Innlent

Holtasóley að þjóðarblómi

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um að holtasóley verði gerð að þjóðarblómi Íslendinga.Ráðherrann sagði blómið fallegt og og það væri ánægjulegt að fá að leggja slíkt mál fyrir Alþingi.

Landbúnaðarráðherra sagði þjóðarblómið eiga marga aðdáendur og rifjaði í því sambandi upp þegar Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði Þjóðvakann. Síðan lyfti hann upp haus af gömlu Þjóðavakablaði og sýndi hvernig holtasóley var notuð sem sameiningartákn þess flokks. Hann kvað Þjóðvaka hafa verið á undan sinni samtíð og Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi formann flokksins, smekkmanneskju.

Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, sagði að sér þætti vænt um þá ræktarsemi sem landbúnaðarráðherra sýndi arfleifð Þjóðvaka en spurði ráðherra hvort ekki væri rangt að velja holtasóley sem þjóðarblóm vegna sögu þess og gildi í hugum manna sem tákn stjórnmálaafls.

Guðni Ágústsson svaraði því til að enginn ætti blómin. Hann sagði rós Samfylkingarinnar flott tákn fyrir stjórnmálaflokk sem og ax Framsóknarflokksins og fálka Sjálfstæðismanna en hikstaðu á orðunum þegar kom að öðrum flokksmerkjum en hann mundi ekki hver þau voru.

Guðni þakkaði fyrrum formanni Þjóðvaka fyrir framsýni og góðan smekk. Síðan beindi orðum sínum að formanninum sem sat í stól forseta Alþingis og sagði: "Hennar tími er kominn"

Og þá hló þingheimur.

--






Fleiri fréttir

Sjá meira


×