Innlent

Erlendar skuldir ríkisins nú lægri en innlendar

Ríkið hefur nú náð að greiða af erlendum lánum svo að upphæð þeirra er lægri en innlendar skuldir. Erlendar skuldir nema nú aðeins um 43% af heildarskuldum ríkisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Lánasýslu ríkisins.

Sterk staða krónunnar hjálpar til við að ná þessu marki, um sjö milljarða lækkun má rekja beint til styrkingar krónunnar en 48 milljarðar voru greiddir niður af lánum. Á árinu er gert ráð fyrir að greidd verði niður erlend lán að andvirði um 19 milljarða króna sem ekki verði endurfjármögnuð. Staða innlendra lána verður hins vegar óbreytt. Hlutfall erlendra lána ætti því að vera enn lægra að ári liðnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×