Innlent

Hollendingar í Pakistan kvarta undan áfengisbanni

MYND/AP

Hollenskar hersveitir sem vinna að björugnarstörfum í Pakistan kvarta undan áfengisbanni og segja björgunarmönnum mismunað eftir þjóðernum. Á sama síma og þeim sé meinað að drekka sitji spænskar og breskar herdeildir að sumbli við varðeldana. Þeir segja Spánverja keyra um með heilu hlössin af bjór og að Bretar hæðist að því að þeir séu allsgáðir alla daga.

Hollenski varnarmálaráðherrran segir það viðtekna venju að banna allt áfengi hersveita í löndum múslima þar sem það samræmist trúarreglum þeirra. Hann benti einnig á að miðað við þann mikla skaða sem jarðskjálftinn hafi valdið sé bindindi hersveitanna smávægileg fórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×