Innlent

Dorrit komin heim á Bessastaði

Dorrit Mussajef, forsetafrú, gekkst undir rannsóknir á sjúkrahúsi í morgun en hún fékk aðsvif á Bessastöðum í gær, skömmu fyrir athöfn vegna íslensku bókmenntaverðlaunanna. Forsetafrúin var undir læknishendi mestan fyrrihluta dagsins en hvílir sig nú á Bessastöðum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands, mun Dorrit gangast undir frekari rannsóknir á morgun. Hún mun vera ágætlega hress en ekkert hefur komið í ljós sem skýrir hvers vegna hún fékk aðsvifið í gær. Hún tók ekki þátt í athöfninni á Bessastöðum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×