Innlent

Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustunnar til sveitarfélaga bíður svara

MYND/GVA

Nefnd um flutning verkefna á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga skilaði skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra fyrir meira en ári en þó hafa enn engin viðbrögð borist frá Ráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali við Dag B. Eggertsson, í þættinum Skaftahlíð 24 á NFS í dag.

Nefndin telur að vel heppnaður flutningur ætti að geta orðið þjóðhagslega hagkvæmur og geta aukið lífsgæði eldri borgara og annarra; hann sé líklegur til að efla sveitarstjórnarstigið, efla staðbundið lýðræði og gera þjónustuna einstaklingsmiðaðri.Þá taldi nefndin að hreinni verkaskipting í þessum málaflokkum myndi nást og þar með draga úr skörunverkefna.

Einnig var rætt um fjárhagslegan og faglegan ávinning þess að auka heimahjúkrun og dagvist á kostnað vistunar og mikilvægi þess að fjárhagslegi ávinningurinn verði hjá sama stjórnvaldi. Loks taldi nefndin að svigrúm til þróunar þjónustu myndi aukast og að fjárhagsleg samlegð myndi nást fram m.a. vegna þess að auðveldara yrði að mæta kröfum og sjónarmiðum sem ríkja á svæðinu. Þannig mótaðist forgangsröðunin á svæðinu og birtist á lýðræðislegan hátt sem valkostur í sveitarstjórnarkosningum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×