Innlent

Avion Group kaupir Star Airlines

Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion.
Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion. MYND/Stefán Karlsson

Avion Group hefur keypt Star Airlines, annað stærsta leiguflugfélag Frakklands. Flugfloti félagsins samanstendur af 6 þotum og starfsmenn eru tæplega 500 talsins.

Gengi hlutabréfa í Avion Group hækkaði um 4-5% efir að forsvarsmenn félagsins skýrðu frá kaupunum í morgun. Star Airlines er með nýlegasta flugflotann meðal franskra leiguflugfélaga en meðalaldur flugvéla þess er um 5 ár.

Félagið flutti í fyrra rúmlega 900 þúsund farþega til yfir 20 áfangastaða og námu heildartekjur þess um 13 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Kaupverð er trúnaðarmál.

Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta, segir kaupin lið í þeim áformum að styrka stöðu Avion Group á leiguflugsmarkaði í Evrópu.

Eftir kaupin á Star Airlines er Avion Group komin með 65 flugvélar í rekstur og er gert ráð fyrir að þær flytji samtals sjö milljónir farþega í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×