Innlent

Ekki tvöfaldað alla leið

MYND/Teitur

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hét bótum á veginum um Hellisheiði á opnum fundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hélt á Selfossi í kvöld. Hann sagði þó að akgreinar verði ekki tvöfaldaðar. Fundarmenn vildu almennt að ráðherrann beitti sér fyrir meiri vegabótum, en Samtökin hafa beitt sér fyrir tvöföldun akgreina á öllum veginum milli Reykjavíkur og Selfoss.

Ráðherrann sagði að á endurskoðaðri samgönguáætlun væri gert ráð fyrir að halda áfram með breikkun vegar í takt við það sem gert hefur verið í Svínahrauni. Þar er svo kallað tveir einn kerfi þar sem akgreinar eru samtals þrjár. Halda ætti áfram með þá breikkun alla leið á Selfoss. Hann sagði að hann vonaðist eftir því í framtíðinni að hægt yrði að tvöfalda þessa leið en það væri ekki á áætlun nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×