Innlent

Stórfellt rekstrartap blasir við fjölda ferðaþjónustufyrirtækja

Sex ferðaskrifstofur og hagsmunahópar um ferðamennsku á hálendinu gera þá kröfu til stjórnvalda að ferðaþjónusta og útivist í ósnortinni náttúru verði viðurkennd sem arðbær og mikilvæg atvinnugrein til jafns við aðrar atvinnugreinar.

Nú blasi við stórfellt rekstrartap fjölda ferðaþjónustufyrirtækja vegna virkjanaframkvæmda, sem halda uppi allt of háu gengi krónunnar, en það kemur illa niðri á ferðaþjónustunni. Auk þess sé mikil ásókn orkufyrirtækja í ósnortna náttúru, sem til lengri tíma litið verði arðbærari en virkjanaframkvæmdir, segir í sameiginlegri ályktun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×