Innlent

ASÍ mótmælir hækkun raforkuverðs

MYND/Valgarður Gíslason

„Miðstjórn ASÍ mótmælir hækkun á raforkuverði til neytenda í kjölfar breytinga á raforkulögum og krefst þess að endurskoðun laganna hefjist nú þegar með það að markmiði að tryggja hagsmuni almennings." Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag.

Á heimasíðu samtakanna er jafnframt minnt á að ASÍ og BSRB hafi varað við hækkun raforkuverðs til heimilanna í kjölfar breytinga á raforkulögum en stjórnvöld hafi haldið hinu gagnstæða fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×