Innlent

Stakk af án þess að borga

Ungur maður hugðist leggja land undir fót frá Ísafirði í gær og lagði upp með nesti og nýja skó, og fullan geymi af bensíni. Hann læddist hinsvegaraf stað án þess að greiða neitt fyrir varninginn og var lögreglunni tilkynnt um málið. Hún hóf þegar eftirför og náði manninum í Álftafirði, skammt frá Súðavík, enda sóttist honum ferðin seint á sumardekkjum. Við leit í bílnum fannst auk þess lítilræði af Hassi. Hann var fluttur til Ísafjarðar til yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×