Innlent

Óveður á Flateyri

Flateyri.
Flateyri. Mynd/Heiða Helgadóttir
Vonskuveður geisar nú á Flateyri og fór vindhraði í 43,9 m/s í mestu hviðunum. Vöruskemma við Túngötu er talin ónýt og fleiri hús hafa skemmst í óveðrinu. Gafl losnaði frá vöruskemmunni og fauk brak úr honum og skemmdi önnur hús og bíla. Þá er töluvert um þakskemmdir og brotna glugga auk þess sem rafmagnslaust varð víða á Flateyri þegar brak fauk á rafmagnskassa. Björgunarsveitir voru fengnar frá Suðureyri og Ísafirði til aðstoða sveitir á Flateyri. Þær vinna nú við að binda hluti niður og ganga frá braki en vindinn hefur lægt að sögn lögreglunnar á Ísafirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×