Ísland í ESB fyrir 2015 8. febrúar 2006 14:11 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015". Halldór sagðist alltaf hafa undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegar hafi, einhverra hluta vegna, staðið fyrir meiri umræðu. Augljóst sé að umræðu verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það eigi ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt vitað sé hvað verði þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kalli á skjóta niðurstöðu og vel gangi sé oft þægilegra að fresta málinu. Halldór sagði ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Íslendingar muni búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sé mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapi. Þar sé hins vegar ekkert að finna um það hvort ESS samningurinn sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Íslendingar verði að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar séu vandamál og spurningar uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Halldór telur að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni verði framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta um aðild hafa þar veruleg áhrif. Það séu hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir því að Íslendingar ákveði að ganga í sambandið nú. Til þess sé umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur sé að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, spáir því að Ísland verði gengið í Evrópusambandið fyrir árið 2015. Þetta kom fram í ræðu hans á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið er í dag. Þingið ber yfirskriftina "Ísland árið 2015". Halldór sagðist alltaf hafa undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegar hafi, einhverra hluta vegna, staðið fyrir meiri umræðu. Augljóst sé að umræðu verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það eigi ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt vitað sé hvað verði þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kalli á skjóta niðurstöðu og vel gangi sé oft þægilegra að fresta málinu. Halldór sagði ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Íslendingar muni búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sé mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapi. Þar sé hins vegar ekkert að finna um það hvort ESS samningurinn sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Íslendingar verði að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar séu vandamál og spurningar uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Halldór telur að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni verði framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta um aðild hafa þar veruleg áhrif. Það séu hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir því að Íslendingar ákveði að ganga í sambandið nú. Til þess sé umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur sé að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira