Innlent

Saka Vestmannaeyjabæ um að hafa brotið jafnræðisreglu

Bændasamtökin í Vestmannaeyjum, sem halda sauðfé á Heimaey, hafa leitað ásjár félagsmálaráðherra vegna meintra brota bæjaryfirvalda á jafnræðisreglu, og valdníðslu gegn þeim.

Tildrög málsins eru þau að bæjaryfirvöld ætla að krefja bændurna um 500 þúsund krónur í leigu fyrir afnot af landi undir sauðfénaðinn, en sauðfjárbúskapur í Vestmannaeyjum er einskonar frístundabúskapur, sem menn byggja ekki afkomu sína á.

Bændurnir benda á að bæjaryfirvöld krefjist ekki greiðslu fyrir landnýtingu golfleikara, knattpryrnumanna, óg skáta, og heldur ekki leigu undir flugvöllinn og þjóðhátíðarhald iþróttafélaganna. Allir nýti þeir þó lendur á Heimaey, eða hafa yfirráð eða nýtingarrétt á viðkomandi lendum. Þar steyti á jafnræðisreglunni.

Auk þess ætli bæjaryfirvöld að taka ákveðin afnotalönd sauðfjárbænda til annara nota án þess að nokkrar bætur komi fyrir uppgræðslu þeirar á þeim svæðum eða mannvirkjagerð, en það er hrein valdníðsla af hálfu bæjaryfirvalda, segja sauðfjárbændurnir. Félagsmálaráðuneytið hefur þegar fengið erindi bændanna og sent það bæjaryfirvöldum til umsagnar, en úrskurður liggur ekki fyrir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×