Innlent

Óvæntur glaðningur til starfsmanna Landsbankans

Á aðalfundi í dag samþykktu hluthafar Landsbankans að veita öllum starfsmönnum bankans í fullu starfi þrjú hundruð þúsunda króna kaupauka. Heildarupphæð kaupaukans er hálfur milljarður sem nemur um einu og hálfu prósenti af þrjátíu og níu milljarða hagnaði Landsbankans á síðasta ári.

Þetta ætti að gefa 1725 Landsbankastarfsmönnum ástæðu til að hlakka til að fá útborgað fyrsta mars.

Einnig var samþykkt að veita bankaráði heimild til að fela formanni bankaráðs að sinna verkefnum utan funda ráðsins. Björgólfur Guðmundsson sem er formaður bankaráðs segir þetta ekki breyta neinu um hans störf, hann vinni þegar mikið fyrir bankann utan funda en nú geti hann fengið skýra heimild til að sinna verkefnum og eftirliti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×