Fleiri fréttir

Haldlögðu rúmlega 300 kíló af heróíni

Starfmenn frönsku tollgæslunnar lögðu á dögunum hald á yfir þrjú hundruð kíló af heróíni en talið er að götuverðmæti efnisins nemi um níu hundruð milljónum króna. Um er að ræða stærstu sendingu sem lögreglan hefur lagt hald á frá árinu 1972 samkvæmt yfirvöldum þar í landi.

Rice segir stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hvetja til ofbeldis

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hvetja til ofbeldis vegna myndanna af Múhameð spámanni. Þetta sagði utanríkisráðherrann á blaðamannafundi með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, í Washington.

Stakk af án þess að borga

Ungur maður hugðist leggja land undir fót frá Ísafirði í gær og lagði upp með nesti og nýja skó, og fullan geymi af bensíni. Hann læddist hinsvegar af stað án þess að greiða neitt fyrir varninginn og var lögreglunni tilkynnt um málið.

Lofa þeim gulli sem myrða danska hermenn

Uppreisnarmenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa lofað fimm kílóum af gulli hverjum þeim sem myrðir danskan hermann í landinu. Þá er þeim sem myrðir einn af teiknurunum sem gerðu skopteikningarnar af Múhameð spámanni, og birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten, lofað eitt hundrað kílóum af gulli.

Þrír sóttu um stöðu forstöðumanns á Kvíabryggju

Þrjár umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns fangelsins á Kvíabryggju. Á fréttavefnum Skessuhorni segir að dómsmálaráðherra skipi í embættið frá 1. apríl æstkomandi. Umsækjendur eru Geirmundur Vilhjálmsson fangavörður á Kvíabryggju, Sigþór Jóhannes Guðmundsson fangavörður í Hegningarhúsinu í Reykjavík og Þórður Björnsson skipstjórnarmaður. Umsóknarfrestur rann út 3. febrúar síðastliðinn.

KEA tígullinn tekinn úr notkun

KEA tígullinn, sem hefur verið merki Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri um margra áratuga skeið, heyrir sögunni til frá og með deginum í dag. Tígullinn hefur skreytt fána og fyrirtæki KEA í gegnum tíðina og verið eitt af einkennum Akureyrar þar sem tígullinn hefur trónað á stafni höfustöðva KEA í hjarta bæjarins, líkt og merki Eimskips gerði á höfuðstöðvum félagins í hjarta Reykjavíkur.

Vill endurskoða hömlur á fjárfestingum

Forsætisráðherra segir að endurskoða verði takmarkanir við fjárfestingum útlendinga hér á landi, meðal annars í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta ekki nýja hugmynd hjá forsætisráðherra en að margt sé brýnna til að bæta stöðu sjávarútvegsins.

Útgjöld hafa aukist vegna sameiningar

Útgjöld ríkisins hafa aukist um 1,8 milljarða króna vegna sameiningar stofnanna. Hagræðing vegna sameingar hefur því verið enginn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands.

Tókust á í kappræðum í kvöld

Skipulagsmálin voru áberandi þegar frambjóðendurnir þrír, sem sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum, tókust á í kappræðum í kvöld.

TF-Líf sótti slasaðan sjómann

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann í frystitogarann Frera þar sem hann var að veiðum 60 sjómílur norðvestur af Bjargtöngum. Maðurinn beinbrotnaði illa þegar gilskrókur lenti á honum.

Fá ekki fæðingarstyrk

Smávægileg orðalagsbreyting á lögum varð til þess að makar íslenskra námsmanna erlendis eiga ekki lengur rétt á fæðingarstyrk. Þetta hefur komið illa við námsmenn. Málið var rætt á Alþingi í dag, og þingmenn samfylkingarinnar spurðu félagsmálaráðherra hvort hann hyggðist breyta þessu.

Endurskoða þarf þagnarskylduna

Læknar segja að ræða þurfi hvort afnema eigi þagnarskyldu í alvarlegum sakamálum og þegar almannahagsmunir eru í hættu. Landlæknir er þar fremstur í flokki.

Geir H. Haarde tjáir sig ekki um ummæli forsætisráðherra

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í dag ekkert segja um ummæli forsætisráðherra. Geir kvaðst ekki sjá ástæðu til að tjá sig í hvert sinn sem formaður samstarfsflokksins tjáði sig um Evrópusambandið. Skoðanamunur flokkanna væri þekktur.

Halldór spáir ESB aðild fyrir 2015

Halldór Ásgrímsson telur að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Hann gagnrýnir atvinnurekendur fyrir að hafa ekki rætt þessi mál nóg, en bendir á að launaþegahreyfingin hafi gengið mun lengra. Hann segist ekki hafa rætt þetta við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, en telur að af pólitískum ástæðum sé ekki efni til að ræða málið á kjörtímabilinu.

Fíkniefni á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði handtók rúmlega tvítugan karlmann um fjögurleytið í dag. Maðurinn var grunaður um að hafa svikið út vörur og ætlað að komast hjá greiðslu. Við leit í bíl mannsins fannst smáræði af kannabisefnum sem lagt var hald á.

Mótmælt á skrifstofum Impregilo

Ensk náttúruverndarsamtök, Oxford Autonomous Action, gengu í dag inn á skrifstofur Impregilo í Oxford og mótmæltu virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka. Mótmælin fóru friðsamlega fram, mótmælendur dreifðu bæklingum og töluðu við starfsfólk Impregilo.

Dræm þátttaka í kosningum í Nepal

Að minnsta kosti sex manns hafa látist í átökum tengdum héraðs- og bæjarstjórnarkosningum í Nepal sem fram fóru í dag. Kosningaþátttaka hefur verið dræm og því virðist sem almenningur hafi farið að ráðum stjórnarandstöðunnar og sniðgengið kosningarnar eða tekið hótanir skæruliða maóista um árásir á kjörstaði alvarlega.

Leitað eftir aðstoð vegna þurrka í Kenía

Stjórnvöld í Kenía hafa farið fram á 245 milljónir dollara, jafnvirði tæplega fimmtán milljarða króna, í neyðaraðstoð vegna þurrka í landinu fimmta árið í röð.

ASÍ mótmælir hækkun raforkuverðs

„Miðstjórn ASÍ mótmælir hækkun á raforkuverði til neytenda í kjölfar breytinga á raforkulögum og krefst þess að endurskoðun laganna hefjist nú þegar með það að markmiði að tryggja hagsmuni almennings.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag.

Löngu tímabær yfirlýsing

Það var tími til kominn segir formaður Samfylkingar um yfirlýsingu forsætisráðherra um að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Utanríkisráðherra vill ekkert tjá sig um yfirlýsingu forsætisráðherra.

Úrskurði um aðskilnað í Baugsmáli snúið í Hæstarétti

Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms frá 31.janúar síðastliðnum um að aðskilja mál endurskoðenda Baugs frá máli stjórnenda fyrirtækisins. Hæstiréttur hafnaði þessum úrskurði og segir að málið verði að taka fyrir í heild sinni.

Innbrotsþjófur ók burt á lögreglubíl

Lögreglan í bænum Eschwege í Þýskalandi lenti í heldur neyðarlegu máli á dögunum eftir að hún handtók mann fyrir innbrot. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt en hann virtist lítið hafa lært því hann ók burt á lögreglubíl.

Þagnarskylda er læknum dýrmæt

Landlæknir segir þagnaskyldu lækna mjög dýrmæta og ríkar ástæður þurfi til að frá henni sér vikið. Hann telur að skilin þurfi þó að vera skýr í sakamálum, því innflutning fíkniefna séu almannahagsmuni og þá eigi frekar að fórna minni hagsmunum en meiri.

Banvænn stofn fuglaflensu greinist í Nígeríu

Banvæns stofns fuglaflensunnar hefur nú í fyrsta sinn orðið vart í Afríku. Í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum um dýrasjúkdóma segir að hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar hafi greinst í fiðurfénaði á stóru búi í norðurhluta Nígeríu.

Kalkþörungaverksmiðja byggð á Bíldudal

Bygging kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal getur nú haldið áfram eftir þriggja mánaða hlé. Vefútgáfa Bæjarins bestu á Ísafirði greinir frá þessu.

Woolworths í hendur Íslendinga?

Bresku blöðin The Guardian og The Times gera því í skóna að Baugur Group hugleiði nú að kaupa bresku verslanakeðjuna Woolworths. The Guardian nefnir enn fremur að til þess að þessi kaup nái fram að ganga þyrfti Baugur Group að selja 14% hlut sinn í tískuvörukeðjunni French Connection.

Geir neitar að tjá sig

Geir H. Haarde utanríkisráðherra neitar að tjá sig um þá yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann telji að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 2015.

Umhverfisráðherra stýrir fundi í Dubai

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra stjórnaði í dag ásamt umhverfisráðherra Jórdaníu fundi um orku- og umhverfismál á ársfundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Dubai.

Auglýsing Stefáns Jóns aftur í spilun

Auglýsingadeild 365 hugðist stöðva birtingu á útvarpsauglýsingu frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, á þeirri forsendu að þar var verið að auglýsa dagskrárlið á annarri útvarpsstöð. Sættir náðust hins vegar í málinu í gærkvöld.

Samtök líffræðikennara mótmæla styttingu framhaldsskólanáms

Samlíf – samtök líffræðikennara eru ósátt við skerðingu á raungreinanámi í drögum að nýrri námsskrá til stúdentsprófs. Samtökin benda á að síðastliðin 10 ár hefur vægi raungreina í námi félags- og málabrauta framhaldsskólans verið skert um 50 % sem er í algjörri andstöðu við yfirlýsta stefnu yfirvalda um að efla raungreinar á Íslandi.

Heimildir LN til launahækkana nýttar í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 7. febrúar, að nýta að fullu þær heimildir til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar sem tillögur launanefndar frá 28. janúar sl. gera ráð fyrir.

Ísland í ESB fyrir 2015

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015".

Vilja ekki einhliða styttingu framhaldssskóla

Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri mótmælir þeim hugmyndum sem uppi eru um einhliða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú til að ná fram styttingu á heildar skólagöngu fyrir stúdentspróf. Þrátt fyrir að ekki sé talað um slíka styttingu í samkomulagi KÍ og menntamálaráðuneytis frá 2. febrúar síðastliðnum virðist báðir aðilar sammála um að hrinda henni í framkvæmd og skuli undirbúningur þessarar styttingar hefjast árið 2007 til að hún geti gengið í gildi árið 2010.

Þóttist vera Íslendingur

Trúlega varð það norsku blaðakonunni Line Fransson til lífs að hún þóttis vera Íslendingur meðal æstra mótmælenda í Íran í fyrrakvöld. Line greinir frá þessu í pistli sínum á vefsíðu norska blaðsins Dagbladet. Fransson er nú stödd í Teherean og fylgist með mótmælum múslima þar vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum.

Loðnuvertíðin með ólíkindum

Loðnuvertíðin nú í vetur er öll með miklum ólíkindum og segja Austfirðingar að hún sé að fljóta framhjá þeim án þess að svo mikið sem skilja eftir peningalykt, í víðasta skilningi þess orðs.

Viðræðum lauk án árangurs

Viðræðum Japana og Norður-Kóreumanna, um að reyna að koma á nýju stjórnmálasambandi, lauk í morgun án árangurs. Japönsk stjórnvöld sögðust í gær ekki ætla að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu ef ekki finnist lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fáist um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum þrjátíu árum.

Sala á flugmiðum gengu vel

Sala á flugmiðum til Lundúna með British Airways, sem hefur áætlunarflug til og frá Íslandi í lok mars, gengur afar vel að sögn Betty Livingstone, talsmanns á skrifstofu félagsins í Bretlandi. Eftir að salan hófst í síðustu viku bar nokkuð á vandamálum við að greiða með krítarkortum á netinu. Betty segir að vandinn hafi verið hjá Visa en búið sé að leysa málið.

Skopmyndasamkeppni um Helförina

Íranskt dagblað ætlar að efna til skopmyndasamkeppni um Helförina. Forsvarsmenn blaðsins segja að með því ætli þeir að láta reyna á hversu mikilvægt Vesturlandabúar telji tjáningarfrelsið vera.

Ísraelar og Palestínumenn aðskildir fyrir fullt og allt

Forsætisráðherra Ísraels ætlar að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrir fullt og allt eftir kosningar sem fram fara í landinu í mars. Hann segir að það sé eina leiðin til að koma á friði milli þjóðanna tveggja.

2 litlir jarðskjálftar í jaðri Heimaeyjar

Tveir litlir jarðskjálftar urðu á mánudag í jarðir Heimaeyjar og rétt norðan við eynna. Upptök þeirra voru nánast undir syðri gangaopum hugsanlegra jarðganga á milli lands og Eyja.

Sjá næstu 50 fréttir