Fleiri fréttir Sendiráði Dana lokað í Islamabad af öryggisástæðum Danska sendiráðinu í Islamabad í Pakistan var í dag lokað af öryggisástæðum en mikil mótmæli hafa verið í landinu í vikunni vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni. Jótlandspósturinn hefur eftir sendiherra Danmerkur í Pakistan að hann sé enn í landinu en hann vill ekki gefa upp hvar hann er. 17.2.2006 14:00 Engin fuglaflensa enn fundin í Danmörku Engin fuglaflensa hefur verið greind í dauðum fuglum sem fundist hafa í Danmörku síðustu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í dag. Búið er að rannsaka 30 svani ásamt mávi og önd sem fundust á Sjálandi, Lálandi og Falstri og engin flensa fannst í fuglunum. 17.2.2006 13:43 Þremenningar játa á sig hraðbankarán Tveir karlmenn og ein kona, sem handtekin voru vegna gruns um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna, hafa viðurkennt brotið og vísað á þýfið. 17.2.2006 13:30 Framhaldsskólanemar gagnrýna styttingu stúdentsprófs Mörg þúsund framhaldsskólanemar hafa sent menntamálaráðherra póstkort þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð hans vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagsmunaráði íslensrka framhaldsskólanema. 17.2.2006 13:15 Tíu sækja um embætti sóknarprests í Ásprestakalli Tíu sækja um embætti sóknarprests í Ásprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. 17.2.2006 12:45 Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu hjá eldri konum eins og lengi hefur verið haldið fram. Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði. 17.2.2006 12:45 Mega ekki veiða of mikið Loðnuveiðar ganga vel við Vestmannaeyjar. Helsta vandamál sjómanna er að veiða ekki meira en svo að vinnslan hafi undan því, vegna þess hversu lítill kvótinn er á sem minnst að fara í bræðslu. 17.2.2006 12:30 Tvö þorp á kafi í leðju eftir aurskriður Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Filippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist í kaf í leðju eftir ofsaveður undanfarna daga. 17.2.2006 12:15 Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum 17.2.2006 12:00 FL Group kaupir hlut í Bang og Olufsen FL Group hefur keypt ríflega átta prósenta hluta í danska félaginu Bang og Olufsen eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Kauphallar Íslands. Markaðsvirði hlutarins er um 7,5 milljarðar króna. 17.2.2006 11:45 Sparisjóður Keflavíkur kaupir afgreiðslu Landsbanka í Sandgerði Landsbankinn og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa gert samkomulag um kaup Sparisjóðsins á afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum sparisjóðurinn mun taka við öllum eignum og skuldum afgreiðslunnar 5. mars ásamt póstafgreiðslu í Sandgerði sem Landsbankinn og Íslandspóstur eru aðilar að. 17.2.2006 11:30 Sjálfstæðismenn í Árborg með prófkjör á morgun Sjálfstæðismenn í Árborg velja á morgun fulltrúa sína í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fimmtán gefa kost á sér, tíu karlar og fimm konur. 17.2.2006 11:15 Þrír handteknir vegna hraðbankaráns Lögreglan á Akureyri handtók í morgun þrjá menn á bílaleigubíl sem grunaðir eru um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði í nótt og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna. 17.2.2006 11:01 313 buðu í lóðir í Úlfarsárdal 313 skiluðu 4.240 gildum kauptilboðum í byggingarrétt fyrir 408 íbúðir á 120 lóðum í Úlfarsárdal. Frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær og unnu starfsmenn framkvæmdasviðs sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðirnar og skrá þau. 17.2.2006 11:00 Jöklar Grænlands bráðna hraðar en talið var Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn. 17.2.2006 10:45 Fyrirtæki búi sig undir fuglaflensu Fyrirtækin gætu þurft að búa sig undir nýjar aðstæður ef ríkari kröfur verða gerðar til þeirra um samfélagslega ábyrgð vegna fuglaflensu sem einsýnt þykir að berist til landsins. Þetta segja Samtök verslunar og þjónustu. 17.2.2006 10:31 Prófkjör hjá Framsóknarflokknum á Akureyri á morgun Framsóknarmenn á Akureyri og í Hrísey halda á morgun opið prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningaarnar í vor. Nítján manns eru í framboði, þrettán karlar og sex konur, en nýr oddviti flokksins verður kjörinn þar sem Jakob Björnsson, oodviti framsóknarmanna til fjölda ára, gefur ekki kost á sér áfram. 17.2.2006 10:15 Hafa tekið á um 100 handrukkurum og eiturlyfjasölum Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn frá nokkrum embættum hafa haft afskipti af um það bil hundrað handrukkurum og eiturlyfjasölum síðan skipulagðar aðgerðir hófust gegn þessum hópum í fyrravor. 17.2.2006 09:45 Tjón á Flateyri ekki bætt að fullu Tjón af völdum óveðursins á Flateyri fæst ekki að fullu bætt af tryggingafélögunum. Héraðsblaðið Bæjarins besta sagði frá þessu. 17.2.2006 09:45 Vöruskiptahalli í fyrra nærri hundrað milljarðar Vöruskiptahallinn við útlönd í fyrra nam hátt í hundrað milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. 17.2.2006 09:40 Fylgi við ríkisstjórnarflokka í Danmörk eykst enn Fylgi við ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku virðist enn aukast vegna Múhameðsmyndanna ef marka má nýja skoðanakönnun danska viðskiptablaðsins Börsen. 17.2.2006 09:30 Tíu árekstrar á Akureyri í gær Tíu árekstrar urðu á Akureyri í gær sem alla má rekja til slæms skygnis og hálku, og er árekstrafjöldinn langt yfir meðaltali þar í bæ. Engin meiddist þó í þessari hrynu, en talsvert eignatjón varð. Nú er farið að hlýna í veðri og varar lögreglan við enn meiri hálku en í gær. 17.2.2006 09:15 Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Hamas Ismail Haniyeh hefur verið útnefndur sem forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna í Palestínu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum embættismanni innan samtakanna, sem segir jafnframt að þetta verði ekki tilkynnt formlega fyrr en um helgina. 17.2.2006 09:00 Peningum stolið úr hraðbanka á Fáskrúðsfirði Hraðbanki Landsbankans í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði var brotinn upp í nótt og þaðan stolið peningum. Ekki liggur enn fyrir hversu miklir peningar voru í bankanum en verið er að ganga úr skugga um það. 17.2.2006 08:47 Vínarbrauðið breytir um nafn Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns". 17.2.2006 08:30 Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er. Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. 17.2.2006 08:15 Dagblað Dagsbrúnar verði stærst í Danmörku Dagblaðið sem Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, ætlar að gefa út í Danmörku verður gefið í út í 500 þúsund eintökum dag hvern og verður þannig langstærsta dagblað Danmerkur. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir heimildarmönnum sínum í málinu. 17.2.2006 08:00 Enn verið að opnað tilboð í lóðir í Úlfarsárdal Starfsmenn framkvæmdasviðs unnu sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðir í Úlfarsárdal og skrá þau. Klukkan hálfátta í morgun voru þeir enn að og var þá búið að skrá tilboð á fjórða hundrað bjóðenda. 17.2.2006 07:56 Náðu að hemja tvo báta í Keflavíkurhöfn Björgunarsveit var kölluð út í Keflavík í gærkvöldi þar sem tveir bátar voru að slitna frá bryggju í gömlu höfninni við miðbæinn og mikill sjógangur var í höfninni. Björgunarmönnum tókst að komst út í bátana og hemja þá með traustari landfestum, og hlaust ekkert tjón af. 17.2.2006 07:45 Slapp með skrekkinn í snjóflóði Ökumaður slapp með skrekkinn þegar snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar seint í gærkvöldi, rétt í þann mund sem maðurinn átti þar leið um. Hann ók inn í flóðið, en bíllinn hélst á veginum og komst maðurinn af sjálfsdáðum út úr honum og lét vita um flóðið. 17.2.2006 07:30 Á 200 kílómetra hraða á Miklubraut Sautján ára piltur með nokkurra daga gamalt ökuskírteini slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á 200 kílómetra hraða, að eigin sögn, í aðreininni frá Miklubraut upp á Réttarholtsveg í nótt. Bíllinn , sem er nýlegur Benz í eigur foreldra piltsins, klippti í sundur ljósastaur og þeyttist síðan langar leliðir uns han stöðvaðist. 17.2.2006 07:25 Segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu Stórt lyfjafyrirtæki í Ástralíu segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn á virkni hins nýja bóluefnis, ættu fimmtán míkrógrömm af efninu að duga til að koma í veg fyrir fuglaflensu hjá fullorðnu fólki. 17.2.2006 07:15 Óttast að 2000 manns hafi látist í aurskriðum á Filippseyjum Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Fiippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist á kaf í leðju eftir miklar rigningar og hávaðarok. Fréttir af svæðinu eru enn óljósar, en embættismenn telja víst að tala látinna skipti hundruðum og jafnvel þúsundum. 17.2.2006 07:04 Ekki tvöfaldað alla leið Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hét bótum á veginum um Hellisheiði á opnum fundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hélt á Selfossi í kvöld. Hann sagði þó að akgreinar verði ekki tvöfaldaðar. Fundarmenn vildu almennt að ráðherrann beitti sér fyrir meiri vegabótum, en Samtökin hafa beitt sér fyrir tvöföldun akgreina á öllum veginum milli Reykjavíkur og Selfoss. 17.2.2006 00:59 200 Kúrdar handteknir í mótmælaaðgerðum í Tyrklandi Um tvö hundruð Kúrdar voru handteknir í mótmælaaðgerðum í borgunum Adana og Batman í Tyrklandi í dag. Mótmælin upphófust í gær þegar sjö ár voru liðin frá handtöku kúrdíska andspyrnuleiðtogans Abdullah Ocalan. Mótmælendur hentu grjóti og múrsteinum að lögreglumönnum sem vörðust með kylfum og skjöldum. 16.2.2006 22:00 700 krakkar á frostdansleik Um 700 grunnskólanemar voru saman komnir í þróttahúsi Víðastaðaskóla í kvöld en þar fór fram dansleikur sem rak endapunktinn á grunnskólahátíðinni hátíð sem nemendur úr efri bekkjum grunnskóla í Hafnarfirði og Álftanesi stóðu fyrir í dag. 16.2.2006 21:54 Ósakhæfur og gert að sæta öryggisgæslu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um ósakhæfi manns sem bæði hótaði og réðst á lækni vegna erfðafræðilegra rannsókna sem hann hafði gert í faðernismáli og vörðuðu hinn ákærða. Manninum er einnig gert að sæta öryggisgæslu. 16.2.2006 20:56 Löng biðröð vegna lóðaúthlutunar í Úlfarsárdal Löng biðröð myndaðist í dag þegar fólk hópaðist til að skila inn umsóknum í lóðir í Úlfársdal en umsókanarfrestur rann út seinnipartinn í dag. Niðurstaða lóðaútboðsins verður birt í heild sinni á vef Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í beinu framhaldi af opnun og skráningu allra tilboða sem ljúka á í kvöld 16.2.2006 20:16 Fjölbreyttur hópur mæðra og barna Hópur kvenna af erlendum uppruna hittist reglulega í foreldrahópi í Alþjóðahúsinu. Konurnar eiga það sameiginlegt að vera bæði mæður og búsetar á Íslandi en feður barna þeirra eru flestir íslenskir. 16.2.2006 19:38 Hljóta fyrstir vottun fyrir aðgengi fatlaðra að netbönkum Sparisjóðirnir eru fyrstir banka til að hljóta vottun fyrir aðgengi fatlaðra á netbankum sínum, en verkefnið er búið að vera í þróunn í rúmt ár. Heimabanki Sparisjóðanna er sá fyrsti sem er byggður sérstaklega upp með þarfir lesblindra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra, blindra og alvarlega sjónskertra í huga. 16.2.2006 18:07 Verulegar líkur á lækkunum á hlutabréfum Lektor í viðskiptafræði segir verulegar líkur á lækkunum á íslenskum hlutabréfum og mikil áhætta sé fólgin í kaupum á þeim. Ekki sé innistæða fyrir hækkunum undanfarið en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um rúm 24% frá áramótum. 16.2.2006 18:02 25 árekstrar í Reykjavík í dag Tuttugu og fimm árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Allir hafa þeir verið minniháttar og engin alvarleg slys orðið á fólki. 16.2.2006 17:53 Aðstandendur harma myndbirtingar DV Aðstandendur Jóns Þórs Ólafssonar, sem var myrtur í El Salvador sl. helgi, segjast harma „ósmekklegar og tilgangslausar myndbirtingar" DV í morgun þar sem fjallað var um atburðinn. 16.2.2006 17:21 Sýknaður af því að hafa birt áfengisauglýsingu Framkvæmdastjóri HOB-vína var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa látið birta bjórauglýsingu í DV og fylgiblaði með Fréttablaðinu í desember árið 2004. 16.2.2006 17:09 Staðfest að banvæni stofn fuglaflensunnar greindist í Þýskalandi Staðfest var í dag að það var hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar sem fannst í dauðum svönum í norðausturhluta Þýskalands í fyrradag. Heilbrigðisstofnun þar í landi sem rannsakað hefur sýni úr fuglunum tilkynnti þetta nú síðdegis. 16.2.2006 16:49 Sjá næstu 50 fréttir
Sendiráði Dana lokað í Islamabad af öryggisástæðum Danska sendiráðinu í Islamabad í Pakistan var í dag lokað af öryggisástæðum en mikil mótmæli hafa verið í landinu í vikunni vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni. Jótlandspósturinn hefur eftir sendiherra Danmerkur í Pakistan að hann sé enn í landinu en hann vill ekki gefa upp hvar hann er. 17.2.2006 14:00
Engin fuglaflensa enn fundin í Danmörku Engin fuglaflensa hefur verið greind í dauðum fuglum sem fundist hafa í Danmörku síðustu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í dag. Búið er að rannsaka 30 svani ásamt mávi og önd sem fundust á Sjálandi, Lálandi og Falstri og engin flensa fannst í fuglunum. 17.2.2006 13:43
Þremenningar játa á sig hraðbankarán Tveir karlmenn og ein kona, sem handtekin voru vegna gruns um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna, hafa viðurkennt brotið og vísað á þýfið. 17.2.2006 13:30
Framhaldsskólanemar gagnrýna styttingu stúdentsprófs Mörg þúsund framhaldsskólanemar hafa sent menntamálaráðherra póstkort þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð hans vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagsmunaráði íslensrka framhaldsskólanema. 17.2.2006 13:15
Tíu sækja um embætti sóknarprests í Ásprestakalli Tíu sækja um embætti sóknarprests í Ásprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. 17.2.2006 12:45
Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu hjá eldri konum eins og lengi hefur verið haldið fram. Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði. 17.2.2006 12:45
Mega ekki veiða of mikið Loðnuveiðar ganga vel við Vestmannaeyjar. Helsta vandamál sjómanna er að veiða ekki meira en svo að vinnslan hafi undan því, vegna þess hversu lítill kvótinn er á sem minnst að fara í bræðslu. 17.2.2006 12:30
Tvö þorp á kafi í leðju eftir aurskriður Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Filippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist í kaf í leðju eftir ofsaveður undanfarna daga. 17.2.2006 12:15
Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum 17.2.2006 12:00
FL Group kaupir hlut í Bang og Olufsen FL Group hefur keypt ríflega átta prósenta hluta í danska félaginu Bang og Olufsen eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Kauphallar Íslands. Markaðsvirði hlutarins er um 7,5 milljarðar króna. 17.2.2006 11:45
Sparisjóður Keflavíkur kaupir afgreiðslu Landsbanka í Sandgerði Landsbankinn og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa gert samkomulag um kaup Sparisjóðsins á afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum sparisjóðurinn mun taka við öllum eignum og skuldum afgreiðslunnar 5. mars ásamt póstafgreiðslu í Sandgerði sem Landsbankinn og Íslandspóstur eru aðilar að. 17.2.2006 11:30
Sjálfstæðismenn í Árborg með prófkjör á morgun Sjálfstæðismenn í Árborg velja á morgun fulltrúa sína í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fimmtán gefa kost á sér, tíu karlar og fimm konur. 17.2.2006 11:15
Þrír handteknir vegna hraðbankaráns Lögreglan á Akureyri handtók í morgun þrjá menn á bílaleigubíl sem grunaðir eru um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði í nótt og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna. 17.2.2006 11:01
313 buðu í lóðir í Úlfarsárdal 313 skiluðu 4.240 gildum kauptilboðum í byggingarrétt fyrir 408 íbúðir á 120 lóðum í Úlfarsárdal. Frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær og unnu starfsmenn framkvæmdasviðs sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðirnar og skrá þau. 17.2.2006 11:00
Jöklar Grænlands bráðna hraðar en talið var Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn. 17.2.2006 10:45
Fyrirtæki búi sig undir fuglaflensu Fyrirtækin gætu þurft að búa sig undir nýjar aðstæður ef ríkari kröfur verða gerðar til þeirra um samfélagslega ábyrgð vegna fuglaflensu sem einsýnt þykir að berist til landsins. Þetta segja Samtök verslunar og þjónustu. 17.2.2006 10:31
Prófkjör hjá Framsóknarflokknum á Akureyri á morgun Framsóknarmenn á Akureyri og í Hrísey halda á morgun opið prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningaarnar í vor. Nítján manns eru í framboði, þrettán karlar og sex konur, en nýr oddviti flokksins verður kjörinn þar sem Jakob Björnsson, oodviti framsóknarmanna til fjölda ára, gefur ekki kost á sér áfram. 17.2.2006 10:15
Hafa tekið á um 100 handrukkurum og eiturlyfjasölum Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn frá nokkrum embættum hafa haft afskipti af um það bil hundrað handrukkurum og eiturlyfjasölum síðan skipulagðar aðgerðir hófust gegn þessum hópum í fyrravor. 17.2.2006 09:45
Tjón á Flateyri ekki bætt að fullu Tjón af völdum óveðursins á Flateyri fæst ekki að fullu bætt af tryggingafélögunum. Héraðsblaðið Bæjarins besta sagði frá þessu. 17.2.2006 09:45
Vöruskiptahalli í fyrra nærri hundrað milljarðar Vöruskiptahallinn við útlönd í fyrra nam hátt í hundrað milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. 17.2.2006 09:40
Fylgi við ríkisstjórnarflokka í Danmörk eykst enn Fylgi við ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku virðist enn aukast vegna Múhameðsmyndanna ef marka má nýja skoðanakönnun danska viðskiptablaðsins Börsen. 17.2.2006 09:30
Tíu árekstrar á Akureyri í gær Tíu árekstrar urðu á Akureyri í gær sem alla má rekja til slæms skygnis og hálku, og er árekstrafjöldinn langt yfir meðaltali þar í bæ. Engin meiddist þó í þessari hrynu, en talsvert eignatjón varð. Nú er farið að hlýna í veðri og varar lögreglan við enn meiri hálku en í gær. 17.2.2006 09:15
Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Hamas Ismail Haniyeh hefur verið útnefndur sem forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna í Palestínu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum embættismanni innan samtakanna, sem segir jafnframt að þetta verði ekki tilkynnt formlega fyrr en um helgina. 17.2.2006 09:00
Peningum stolið úr hraðbanka á Fáskrúðsfirði Hraðbanki Landsbankans í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði var brotinn upp í nótt og þaðan stolið peningum. Ekki liggur enn fyrir hversu miklir peningar voru í bankanum en verið er að ganga úr skugga um það. 17.2.2006 08:47
Vínarbrauðið breytir um nafn Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns". 17.2.2006 08:30
Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er. Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. 17.2.2006 08:15
Dagblað Dagsbrúnar verði stærst í Danmörku Dagblaðið sem Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, ætlar að gefa út í Danmörku verður gefið í út í 500 þúsund eintökum dag hvern og verður þannig langstærsta dagblað Danmerkur. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir heimildarmönnum sínum í málinu. 17.2.2006 08:00
Enn verið að opnað tilboð í lóðir í Úlfarsárdal Starfsmenn framkvæmdasviðs unnu sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðir í Úlfarsárdal og skrá þau. Klukkan hálfátta í morgun voru þeir enn að og var þá búið að skrá tilboð á fjórða hundrað bjóðenda. 17.2.2006 07:56
Náðu að hemja tvo báta í Keflavíkurhöfn Björgunarsveit var kölluð út í Keflavík í gærkvöldi þar sem tveir bátar voru að slitna frá bryggju í gömlu höfninni við miðbæinn og mikill sjógangur var í höfninni. Björgunarmönnum tókst að komst út í bátana og hemja þá með traustari landfestum, og hlaust ekkert tjón af. 17.2.2006 07:45
Slapp með skrekkinn í snjóflóði Ökumaður slapp með skrekkinn þegar snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar seint í gærkvöldi, rétt í þann mund sem maðurinn átti þar leið um. Hann ók inn í flóðið, en bíllinn hélst á veginum og komst maðurinn af sjálfsdáðum út úr honum og lét vita um flóðið. 17.2.2006 07:30
Á 200 kílómetra hraða á Miklubraut Sautján ára piltur með nokkurra daga gamalt ökuskírteini slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á 200 kílómetra hraða, að eigin sögn, í aðreininni frá Miklubraut upp á Réttarholtsveg í nótt. Bíllinn , sem er nýlegur Benz í eigur foreldra piltsins, klippti í sundur ljósastaur og þeyttist síðan langar leliðir uns han stöðvaðist. 17.2.2006 07:25
Segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu Stórt lyfjafyrirtæki í Ástralíu segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn á virkni hins nýja bóluefnis, ættu fimmtán míkrógrömm af efninu að duga til að koma í veg fyrir fuglaflensu hjá fullorðnu fólki. 17.2.2006 07:15
Óttast að 2000 manns hafi látist í aurskriðum á Filippseyjum Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Fiippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist á kaf í leðju eftir miklar rigningar og hávaðarok. Fréttir af svæðinu eru enn óljósar, en embættismenn telja víst að tala látinna skipti hundruðum og jafnvel þúsundum. 17.2.2006 07:04
Ekki tvöfaldað alla leið Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hét bótum á veginum um Hellisheiði á opnum fundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hélt á Selfossi í kvöld. Hann sagði þó að akgreinar verði ekki tvöfaldaðar. Fundarmenn vildu almennt að ráðherrann beitti sér fyrir meiri vegabótum, en Samtökin hafa beitt sér fyrir tvöföldun akgreina á öllum veginum milli Reykjavíkur og Selfoss. 17.2.2006 00:59
200 Kúrdar handteknir í mótmælaaðgerðum í Tyrklandi Um tvö hundruð Kúrdar voru handteknir í mótmælaaðgerðum í borgunum Adana og Batman í Tyrklandi í dag. Mótmælin upphófust í gær þegar sjö ár voru liðin frá handtöku kúrdíska andspyrnuleiðtogans Abdullah Ocalan. Mótmælendur hentu grjóti og múrsteinum að lögreglumönnum sem vörðust með kylfum og skjöldum. 16.2.2006 22:00
700 krakkar á frostdansleik Um 700 grunnskólanemar voru saman komnir í þróttahúsi Víðastaðaskóla í kvöld en þar fór fram dansleikur sem rak endapunktinn á grunnskólahátíðinni hátíð sem nemendur úr efri bekkjum grunnskóla í Hafnarfirði og Álftanesi stóðu fyrir í dag. 16.2.2006 21:54
Ósakhæfur og gert að sæta öryggisgæslu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um ósakhæfi manns sem bæði hótaði og réðst á lækni vegna erfðafræðilegra rannsókna sem hann hafði gert í faðernismáli og vörðuðu hinn ákærða. Manninum er einnig gert að sæta öryggisgæslu. 16.2.2006 20:56
Löng biðröð vegna lóðaúthlutunar í Úlfarsárdal Löng biðröð myndaðist í dag þegar fólk hópaðist til að skila inn umsóknum í lóðir í Úlfársdal en umsókanarfrestur rann út seinnipartinn í dag. Niðurstaða lóðaútboðsins verður birt í heild sinni á vef Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í beinu framhaldi af opnun og skráningu allra tilboða sem ljúka á í kvöld 16.2.2006 20:16
Fjölbreyttur hópur mæðra og barna Hópur kvenna af erlendum uppruna hittist reglulega í foreldrahópi í Alþjóðahúsinu. Konurnar eiga það sameiginlegt að vera bæði mæður og búsetar á Íslandi en feður barna þeirra eru flestir íslenskir. 16.2.2006 19:38
Hljóta fyrstir vottun fyrir aðgengi fatlaðra að netbönkum Sparisjóðirnir eru fyrstir banka til að hljóta vottun fyrir aðgengi fatlaðra á netbankum sínum, en verkefnið er búið að vera í þróunn í rúmt ár. Heimabanki Sparisjóðanna er sá fyrsti sem er byggður sérstaklega upp með þarfir lesblindra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra, blindra og alvarlega sjónskertra í huga. 16.2.2006 18:07
Verulegar líkur á lækkunum á hlutabréfum Lektor í viðskiptafræði segir verulegar líkur á lækkunum á íslenskum hlutabréfum og mikil áhætta sé fólgin í kaupum á þeim. Ekki sé innistæða fyrir hækkunum undanfarið en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um rúm 24% frá áramótum. 16.2.2006 18:02
25 árekstrar í Reykjavík í dag Tuttugu og fimm árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Allir hafa þeir verið minniháttar og engin alvarleg slys orðið á fólki. 16.2.2006 17:53
Aðstandendur harma myndbirtingar DV Aðstandendur Jóns Þórs Ólafssonar, sem var myrtur í El Salvador sl. helgi, segjast harma „ósmekklegar og tilgangslausar myndbirtingar" DV í morgun þar sem fjallað var um atburðinn. 16.2.2006 17:21
Sýknaður af því að hafa birt áfengisauglýsingu Framkvæmdastjóri HOB-vína var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa látið birta bjórauglýsingu í DV og fylgiblaði með Fréttablaðinu í desember árið 2004. 16.2.2006 17:09
Staðfest að banvæni stofn fuglaflensunnar greindist í Þýskalandi Staðfest var í dag að það var hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar sem fannst í dauðum svönum í norðausturhluta Þýskalands í fyrradag. Heilbrigðisstofnun þar í landi sem rannsakað hefur sýni úr fuglunum tilkynnti þetta nú síðdegis. 16.2.2006 16:49