Fleiri fréttir

Ferðir eingöngu fyrir barnlaus pör

Danska ferðaskirfstofan Star tours býður nú fyrst allra danskra ferðaskrifstofa ferðir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir barnlaust fólk. Fyrirkomulagið kallast Bláu pörin eða blue couples og er einungis fyrir barnlaus pör eða vini. Hótelin liggja alltaf nálægt ströndinni, sundlaug er á öllum hótelum og allir fá drykk við komu þangað. Eitt er þó öðruvísi, engir barnaklúbbar eru á umræddum hótelum svo lítið fer fyrir börnunum.

Þrjár bílveltur í gær og í nótt

Sex manns sluppu ótrúlega vel úr þremur veltum í gærkvöldi og nótt, en tveir bílanna eru gjör ónýtir. Fyrst valt bíll úr af veginum í Súgandafirði í gærkvöldi og fór nokkrar veltur inn á túnið við bæinn Botn. Þrjú ungmenni sem voru í bílnum tognuðu eitthvað og mörðust og dvöldu á sjúkrahúsinu á Ísafirði í nótt til rannsóknar. Björgunarmenn þurftu að beita klippum til að ná tveimur út úr flakinu.

Reyndu að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins

Karl og kona á þrítugsaldri voru handtekin í Leifsstöð við komuna frá París á föstudag, eftir að um það bil fjögur kíló af mjög hreinu amfetamíni fundust í farangri þeirra. Að sögn Morgunblaðsins nemur smásöluverð efnisins á bilinu 40 til 60 milljónum króna og var fólkið úrskurðað í allt að tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag.

Sjálfsmorð í umferðinni hugsanlega algengari en áður var talið

Sjálfsmorð og sjálfsmorðstilraunir í umferðinni er ekki óþekkt fyrirbæri. Í Danmörku hefur hingað til verið talið að um 1-2% af öllum dauðsföllum í umferðinni séu sjálfsmorð en rannsóknir frá Svíþjóð, Finnlandi og Írlandi gefa til kynna að um 3-7% dauðsfalla í umferðinni séu sjálfsmorð.

Dönum ráðlagt frá því að ferðast til Miðausturlanda

Danska utanríkisráðuneytið hefur ráðlagt fólki að ferðast ekki til fjölmargra landa í miðausturlöndum nema nauðsyn beri til, frá og með deginum í dag. Um 3.000 manns sem voru á leið til Egyptalands, Túnis og Marakkó í dag, komast því ekki í vetrarfrí en framkvæmdarstjóri Star tour ferðaskrifstofunnar í Danmörku segir að reynt verði að bjóða viðskiptavinum ferðir til annarra landa í staðin, meðal annars til Kanaríeyja.

300 milljón króna skíðalyfta í Bláfjöllum stendur auð

Rigningar samfara löngu hlýindaskeiði hafa valdið því að öll skíðasvæði eru lokuð. Nýuppsett 300 milljóna króna skíðalyfta stendur auð í Bláfjöllum í hlýindunum þessa dagana. Tvær vikur eru síðan síðast var opið í Bláfjöllum en aðeins hefur verið opið þar í ellefu daga það sem af er vetri og enn hefur hvorki verið opnað í Skálafelli né á Hengilssvæðinu.

Vilja áframhaldandi viðræður

Talsmaður Írana í utanríkismálum segir ekki hundrað í hættunni, þótt máli þeirra hafi verð vísað til Öryggisráðsins. Bandaríkjamenn hafa ekki útilokað árásir á landið en Íranar ákváðu í gær að meina eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar aðgang að kjarnorkuverum sínum. Þeir segjast þó reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna um málið.

Danahatur breiðist út

Danahatur breiðist út í múslímalöndum eins og eldur í sinu. Æstur múgur réðst inn í dönsku ræðismannsskrifstofuna í Líbanon í dag og kveikti í henni. Öfgasinnaðir trúarleiðtogar hvetja liðsmenn sína til morða og hryðjuverka í Danmörku.

Marga dreymir um að eiga sumarhús á Spáni

Hundruð manna leituðu skjóls úr rigningunni í Reykjavík í dag og fóru inn í Perluna til að leita sér upplýsinga um sumarhús á Spáni. Það eru líklega margir orðnir þreyttir á umhleypingunum undanfarið og dreymir nú um sól og sumaryl.

R-listaflokkarnir tapa fylgi til Sjálfstæðisflokksins

R-listaflokkarnir myndu tapa talsverðu fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í blaðinu í morgun.

Meðlimir Al Qaida sluppu úr fangelsi í Yemen

Alþjóða lögreglan Interpol lýsir eftir tuttugu og þremur mjög hættulegum föngum sem struku úr fangelsi í Yemen á föstudag. Þrettán þeirra eru meðlimir hryðjuverkamsamtakanna Al Qaida og áttu þátt í sprengjuárásum á frönsk og bandarísk herskip árið 2000 og 2002. Fangarnir grófu yfir 140 metra löng göng út úr fangelsinu og er óttast að hópurinn ætli að fremja hryðjuverkaárásir. Nöfn, myndir og fingraför hafa verið afhent Interpol og er nú mannanna leitað um allan heim.

Kom, sá og sigraði

Silvía Nótt nótt kom, sá og sigraði í undankeppni Eurovision gærkvöldi með laginu Til hamingju Ísland en annar lagahöfundur í keppninni, Kristján Hreinsson lagði í gær fram stjórnsýslukæru til að fá lagið dæmt úr keppni.

Mikilvægt að fólk hamstri ekki lyf gegn fulgaflensu

Þrátt fyrir að lyfið Tamiflu sé lyfseðilskylt, hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki orðið sér út um það í stórum stíl. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að fólk hamstri ekki lyfið. Nóg verði að vera til því aðeins sé tímaspursmál hvenær veiran breiðist út.

Fjögur ný tilfelli af H5N1 í Indónesíu.

Fjögur ný tilfelli fuglaflensu eru komin upp í Indónesíu. Staðfest hefur verið að um er að ræða H5N1 afbrigði veirunnar sem er skæðasta gerð fuglaflensunnar. Tveir sjúklinganna eru nú þegar látnir vegna veikinnar. Alls hafa því tuttugu og þrír fengið fuglaflensu í Indónesíu en þar af eru sextán látnir.

Létust er öryggishlið féll á tónleikum

Þrír létust og yfir fjörutíu aðdáenda mexíkanskrar popphljómsveitar slösuðust þegar öryggishlið féll á þá í Sao Paolo í Brasilíu í gær. Nokkur þúsund aðdáendur voru staddir fyrir utan verslunarmiðstöð þar í borg til að hitta félaga í hljómsveitinni RBD þegar slysið varð.

Þrír liðsmenn Al-Aqsa féllu í gærkvöld

Þrír liðsmenn Al-Aqsa herdeildanna, hernaðararms Fatah-samtaka Palestínumanna, féllu í árásum ísraelsmanna þegar herþyrlur gerðu flugskeytaárás á Gasaborg seint í gærkvöld.

Fíkniefni í Keflavík

Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo menn við reglubundið eftirlit rétt fyrir sex í morgun, sem reyndust vera með ætluð fíkniefni, hass og amfetamín. Magn efnanna var ekki mikið og var það ætlað til eigin neyslu að sögn mannanna. Mennirnir eru báðir vel kunnugir lögreglunni. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þrír menn voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í Kópavogi, einn á Akureyri, einn í Hafnarfirði og einn á Akranesi, þar sem einn ökumaður reyndist líka réttindalaus.

Mikið álag á forsetafrúnni

Mikið álag hefur verið á forsetafrúnni undanfarið og er það líklega skýringin á aðsvifinu sem hún fékk við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Dorrit gat ekki tekið þátt í opinberum störfum forsetans á Akureyri í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir þó að líðan hennar sé með ágætum en hún hefur verið í rannsóknum í gær og í dag.

Stjórnsýslukæra vegna flutnings Sílvíu Nætur

Kristján Hreinsson einn lagahöfunda í undankeppni Evróvisjónkeppninnar hefur ákveðið að leggja inn stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Ríkisútvarpsins um að leyfa lagi sem lak út á Netið að halda áfram í keppninni. Þúsundir manna hafa hlustað á lagið á Netinu en lagið er flutt af Silvíu Nótt.

Ólga meðal kennara

Kennarasambandið segist ekki hafa gengist inn á hugmyndir menntamálaráðherra um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Málið sé einfaldlega ekki á umræðugrundvelli. Mikil ólga er meðal menntaskólakennara vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar.

Dagur Kári og Baltasar Kormákur verðlaunaðir

Mynd Dags Kára Kristjánssonar Voksne mennesker var valin besta myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í dag. Mynd Baltasars Kormáks Little Trip to Heaven var valin besta mynd hátíðarinnar að mati alþjólegra samtaka kvikmyndagagnrýnanda. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg á sér áralanga sögu og fjöldi fólks sækir hátíðina.

Óvæntur glaðningur til starfsmanna Landsbankans

Á aðalfundi í dag samþykktu hluthafar Landsbankans að veita öllum starfsmönnum bankans í fullu starfi þrjú hundruð þúsunda króna kaupauka. Heildarupphæð kaupaukans er hálfur milljarður sem nemur um einu og hálfu prósenti af þrjátíu og níu milljarða hagnaði Landsbankans á síðasta ári. Þetta ætti að gefa 1725 Landsbankastarfsmönnum ástæðu til að hlakka til að fá útborgað fyrsta mars.

Hrefnukjöt kláraðist í janúar

Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið.

Stefán Jón líklegastur til að leiða lista Samfylkingarinnar

Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is og birtist á heimasíðu þess er Stefán Jón Hafstein líklegastur til að leiða lista samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þó er ekki marktækur munur á fylgi hans og Dags B. Eggertssonar. Steinunn Valdís borgarstjóri er í þriðja sæti á eftir Stefáni og Degi.

Sjálfstæðismenn fá hreinan meirihluta í könnun

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri núna. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í blaðinu í dag.

Kjörsókn hefur farið rólega af stað

Kjörsókn hefur farið rólega af stað í prófkjöri Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Á Seltjarnarnesi er gerð atlaga að oddvitanum.

300 hefur verið bjargað

Um þrjú hundruð farþegum ferjunnar sem sökk í Rauðahafið í fyrrinótt hefur verið bjargað en enn er óttast um afdrif um ellefu hundruð manna. Alls voru um fjórtán hundruð manns um borð en litlar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi.

Ólga meðal kennara vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar

Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í fyrradag. Samkvæmt því verður höfð samvinna um endurskoðun á námi í tenslum við styttingu námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu.

Mörg hundruð manns tróðust undir

Að minnsta kosti áttatíu og átta manns létu lífið og yfir þrjú hundruð slösuðust þegar þeir tróðust undir í biðröð við leikvang í Manila, höfuðborg Filipseyja í morgun. Yfir tuttug þúsund manns biðu eftir að komast inn á leikvanginn en þar átti að taka upp vinsælan sjónvarpsþátt.

Ekið á ungan mann

Ekið var á ungan mann við Glaumbar í Tryggvagötu í nótt. Að sögn lögreglu virðist sem að maðurinn hafi hlaupið fyrir bílinn og var hann fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg og hefur hann verið útskrifaður. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt og á slysadeild.

Eldur í húsi Urðar, Verðandi, Skuldar

Eldur kviknaði í húsnæði líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar við Snorrabraut 60 um hálffjögur í nótt. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu í sérstöku spennuherbergi sem er á jarðhæð hússins. Vel gekk að slökkva eldinn og reykræsta húsið en ekki er vitað um skemmdir.

Forsetafrúnni líður ágætlega

Dorrit Moussaieff forsetafrú mun gangast undirlæknisrannsókn í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá fékk Dorrit aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á miðvikudag.

Komið í veg fyrir pólitískt stórslys

Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar frestun menntamálaráðherra á styttingu námstíma til stúdentsprófs og segir að komið hafi verið í veg fyrir pólitískt stórslys. Félag kennara í Menntaskólanum í Reykjavík lítur svo á að forysta kennarafélaganna hafi ekki haft umboð til að undirrita samkomulag við menntamálaráherra.

Bygging hátæknisjúkrahúss vitleysa

Fyrrverandi yfirlæknir á Landspítalanum segir byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut gamla og vitlausa stefnu sem kosti of mikið. Hann segir nær að nýta betur þann góða spítala sem Landspítalinn í Fossvogi er.

Dorrit komin heim á Bessastaði

Dorrit Mussajef, forsetafrú, gekkst undir rannsóknir á sjúkrahúsi í morgun en hún fékk aðsvif á Bessastöðum í gær, skömmu fyrir athöfn vegna íslensku bókmenntaverðlaunanna. Forsetafrúin var undir læknishendi mestan fyrrihluta dagsins en hvílir sig nú á Bessastöðum.

Aukið magn eiturefna

Þreföldun hefur orðið á eiturefnum á Austurlandi. Þar vega Kárahnjúkaframkvæmdir þyngst. Eiturefni eru flutt á milli landshluta í stórum stíl en líkur á umhverfisslysi eru þó taldar minniháttar.

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni áður en hún hvarf af ratsjá og sökk í Rauðahafið í nótt. Talið er að um þrettán hundruð manns hafi verið um borð en aðeins hefur tekist að bjarga um eitt hundrað þeirra. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Múslimar á Íslandi eru áhyggjufullir yfir stöðu mála

Múslímar hér á landi hafa miklar áhyggjur af því hvernig mál hafa þróast og óttast að almenn reiði gegn múslímum muni snúast gegn sér. Þórir Guðmundsson var viðstaddur bænastund í mosku múslíma í Reykjavík í dag.

Sjá næstu 50 fréttir