Innlent

Þrír sóttu um stöðu forstöðumanns á Kvíabryggju

Þrjár umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns fangelsins á Kvíabryggju. Á fréttavefnum Skessuhorni segir að dómsmálaráðherra skipi í embættið frá 1. apríl æstkomandi. Umsækjendur eru Geirmundur Vilhjálmsson fangavörður á Kvíabryggju, Sigþór Jóhannes Guðmundsson fangavörður í Hegningarhúsinu í Reykjavík og Þórður Björnsson skipstjórnarmaður. Umsóknarfrestur rann út 3. febrúar síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×