Innlent

Þórir Karl Jónasson dregur framboð sitt til baka

Þórir Karl Jónasson, þátttakandi í prófkjöri fyrir Samfylkinguna og óháða í Reykjavík hefur dregið framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum. Í yfirlýsingu frá Þóri Karli segir að hann hafi fyrr í vetur leyst út lyfseðil fyrir vin sinn í góðri trú, seðillinn hafi reynst falsaður, en Þórir Karl ekki haft vitneskju um það. Hann hafi játað sinn þátt fyrir dómi og axlað ábyrgð og sókar öðrum frambjóðendum í prófkjörinu alls hins besta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×