Innlent

Endurskoða þarf þagnarskylduna

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Læknar segja að ræða þurfi hvort afnema eigi þagnarskyldu í alvarlegum sakamálum og þegar almannahagsmunir eru í hættu. Landlæknir er þar fremstur í flokki. Hann er þeirrar skoðunar að breyta þurfi læknalögum um þagnarskyldu ef burðardýr fíkniefna leitar til læknis vegna iðrastíflu. Hann segir málið með réttu viðkvæmt, það sé ekki og eigi ekki að vera auðvelt að afnema þagnarskylduna. Hins vegar sé búið að afnema þagnarskylduna í ákveðnum málum eins og kynferðislegum afbrotamálum gegn börnum. Nú þurfi að taka afstöðu til þess hvort afbrot eins og innflutningur fíkniefna og hótanir um alvarlegt ofbeldi eða morð teljist af þessu stigi.

Læknar sem NFS ræddi við í dag eru flestir sammála um viðkvæmni málsins og það snúist um fleira en fíkniefni sem flutt hafa verið innvortis. Fólk með kæfisvefn og flogaveiki keyri sumt gegn ráðleggingum læknis sem telur það hættulegt í umferðinni og þá sé spurning um hvort afnema eigi þagnarskyldu í þeim málum líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×