Innlent

Kalkþörungaverksmiðja byggð á Bíldudal

MYND/Hilmar Guðmundsson

Bygging kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal getur nú haldið áfram eftir þriggja mánaða hlé. Vefútgáfa Bæjarins bestu á Ísafirði greinir frá þessu.

Sigurður R. Helgason forstjóri Björgunar ehf. sem á stóran hlut í Icelandic Sea Minerals sem byggir verksmiðjuna, segir endanlegt fjármagn ekki í höfn en nægjanlegt fjármagn til þess að halda áfram byggingunni. Áætlað er að verksmiðjan taki til starfa síðla sumars en hún mun vinna steinefni og önnur náttúruefni úr sjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×