Innlent

Konur eru aðeins um 10% af stjórnarmönnum fyrirtækja

Mynd tekin á Kvennafrídaginn
Mynd tekin á Kvennafrídaginn MYND/Heiða Helgadóttir

Konur eru aðeins um tíu prósent af stjórnarmönnum fyrirtækja. Formaður Félags kvenna í endurskoðun segir engan skort á hæfum konum í störfin og að um vannýtan mannauð sé að ræða.

Félag kvenna í endurskoðun, Félag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennanefnd verkfræðingafélagsins hafa sent frá sér tilkynninguna til að vekja athygli á ójöfnum hlut kynjanna í stjórnum félaga og lífeyrissjóða á Íslandi - þetta gera félögin nú þegar aðalfundir standa fyrir dyrunum hjá mörgum fyrirtækjum. Fjöldi kvenna í stjórnum lífeyrissjóða árið 2004 var 18 af 114 stjórnarmönnum eða um 13,6%. Konur voru hins vegar tæp 21% af stjórnarmönnum lífeyrissjóða á síðast ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×