Ísland í ESB fyrir 2015 8. febrúar 2006 14:11 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015". Halldór sagðist alltaf hafa undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegar hafi, einhverra hluta vegna, staðið fyrir meiri umræðu. Augljóst sé að umræðu verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það eigi ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt vitað sé hvað verði þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kalli á skjóta niðurstöðu og vel gangi sé oft þægilegra að fresta málinu. Halldór sagði ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Íslendingar muni búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sé mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapi. Þar sé hins vegar ekkert að finna um það hvort ESS samningurinn sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Íslendingar verði að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar séu vandamál og spurningar uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Halldór telur að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni verði framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta um aðild hafa þar veruleg áhrif. Það séu hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir því að Íslendingar ákveði að ganga í sambandið nú. Til þess sé umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur sé að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015". Halldór sagðist alltaf hafa undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegar hafi, einhverra hluta vegna, staðið fyrir meiri umræðu. Augljóst sé að umræðu verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það eigi ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt vitað sé hvað verði þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kalli á skjóta niðurstöðu og vel gangi sé oft þægilegra að fresta málinu. Halldór sagði ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Íslendingar muni búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sé mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapi. Þar sé hins vegar ekkert að finna um það hvort ESS samningurinn sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Íslendingar verði að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar séu vandamál og spurningar uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Halldór telur að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni verði framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta um aðild hafa þar veruleg áhrif. Það séu hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir því að Íslendingar ákveði að ganga í sambandið nú. Til þess sé umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur sé að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira