Innlent

Síbrotamaður dæmdur

Tæplega þrítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefnalögum og brot á skilorði með því að hafa í vörslu sinni 33 kannabisplöntur og 38 grömm af kannabislaufum í september 2005.

Ákærði játaði brot sín fyrir dóminum og var gert að greiða málsvarnarþóknun að upphæð 65.000 krónur. Maðurinn á að baki langan sakaferil sem nær aftur til ársins 1996. Það ár var hann þrívegis dæmdur fyrir brot á umferðarlagabrotum sem lauk með því að hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá hefur hann ítrekað verið dæmdur fyrir skjalafals, brot á lögum um ávana- og fíkniefni, þjófnað, eignaspjöll og umferðarlagabrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×