Innlent

Slökkviliðs-og sjúkraflutningarmenn mótmæla

Hópur slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu saman í morgun fyrir utan Karphúsið til að mótmæla þeim töfum sem hafa orðið á samningaviðræðum. Viðræðurnar hófust loksins í morgun.

Kjarasamningar hafa verið lausir frá áramótum og mikill kurr er í mönnum. Um 1300 félasmenn eru í Landsambandi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, og þar af eru atvinnumenn um 300. Félagsmenn eru óánægðir með stöðu mála og vilja endurnýjun kjarasamninga og bætt kjör. Byrjunarlaunin hjá 20 ára gömlum slökkviliðsmanni með fjögurra ára iðnnám að baki er 104.833 krónur á mánuði.

Ari Hauksson slökkviliðsmaður segir að eftir nær fimm ára samningstíma hafi kjarasamningar losnað um áramótin. Hann segir að menn séu óánægðir með hversu lengi samningar hafa dregist en það var ekki fyrr en í morgun sem samningaviðræður hófust loksins. Ari er þó bjartsýnn og segir að menn bindi vonir við að samningar náist sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×