Innlent

Ekki seinna að vænna að jafna stöðuna

Friðrik Ólafsson við taflborðið.
Friðrik Ólafsson við taflborðið. MYND/E.Ól.

Það gæti verið gaman að jafna aðeinsstöðuna gagnvart Borís Spasskí segir Friðrik Ólafsson um skákir þeirra á morgun. Hann segir málþingið um feril sinn þó aðalatriðið og vonar að vinur sinn Spasskí verði ekki of harður í dómum um sig.

Það bíða eflaust margir spenntir eftir skákeinvígi Friðriks Ólafssonar, fyrsta íslenska stórmeistarans, og Bórísar Spasskís, fyrrum heimsmeistara. Einvígið verður einn af hápunktunum á málþingi um arfleifð Friðriks í skáklistinni. Spasskí verður meðal þeirra sem fjalla um feril Friðriks á málþinginu.

"Ég vona að hann verði ekkert harður í dómum," segir Friðrik um Spasskí. "En við erum góðir vinir og ég veit að hann fer um þetta nærfærnum höndum."

Þó Friðrik hafi verið meðal bestu skákmeistara heims á sínum tíma hefur honum ávallt gengið erfiðlega gegn Spasskí. En á ekki að nota skákirnar á morgun til að leggja gamla heimsmeistarann að velli?

"Það er náttúrulega ekki seinna að vænna að jafna aðeins sakirnar. En þetta er meira til gamans gert og ekki aðalatriðið í þessari uppákomu á morgun. Það er að fara aðeins yfir minn feril og taflmennsku."

Vinnustofa Friðriks ber þess merki að skákin á enn sterk ítök í honum. Skákbækur, viðurkenningar og minjagripir eru fyrirferðarmikil að ógleymdu taflborðinu sem þar er auðvitað að finna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×