Innlent

TF-Líf sótti slasaðan sjómann

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann í frystitogarann Frera þar sem hann var að veiðum 60 sjómílur norðvestur af Bjargtöngum. Maðurinn beinbrotnaði illa þegar gilskrókur lenti á honum.

Beiðni um aðstoð þyrlunnar barst Landhelgisgæslunni laust fyrir tvö og þyrlan var komin í loftið hálfri klukkustund síðar. Læknir og sigmaður sigu niður í skipið og gerðu að sárum mannsins áður en hann var hífður um borð. Þyrlan hélt af stað til Reykjavíkur um klukkan fjögur og lenti þar klukkustund síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×