Innlent

Ekið á ungan dreng í Grindavík

Ekið var á ungan dreng við Miðgarð í Grindavík um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Talið var að drengurinn væri fótbrotinn en annar fótur hans hafði orðið undir afturhjóli bifreiðar sem hafði ekið framhjá honum. Drengurinn, sem er sex ára,var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og þar kom í ljós að hann var ekki fótbrotinn. Hann hafði tognað á fætinum og fékk að fara heim að skoðunn lokinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×