Fleiri fréttir

Ritstjóri menningarblaðs JP sendur í frí

Ritstjóri menningarblaðs Jyllands Posten, Flemming Rose sem birti teikningar af múhameð spámanni í fyrra hefur verið sendur í frí um óákveðinn tíma. Carsten Juste, ritsjóri dagblaðsins þurfti tvívegis að afsaka ummæli Flemmings í gær en Flemming sagði að menningarblaðið myndi birta teikningar þar sem gert væri grín af helförinni um leið og íröksk dagblöð myndu birta teikningarnar. Þá hafði hann einnig í hyggju að birta teikningar gegn kristinni trú og Ísrael.

Blístar með tærnar í munninum

Hún blístrar með tærnar í munninum, já það er allt til í henni Ameríku, en Betty Bell hefur þann magnaða eiginleika að geta blístrað með tærnar upp ú munni sér.

Segist hafa fundið dauða mús í Campbell dós

Áttatíu og níu ára gamallri konu í Ameríku brá heldur betur þegar hún ætlaði að gæða sér á súpu frá Campbell, en þegar hún opnaði dósina fann hún dauða mús að eigin sögn.

Vilja byggja upp hestaakademíu að Kjóavöllum

Nokkurs konar hestaakademía með hesthúsabyggð fyrir 4500-5000 hesta mun rísa á Kjóavöllum í Kópavogi ef hugmyndir bæjaryfirvalda verða að veruleika. Hugmyndirnar voru kynntar á fjölmennum fundi í félagsheimili Gusts fyrr í kvöld.

Nýr þurrklifursaðstaða hjá HSSR

Ísklifrarar þurfa ekki að leggja axirnar á hilluna þó að aðstæður til að iðka íþróttina hafi ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Í húsi Hjálparsveitar skáta er nú búið að setja upp aðstöðu til þurrklifurs eða dry-tooling eins og það hefur verið kallað á ensku.

183 hafa smitast af HIV

Yngsti Íslendingurinn sem hefur greinst með alnæmi var innan við fimm ára gamall og smitaðist í móðurkviði. Alls hafa 183 Íslendingar smitast af HIV-veirunni frá árinu 1983.

Hátt gengi krónunnar að gera út af við ferðaþjónustuna

Hátt gengi krónunnar vegna stóriðjuframkvæmda mun ganga af mörgum smáum og meðalstórum ferðaþjónustufyrirtækjum dauðum þegar næsta sumar. Ein aðalástæðan eru stóriðjuframkvæmdir segir Hjörleifur Finnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Ágreiningur um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi

Ágreiningur er á milli sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra um það hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra segir málið ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Börnin verða gáfaðri

Nýjar rannsóknir benda til að börn mæðra sem taki lýsi eða borði fisk á meðgöngu verði gáfaðri og aðlagist betur félagslega en önnur börn. Þetta er enn ein rannsóknin sem sýnir hversu mikilvægar omega-3 fitusýrurnar eru sem lýsi er afar auðugt af fyrir andlega og líkamlegan þroska. Lýsisgjöf hefur meira að segja dregið úr ofbeldi í fangelsum.

Slysum í landflutningum fjölgar ört

Slysum í landflutningum hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Málþing um landflutninga og umferðaröryggi fór fram á Grand Hótel í dag.

Ósanngjarnar forsendur

Baráttumenn fyrir jarðgöngum til Vestmannaeyja taka fréttum um að kostnaðurinn geti numið allt að 100 milljörðum króna með fyrirvara. Þeim þykir óeðlilegt að miða við ströngustu kröfur um jarðgöng í Evrópusambandinu, þar sem reiknað er með miklu meiri umferð en hér á landi.

Fiskbúðir ganga kaupum og sölum

Fiskbúðir í Reykjavík hafa gengið kaupum og sölum að undanförnu. Sami eigandi er að sex búðum en hefur enn ekki tekið við þeim öllum

Skaðbrenndir drengir vara við hættulegum leik

Bjarki Jóhannsson og Andrés Valur Jóhannsson sem brenndust alvarlega þegar þeir fiktuðu með eldfimt efni í Grafarvogi í nóvember, vilja vara aðra krakka við að leika sér með eld og eldfim efni. Andrés Valur þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í mánuð, en Bjarki hefur legið á sjúkrahúsi frá slysinu.

SÍF verður Alfesca

SÍF hf. hefur breytt nafni sínu í Alfesca og samhliða því tekið upp nýtt fyrirtækismerki. Í tilkynningu frá félaginu segir að nýtt nafn og merki sé tilkomið vegna umfangsmikilla breytinga á starfsemi félagsins.

Sex mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrir ölvunarakstur. Maðurinn var jafnframt sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn hefur ítrekað gerst sekur um ölvunarakstur frá árinu 1997 og önnur umferðarlagabrot.

Lóðaúthlutun hjá Sörla frestað

Lóðaúthlutun á svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði hefur verið frestað vegna nýrrar tillögu stjórnar félagsins að þéttingu hesthúsabyggðar við Sörlaskeið og Kaplaskeið. Þetta kemur fram á heimasíðu Sörla.

Spassky og Friðrik tefla um helgina

Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands.

Eitt barn smitaðist af alnæmi

Yngsti Íslendingurinn sem hefur greinst með alnæmi var innan við fimm ára gamall og smitaðist frá móður. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttar þingmanns um alnæmissmit.

Matfiskur lítt mengaður

Sá fiskur sem veiddur er hér við land og ætlaður er til manneldis inniheldur mjög lítið magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum, skordýraeitri og plöntueitri. Þetta kemur fram í niðurstöðum vöktunar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins sem kynntar voru í dag.

Engin lausn að leggja niður stofnanir

Það er engin lausn að leggja leggja niður stofnanir því verkefni þeirra standa þá eftir. Þetta segir formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Viðskiptaráð sagðist í gær frekar vilja leggja niður stofnanir en sameina þær. Dæmi eru um að útgjöld stofnana hafi hækkað um hundruð milljóna eftir sameiningu.

Egypskum diplómata rænt á Gaza

Grímuklæddir byssumenn rændu í dag egypskum diplómata á Gaza. Þeir skutu á dekk bifreiðar mannsins og drógu hann síðan á brott með sér. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en talsmaður hryðjuverkasamtakanna Hamas hefur fordæmt mannránið og segir það gætu skaðað samskipti Palestínumanna og Egypta.

Lögum um þagnarskyldu verði breytt ef þurfa þykir

Lagaákvæðum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta verður breytt ef þau eru ekki nógu skýr varðandi það hvort stéttunum beri að tilkynna lögreglu um lögbrot sjúklinga sinna, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Hann telur sjálfur ákvæðin nógu skýr og að læknum beri að tilkynna um lögbrot sjúklinga sinna.

Tryggingamiðstöðin með methagnað

Í ársuppgjöri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) kemur fram að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta árið 2005 nam 7.198 m.kr. Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins.

Ímynd flestra af Írönum ekki rétt

Norska blaðakonan Line Fransson, segir þá ímynd sem flestir hafi af Írönum, síður en svo rétta. Hún segir þó það hafa án efa bjargað sér að þykjast vera Íslendingur við sendiráð Dana í Teheran á dögunum.

Átök á úkraínska þinginu

Slagsmál brutust út í úkraínska þinginu í morgun rétt áður en, forseti landsins, Viktor Jútsénkó átti að ávarpa þingheim. Átökin urðu þegar þingmenn kommúnista ætluðu að hengja upp borða þar sem Jútsénkó var gagnrýndur fyrir að svíkja kosningaloforð.

Solla stirða tilnefnd til Emmy verðlauna

Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu í þáttunum um Latabæ, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlaunanna í ár fyrir frammistöðu sína í þáttunum.

Skólamáltíðir ókeypis í Garðinum

Bæjarráð í Garðinum á Reykjanesi hefur ákveðið að lækka gjöld fyrir skólamáltíðir í áföngum þannig að þær verði alveg ókeypis frá og með fyrsta september árið 2008.

Bankarnir lánuðu stjórnendum 5.5 milljarða 2004

Stjórnarmenn og æðstu stjórnendur þriggja íslensku viðskiptabankanna fengu samtals 5.5 milljarða að láni frá bönkunum árið 2004 og 2.7 milljarða árið þar á undan. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Þar er vísað til ársreikningar bankanna.

Síminn kaupir í Kögun

Síminn hefur keypt tæplega 27% hlut í Kögun og nemur hlutur Símans samtals 52 milljónum hluta að nafnverði. Samningur um kaupin var undirritaður í morgun.

Stórfellt rekstrartap blasir við fjölda ferðaþjónustufyrirtækja

Sex ferðaskrifstofur og hagsmunahópar um ferðamennsku á hálendinu gera þá kröfu til stjórnvalda að ferðaþjónusta og útivist í ósnortinni náttúru verði viðurkennd sem arðbær og mikilvæg atvinnugrein til jafns við aðrar atvinnugreinar. Nú blasi við stórfellt rekstrartap fjölda ferðaþjónustufyrirtækja vegna virkjanaframkvæmda, sem halda uppi allt of háu gengi krónunnar, en það kemur illa niðri á ferðaþjónustunni.

Samfylkingin rauf ekki friðinn í fjölmiðlamálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála því að fimm þingmenn flokksins hafi rofið friðinn í fjölmiðlamálum á þingi í gær með frumvarpi þar sem ýmsar skyldur eru lagðar á dreifiveitur ljósvakaefnis. Hún segir tvo þingmenn Sjálfstæðisflokks frekar hafa rofið friðinn með frumvarpi um að einkavæða Ríkisútvarpið að hluta.

Avion Group kaupir Star Airlines

Avion Group hefur keypt Star Airlines, annað stærsta leiguflugfélag Frakklands. Flugfloti félagsins samanstendur af 6 þotum og starfsmenn eru tæplega 500 talsins.

Slökkviliðs-og sjúkraflutningarmenn mótmæla

Hópur slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu saman í morgun fyrir utan Karphúsið til að mótmæla þeim töfum sem hafa orðið á samningaviðræðum. Viðræðurnar hófust loksins í morgun.

Segja Samfylkinguna hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps

Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn tóku höndum saman, á Alþingi, í gær, og sökuðu Samfylkinguna um að hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps Alþingis. Þingmönnum var heitt í hamsi.

Avion Group kaupir annað stærsta leiguflugfélag Frakklands

Avion Group hefur keypt franska leiguflugfélagið Star Airlines, sem er annað stærsta leiguflugfélag Frakklands. Flugfélagið á 6 þotur og starfsmenn þess eru 460. Félagið flytur 900 þúsund farþega á ári til tuttugu áfangastaða. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag.

Hagnaður af rekstri SAS

Hagnaður var af rekstri norræna flugfélagsins SAS fyrir skatta á síðasta fjórðungi ársins 2005 nam 4.7 milljörðum íslenskra króna sem er tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð.

Smíða stærsta og dýrasta farþegaskip heims

Hafinn er undirbúningur á smíði stærsta og dýrasta farþegaskips heims. Það er Royal Caribbean sem ræðst í þessa miklu fjárfestingu en áætlaður kostnaður við smíði skipsins er um sjötíu milljarðar íslenskra kóna.

6 féllu í sjálfsvígssprengjuárás

Að minnsta kosti sex manns féllu þegar sjálfsvígssprengjumaður lét til skarar skríða gegn sjía-múslímum sem gengu fylktu liði frá trúarathöfn í mosku í norðvesturhluta Pakistans í morgun.

Þinghúsið í Washington rýmt vegna meints taugagass

Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum rýmdi í gærkvöld þinghúsið þar í borg þegar öryggiskerfi byggingarinnar fór í gang. Þar til gerðir nemar sendu frá sér boð um að einhvers konar taugagas væri að leka inn í hluta þinghússins.

Sjá næstu 50 fréttir