Fleiri fréttir

12 létust og 20 slösuðust í gassprengingu í herskála í Téténíu

12 hermenn létust og yfir 20 manns slösuðust þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Téténíu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins.

Mannfall í mótmælum í Afganistan

Að minnsta kosti 2 Afganar létu lífið og 16 særðust í mótmælaaðgerðum í Zabul-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Um það bil 600 múslimar höfðu komið þar saman til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni.

Mannskæð sprengjuárás í Bagdad

Einn féll og tveir særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt bílalest menntamálaráðherra Íraks í miðborg Bagdad í morgun. Innanríkisráðuneyti landsins greinir frá þessu. Það var vegfarandi sem lét lífið í sprengjuárásinni og tveir lífverðir ráðherrans særðust.

Launamisrétti í sögulegu hámarki

Starfsgreinasambandið segir að forsendur kjarasamninga þess við ríkið og samtök atvinnulífsins séu brostnar ef lægstu laun á hinum almenna launamarkaði verða ekki hækkuð til samræmis við þær hækkanir sem launanefnd sveitarfélaganna leggur til.

Gera ekki kröfu um annað sætið

Konurnar sem komu næstar á eftir Önnu Kristinsdóttur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík gera ekki kröfu um annað sætið. Það lítur því út fyrir að tveir karlmenn leiði lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Stúdentakosningar í HÍ í dag og á morgun

Stúdentar við Háskóla Íslands velja í dag og á morgun nýja fulltrúa til þess að gæta hagsmuna sinna næsta árið. NFS leit við á kosningaskrifstofum tveggja fylkinga í gærkvöld þar sem frambjóðendur og sjálfboðaliðar unnu enn hörðum höndum.

Íranar ætla ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar

Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, sagði á blaðamannafundi í gær að Íran myndi ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá verður efitirlitsmönnum stofnunarinnar ekki lengur heimilt að fylgjast með því sem fram fer í kjarnorkuverum landsins.

Norðmenn varaðir við ferðum til sjö landa

Norska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til sjö landa í mið-austurlöndum vegna þeirrar óvildar sem þar ríkir í garð Norðmanna og Dana um þessar mundir. Alls eru um 2800 Norðmenn skráðir í löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa, þar af eru um 600 Norðmenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru einnig fleiri hundruð Norðmenn búsettir í Marokkó, Egyptalandi, Pakistan og Malasíu.

Landamærahugmynd Olmerts er sögð stangast á við alþjóðalög

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels sagði í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu í gær að Ísraelsmenn muni halda allri Jerúsalemborg, öllum Jórdanár-dalnum og öllum stærstu landtökubyggðunum. Það verði endanleg landamæri Ísraels.

Tveir létust og yfir þrjátíu slöðuðust í gassprengingu í Grosní

Tveir hermenn létust og yfir þrjátíu slösuðust þegar þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Tétsníu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins.

365-miðlar stöðva birtingu auglýsingar frá Stefáni Jóni

365-miðlar hafa stöðvað birtingu á útvarpsauglýsingu frá Stefáni Jóni Hafstein, frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingar, á útvarpsstöðvum í eigu fyrirtækisins. Í auglýsingunni kemur fram að fólk geti spurt Stefán Jón í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu um málefni í tengslum við framboð hans.

Miklir skógareldar geysa í Kaliforníu

Yfir tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem geysa nú í um þrjátíu og fimm kílómetra frá Los Angeles í Kaliforníu að undanförnu. Yfir níu hundruð slökkviliðsmenn berjast nú dag sem nótt við að slökkva eldana sem hefur þó gengið brösulega vegna mikilla þurrka.

Minnsti loðnukvóti í meira en áratug

Loðnuvertíðin nú í vetur er öll með miklum ólíkindum eftir að loks fékst 150 þúsund tonna kvóti, sem er reyndar sá minnsti í meira en áratug. Engar loðnubræðslur eru í gangi nema hvað ein og ein er gangsett daga og dag til að bræða úrgang frá loðnufrystingunni.

Múslimar hvattir til að sýna stillingu

Danska blaðið Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar í deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum. Samtökin tvö og ríkin fordæma ofbeldisfull mótmæli múslima og hvetja þá til að sýna stillingu.

Árangurslaus fundur Japana og N-Kóreumanna

Viðræðum milli Japana og Norður-Kóreumanna, sem fram hafa farið í Peking í Kína undanfarna fimm daga til að reyna að koma að nýju á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna, lauk í morgun, án nokkurs árangurs að því er virðist.

Ritstjórinn á að segja af sér

Ritstjóra Jótlandspóstsins ber að segja af sér vegna skopmynda sem blaðið birti af Múhameð spámanni fyrir nokkrum mánuðum. Þetta segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráaðherra Dana og fyrrum leiðtogi Venstre, í viðtali við danska útvarpið.

Ráðist að sendiráði Noregs í Tehran

Um eitt hundrað manns réðust að sendiráði Noregs í Tehran í Íran í gærkvöld. Rúður voru brotnar og slagorð voru hrópuð gegn Noregi. Íranskir lögreglumenn umkringdu húsið til að koma í veg fyrir að brotist yrði inn í það.

Framkvæmdarstjórn ESB fordæmir ákvörðun Íransstjórnar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur fordæmt ákvörðun Íransstjórnar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í Danmörku í mótmælaskyni við birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í septemberlok á síðasta ári.

Forsendur kjarasamninga brostnar

Starfsgreinasambandið segir að forsendur kjarasamninga þess við ríkið og Samtök atvinnulífsins séu brostnar ef lægstu laun á hinum almenna launamarkaði verða ekki hækkuð til samræmis við þær hækkanir sem launanefnd sveitarfélaganna leggur til.

Þorskurinn verðmætastur söluafurða hjá Þorbirni Fiskanesi

Þorbjörn Fiskanes hf. seldi fiskafurðir fyrir tæpa 3,8 milljarða króna á síðasta ári. Á fréttavef Víkurfrétta segir að frystiskip félagsins hafi framleitt fiskafurðir fyrir um 1,8 milljarð króna og í fiskvinnslum félagsins í landi voru framleiddar fiskafurðir fyrir tæpa 2 milljarða, en það er um 10% aukning frá árinu 2004. Mest var verðmæti þorskafurða af heildarsölunni eða rúmir tveir milljarðar króna.

Silvía Nótt keppir í úrslitum

Útvarpsráð styður ákvörðun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, um að lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, sem skemmtikrafturinn Silvía Nótt flytur, haldi áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Efling hestamennsku á landsbyggðinni

Efla á hestamennsku á landsbyggðinni með styrkjum til bæta aðstöðuna. Landbúnaðarráðherra vonast til að hægt verði að jafna aðstöðu hestamanna á landsbyggðinni til jafns við aðstöðu þeirra á höfuðborgarsvæðinu.

Tekist á um myndir af Múhameð

Þekktir blaðamenn tókust á um myndbirtingar af Múhammeð spámanni í fjölmiðlum á pressukvöldi Blaðamannafélagsins í kvöld en það er vettvangur félagsmanna til umræðna um málefni líðandi stundar.

Þýsk menningarmál endurskipulög hér á landi

Til stendur að hætta starfsemi í þýsku menningarstofnuninni Goethe Zentrum hér á landi. Ekki er þó ætlunin að slíta menningartengslin við Ísland heldur efla þau og gera skilvirkari að sögn nýs menningarfulltrúa Þjóðverja hér á landi.

Tekinn á 142 kílómetra hraða

Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo ökumenn eftir að þeir höfðu mælst á of miklum hraða í dag. Annar var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem hann ók á 112 kílómetra hraða en hinn síðari steig bensíngjöfina enn fastar því hann mældist á 142 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi.

Of lítið af Omega 3 hefur skaðleg áhrif

Börn sem fá of lítið af Omega þrír fitusýrum í móðurkviði, eru með lægri greindarvísitölu og er hættara við félagslegum vandamálum á grunnskólaaldri. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem tekið hefur fimmtán ár og náði til fjórtán þúsund barna.

Framtíð NATO í húfi

Aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í hættulegustu héröðum Afganistans á næstunni gætu ráðið úrslitum um framtíð bandalagsins sem hernaðarafls. Stefnt er að því að NATO sjái um öryggisgæslu í þrem fjórðu hlutum landsins fyrir árslok. Starfsemi Íslendinga í landinu verður áfram þar sem ástandið er best.

Stúlkur vantar í keppni þeirra fegurstu á Vestfjörðum

Óvíst er hvort hægt verði að halda Fegurðarsamkeppni Vestfjarða þar sem enn hefur ekki tekist að fá nógu margar stúlkur til þátttöku til að hægt sé að halda keppnina. Leit að stúlkum er því haldið áfram og óskað eftir tilnefningum.

Kaupverðið allt að 20 milljarðar

Bílanaust, ásamt nokkrum fjárfestum, hefur keypt Olíufélagið. Mögulegar bótagreiðslur vegna ólögmæts samráðs fylgja ekki með í kaupunum. Verðið er ekki gefið upp en er talið vera hátt í 20 milljarðar króna.

Ríkið krefur olíufélögin um bætur

Ríkisstjórnin ætlar að krefja stóru olíufélögin þrjú um bætur vegna þess skaða sem ríkissjóður beið af völdum ólögmæts samráðs þeirra. Samkeppnisráð taldi að ávinningur olíufélaganna af samráðinu hefði numið sex milljörðum króna.

Öngþveiti á kjörstöðum á Haití

Öngþveiti myndaðist á kjörstöðum á Haítí í dag þegar landsmenn kusu sér nýjan forseta og þing. Einn er sagður hafa dáið þegar hann tróðst undir og fjöldi fólks er slasaður.

Fundu urmul áður óþekktra dýrategunda

Paradísarfugl, trjákengúra og urmull áður óþekktra froskategunda er á meðal þess sem fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið í regnskógum eyjarinnar Papúa Nýju-Gíneu. Enginn virðist áður hafa farið um þessar slóðir því dýrin voru með öllu óhrædd þegar vísindamennirnir nálguðust þau.

Bankastjórar á háum launum

Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hafði um 12,4 milljónir í laun á mánuði, hluti launanna tengist kaupréttarsamningum, - og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, hafði um 6,9 milljónir. Ársreikningur bankans sýnir að laun og hlunnindi helstu stjórnenda bankans nemi um 840 milljónum króna.

Ófært um Ólafsfjarðarmúla

Ófært er um Ólafsfjarðarmúla vegna óveðurs, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða um land er hálka, snjóþekja eða hálkublettir.

Allt að fjögurra ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl

Enn hefur enginn verið handtekinn til viðbótar við ungt par, sem gripið var með fjögur kíló af amfetamíni við komuna frá París á föstudag. Eins og þessi mynd ber með sér er um mikið magn að ræða og er málið eitt það stærsta sem upp hefur komið í Leifsstöð til þessa.

Tryggingafélög virðast brjóta lög

Tryggingafélögin virðast brjóta lög með því að neita fólki um sjúkratryggingar gegn ákveðnum sjúkdómum á grundvelli upplýsinga um arfgenga sjúkdóma foreldra og systkina. Persónuvernd segir að friðhelgi einkalífsins sé ekki virt og Fjármálaeftirlitið skoðar framkvæmd þessara mála.

Íslenskur friðargæsluliði í stórhættu

Íslenskur friðargæsluliði í Afganistan var í stórhættu þegar ævareiðir múslímar réðust á búðir sem hann var staddur í og brenndu bifreið hans. Utanríkisráðuneytið varar Íslendinga við að ferðast til Mið-Austurlanda vegna ólgunnar sem þar er út af myndbirtingum af spámanninum Múhameð.

Viðræðum um varnarmál vonandi að ljúka

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, segist stefna að því að viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins, ljúki á næstu vikum. Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna voru teknar upp á nýjan leik í Washington um síðustu helgi.

Löggan og Vegagerðin deila

Lögreglan á Akureyri og starfsmenn Vegagerðinnar deila um það í tölvupóstum manna á milli hvort rétt hafi verið af lögreglunni að tilkynna um hálku á Öxnadalsheiðinni í gær.

Víða hálka og hálkublettir

Hálka og hálkublettir eru víða á landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Snjóþekja eða hálka er í uppsveitum Árnessýslu og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Vilja slíta samstarfinu um Strætó

Vinstri-grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfinu um rekstur Strætós b.s. og að hvert sveitarfélag um sig sjái um strætisvagnasamgöngur á sínum stað. Vinstri-grænir segja að hugmyndin að baki Strætó hafi verið að efla strætisvagnakerfið en að reynslan af samstarfinu hafi valdið miklum vonbrigðum.

Fleiri framfaraspor stigin

Framfaraspor verða áfram stigin í þjónustu og rekstri Reykjavíkurborgar næstu árin, sögðu borgarfulltrúar R-listans í bókun við umræður í borgarstjórn um áætlun borgarinnar næstu þrjú árin.

Sjá næstu 50 fréttir