Innlent

Orkuveitan byggir veitur í Innri Akraneshrepp

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Orkuveita Reykjavíkur, Innri Akraneshreppur og fyrirtækið Stafna á milli á Akranesi hafa gert samning um að Orkuveitan byggi upp og reki fráveitu, gagnaveitu, hitaveitu og vatnsveitu í landi Kross í Innri Akraneshreppi.

Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að um sé að ræða land við Leyni, milli Innnesvegar og strandar í Innri Akraneshreppi og gert sé ráð fyrir allt að 124 íbúðum á 24 lóðum í fyrri áfanga framkvæmda. Í síðari áfanga verksins sé gert ráð fyrir 170 til 180 íbúðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×