Innlent

Samtök líffræðikennara mótmæla styttingu framhaldsskólanáms

Samlíf – samtök líffræðikennara eru ósátt við skerðingu á raungreinanámi í drögum að nýrri námsskrá til stúdentsprófs. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að síðastliðin 10 ár  hefur vægi  raungreina í námi félags- og málabrauta framhaldsskólans verið skert um 50 % sem er í algjörri andstöðu við yfirlýsta stefnu yfirvalda um að efla raungreinar á Íslandi.

Mikill meirihluti kennaranema við KHÍ kemur af mála- og félagsfræðibrautum framhaldsskólanna og segja Samtökin raungreinagrunn þeirra nema að mestu leyti úr grunnskólum. Með þessu áframhaldi útskrifist grunnskólakennarar með ónógan grunn í raungreinum. Þetta er sérstaklega óheppilegt í ljósi  sívaxandi þarfar á raungreina- og tæknireynslu í þjóðfélaginu. Ef Íslendingar eiga að vera færir um að starfa við „hátækniþjónustu“, tölvur og líftækni, þá þarf að efla raungreinamenntun í framhaldsskólum frekar en að skera hana niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×