Innlent

Enginn morgunmatur ávísun á offitu

MYND/AP

Börn sem sleppa morgunmat eru mun líklegri til að verða of feit en þau sem nærast vel á morgnana. Þetta kemur fram í nýlegri ítalskri rannsókn sem framkvæmd var á stóru úrtaki barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Þar kom fram að einn þriðji þeirra barna sem ekki borðuðu morgunmat átti við offituvandamál að stríða og tíu prósent voru í feitara lagi.

Í rannsókninni kom einnig fram að mæðurnar virtust stjórna því alfarið hvort börnin borðuðu morgunmat eða ekki. Feður virtust almennt ekki skipta sér af því hvort börnin borðuðu eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×