush Bandaríkjaforseti vissi að fellibylurinn Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans degi áður en fellibylurinn skall á borgina. Eftir að neyðaraðstoð hafði gjörsamlega brugðist sagði forsetinn hins vegar að enginn hefði getað séð fyrir hve miklar afleiðingarnar yrðu. 2.3.2006 14:00
Tímamótasamkomulag um kjarnorkuþróun Bandaríkjamenn og Indverjar skrifuðu í morgun undir tímamótasamkomulag um kjarnorkuþróun. Tugþúsundir manna hafa í allan dag mótmælt heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Indlands og í Pakistan féllu tveir í sprengjuárás fyrir utan ræðismanns skrifstofu Bandaríkjanna. 2.3.2006 13:45
20 dauðir fuglar finnast í Oskarshamn Tuttugu dauðir fuglar fundust í gær við kjarnorkuverið í Oskarshamn í Suður-Svíþjóð. Óttast er að fuglaflensa hafi orðið þeim að bráð. 2.3.2006 13:30
Opnaði nýja starfsstöð Actavis Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnaði í dag nýja starfsstöð fyrir dótturfélag Actavis Group, Lotus Labs, í borginni Bangalore á Indlandi. Nýskipaður sendiherra Íslands á Indlandi, Sturla Sigurjónsson, og viðskiptasendinefnd frá Íslandi voru einnig viðstödd opnunina. Starfsstöðin mun hýsa skrifstofur, rannsóknarstofur og aðstöðu fyrir frásogsrannsóknir. Vel á þriðja hundrað manns munu starfa í starfsstöðinni sem Actavis segir mjög mikilvæga fyrir starfsemina á Indlandi. 2.3.2006 13:15
Stórtækar hugmyndir um framkvæmdir á Norðurlandi Ný brú yfir Skjálfandafljót, uppbygging Húsavíkurflugvallar, og jarðgöng undir Vaðlaheiði eru meðal þeirra hugmynda sem fá byr undir báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík. Menn sjá fyrir sér að Húsavík og Akureyri verði eitt atvinnusvæði með tilkomu álversins, en göngin myndu stytta leiðina á milli um 16 kílómetra og með nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Skjálfandafljót myndi leiðin styttast enn. 2.3.2006 13:00
Ragnhildur Inga færð úr fimmta sæti í það þriðja í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ákvað á fundi sínum í gærkvöld að færa Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur úr fimmta sæti í það þriðja á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 2.3.2006 12:45
Lögregla rannsakar landhelgisbrot Lögregla hefur í allan morgun vaktað íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun, eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. Þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar var að fljúga yfir svæðið í gær tók áhöfnin eftir því að skipið var á lista Fiskistofu yfir skip, sem svipt hafa verið veiðileyfi, en slíkt er landhelgisbrot. 2.3.2006 12:45
Mikill missir vegna lítils penings Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið. 2.3.2006 12:30
Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli. 2.3.2006 12:15
Vegur lokaður milli Egilsstaða og Seyðisfjarða Vegurinn á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokaður og verður það næsta klukkutímann eða svo á meðan verið er að reyna að ná flutningabíl sem valt þar í gær upp á veginn. 2.3.2006 12:03
Íslenskir fjárfestar nærri því að kaupa Parken Íslenskir fjárfestar voru nærri því að kaupa sjálfan Parken, þjóðarleikvang Dana, eftir því sem fram kemur í danska viðskiptablaðinu Börsen. 2.3.2006 12:00
Kemur vel til greina að nota tálbeitur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir. 2.3.2006 11:59
Öll tiltæk ráð Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað ísraelskum öryggissveitum að beita öllum tiltækum ráðum í baráttu sinni við herskáa Palestínumenn. Ofbeldisverk þeirra geng Ísraelum hafa verið tíð síðustu vikur og hefur það aukið þrýsting á Olmert í aðdraganda þingkosninganna síðar í mánuðinum. 2.3.2006 11:45
Tilræði við stjórnmálaleiðtoga súnnía Byssumenn gerðu nú fyrir hádegi árás á bílalest Adnans al-Dulaimi, eins helsta stjórnmálaleiðtoga súnní-múslima í Írak. Öryggisvörður hans lést í árásini og þrír særðust. 2.3.2006 11:45
Grunur um kúariðu í Svíþjóð Grunur leikur á að fyrsta tilfelli kúariðu hafi greinst í Mið-Svíþjóð. Þegar hræ af tólf ára gamalli kýr var rannsakað komu í ljós einkenni sjúkdómsins. Sýni hafa verið send til rannsóknarstöðvar Evrópusambandsins í Bretlandi svo hægt sé að fá staðfest hvort um kúariðu er að ræða. 2.3.2006 11:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent