Fleiri fréttir Rússar fagna jólum í dag Rússar halda upp á jólin í dag en rússnesk jólin voru hringd inn eftir miðmætti í nótt víða um heim, meðal annars á Íslandi. Samkvæmt rússneska tímatalinu eru ganga jólin í garð 6.janúar sem samsvarar aðfangadag í kristinni trú. 7.1.2006 11:54 Georgíumenn óttaslegnir Stjórnvöld í Georgíu hafa ákveðið að sprauta sótthreinsandi efni á alla bíla sem keyra yfir landamærin frá Tyrklandi af ótta við að fuglaflensa berist inn í landið. 7.1.2006 11:15 Enn einum fjölmiðlamanni rænt í Írak Uppreisnarmenn í Írak rændu vestrænni fjölmiðlakonu í Baghdad í morgun og myrtu túlk hennar. Konan var á leiðinni til fundar með stjórnmálaleiðtoga úr röðum súnníta þegar hópur byssumanna króaði bifreið hennar af. 7.1.2006 10:45 Starfsfólk leikskóla Kópavogs bíður svara til 20. janúar Allt útlit er fyrir að ófaglært starfsfólk á leikskólum í Kópavogi dragi uppsagnir sínar til baka, en það er þó háð því að sátt náist í launamálum. Nú þegar hafa fimmtíu og níu starfsmenn sagt upp á leikskólum bæjarins og þar af eru fimmtíu ófaglærðir. Jófríður Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, sagði í samtali í morgun að á næstu dögum væri búist við enn fleiri uppsögnum. Hún reiknaði með að eftir helgi yrði talan líklega komin upp í áttatíu. 7.1.2006 10:23 Stórtónleikar gegn stóriðju í kvöld Stórtónleikar gegn stóriðju verða haldnir í Laugardalshöll í kvöld. Tónleikanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en fjölmargir íslenskri og erlendir tónlistarmenn munu spila á tónleikunum, meðal annars Björk, Damon Albarn, Damien Rice, Mugison, Sigur Rós, múm, HAM og fleiri og fleri. 7.1.2006 10:21 Líðan Sharons óbreytt Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels er óbreytt eftir þriðju nóttina á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Hann fékk heilablóðfall af verstu gerð í fyrradag, en það verður líklega ekki fyrr en eftir nokkra daga sem í ljós kemur hve miklum heilaskemmdum hann hefur orðið fyrir. 7.1.2006 10:12 Tveir úrskurðaðir í gsæluvarðhald vegna dreifingar á fíkniefnum Lögreglan á Ísafirði handtók tvo einstaklinga við húsleit sem gerð var á Ísafirði í gær. Lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna, áhöld og fjármuni sem ætlað er að tengist sölu fíkniefna. Einstaklingarnir tveir eru grunaðir um dreifingu á fíkniefnum á norðanverðum Vestfjörðum. Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði þá í gæsluvarðhald til klukkan 16 næstkomandi þriðjudag. 7.1.2006 10:07 Verið að hreinsa vegi á Vestfjörðum Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en flestar leiðir á Suðurlandi eru greiðfærar. Á Snæfellsnesi er víða hálka eða snjóþekja og þæfingur er á Fróðárheiði og þar er verið að moka. Þá er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði. Eins og er er ófært yfir Kleifaheiði en verið er að moka. 7.1.2006 09:58 Róleg nótt hjá lögreglu víða um land Nóttin var róleg hjá lögreglu víða um land og má telja líklegt að vont veður hafi sett strik í reikninginn. Vestmannaeyingar létu þó vonskuveður ekki stoppa sig en um sex hundruð manns voru samankomnir á balli í eyjum í gærkvöldi. Slökkvilið Akureyrar var kallað út fjórum sinnum í gærkvöldi vegna sinuelda. 7.1.2006 09:52 73 milljóna króna bíll Dýrasti bíll í heimi kostar jafnvirði rúmlega sjötíu og þriggja milljóna íslenskra króna og er um leið sá hraðskreiðasti en hann kemst hraðast rétt rúma fjögur hundruð kílómetra á klukkustund. 6.1.2006 22:08 76 létu lífið þegar gistihús hrundi í Mekka í gær Nú liggur fyrir að minnst 76 létu lífið og rúmlega 60 særðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádí Arabíu í gær. Björgunaraðgerðum í rústum hússins var hætt í dag. 6.1.2006 21:33 Heilsugæslan Fjörður vígð í Hafnarfirði í dag Heilsugæslan Fjörður í Hafnarfirði var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Um nýja heilsugæslu er að ræða og mun hún þjóna íbúum Álftanes og Hafnarfjarðar. Á heilsugæslunni verður veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta, slysa og bráðaþjónusta. 6.1.2006 21:22 Viðvörun frá Veðurstofu íslands. Viðvörun frá Veðurstofu íslands. Búist er við stormi víða um land í kvöld og nótt. Sunnan hvassviðri eða stormur um mest allt land. Talsverð rigning er sunnan- og vestantil, en þurrt að mestu norðaustanlands. Veðrið snýst í hægari vestan átt með slyddu og síðar snjókomu um landið vestanvert um og upp úr miðnætti. 6.1.2006 20:58 Bjóða biskup fræðslu um málefni samkynhneigðra. Samtökin ´78 hafa boðið Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, og biskupsstofu sérstaka fræðslu um málefni samkynhneigðra og fullan aðgang að bókasafni samtakanna. Þetta kemur fram í bréfi sem samtökin sendu biskup í dag. 6.1.2006 19:33 Forseti Íslands var 66 daga í útlöndum. Forseti Íslands var sextíu og sex daga í útlöndum á síðasta ári í embættisferðum og heimsótti lönd í þremur heimsálfum í þessum ferðum. Ekki fást upplýsingar um aðrar ferðir forseta til útlanda enda eru þær jafnan farnar á eigin reikning og dagpeningar ekki greiddir fyrir þær. 6.1.2006 19:22 Bakgrunnur einkaþjálfara misjafn. Fjöldi fólks hefur einsett sér að komast í betra form á nýju ári og vinsælt er að kaupa þjónustu einkaþjálfara til að halda sér við efnið. er þó misjafn og meðal þeirra má finna allt frá alþjóðlegum kynbótadómurum hrossa til sjúkraþjálfara. 6.1.2006 19:16 Stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar voru innsigluð í dag Stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar voru innsigluð í dag þegar fasteignafélagið Stoðir keypti Atlas Ejendomme sem á þrjátíu og fjórar fasteignir í Danmörku, flestar miðsvæðis í Kaupmannahöfn. 6.1.2006 19:13 Forsætisráðherra ræðir við formenn stjórnmálaflokka um breytingar á eftirlaunalögunum Forsætisráðherra hefur rætt við formenn allra . Flokkarnir eru hinsvegar ósamstíga um hversu langt sé hægt að ganga. 6.1.2006 19:11 Öllum brennum frestað Búið er að fresta öllum þrettándabrennum og flugeldasýningum sem áttu að vera á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Eins hefur brennum verið frestað í Grindavík, á Blönduósi og Selfossi. 6.1.2006 19:08 Ótti við fuglaflensu í austur Tyrklandi Óttaslegnir foreldrar í Tyrklandi flykkjast nú með börn sín á sjúkrahús vegna ótta við að þau hafi sýkst af fuglaflensu. Þrjú börn úr sömu fjölskyldu í Austur-Tyrklandi hafa látist af völdum fuglaflensu og fjórir eru sagðir þungt haldnir. Þetta eru fyrstu dauðsföllin af völdum sjúkdómsins utan Asíu. 6.1.2006 19:07 Biskub Íslands vill ekki hjónaband samkynhneigðra Varaformaður allsherjarnefndar Alþingis segir að samþykkja eigi breytingu á hjúskaparlögum sem heimili giftingu samkynhneigðra, að því gefnu að slík athöfn verði kölluð annað en hjónaband. 6.1.2006 18:47 Blæðingar í heila Sharons stöðvaðar í þriggja tíma aðgerð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gekkst undir aðra aðgerð á heila um hádegisbil í dag. Aðgerðin stóð í þrjár klukkustundir og tókst að stöðva blæðingar inn á heila Sharons. 6.1.2006 18:01 Umræðufundur um fræðslumál Samtök Ferðaþjónustunnar boða til fundar um fræðslumál fimmtudaginn 19. janúar næstkomandi kl. 13:00 í Borgartúni 35. 6.1.2006 17:16 Sterling selt til Easy Jet? Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að til greina komið að selja breska lággjaldaflugfélaginu Easy Jet, danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group. Í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen segir Hannes að einnig komi til greina að auka mjög samstarf þessara tveggja flugfélaga. Sameinuð yrðu flugfélögin stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. 6.1.2006 16:44 NIB má fjármagna verkefni í Úkraínu Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hefur skrifað undir samstarfssamning við Úkraínu. Eftir að samningurinn hefur verið staðfestur mun NIB, sem alþjóðleg fjármálastofnun, geta fjármagnað verkefni í Úkraínu. 6.1.2006 16:28 Viðvörunarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fór í gang. Viðvörunarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssona fór af stað fyrir stundu. Vatnsrör sem tengt er sprinkler kerfi hússins fór í sundur á annarri hæð og er talið að óhappið tengist framkvæmdum í flugstöðinni. 6.1.2006 16:07 Sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag skaðabótakröfu og sýknaði mann sem kona hafði sakað um að hafa sært blygðunarkennd sína þegar hann tók um rass hennar, sleikti andlit hennar og káfaði á kynfærum hennar utan klæða. Í 6.1.2006 15:58 Þrettándagleði Þórs á Akureyri verður haldin kl. 19.00 í kvöld Hin árlega þrettándagleði Þórs á Akureyri verður haldin í kvöld í Knattspyrnuhúsinu og mun gleðin hefjast kl 19.00. Mun þetta vera fimmtugasta og fimmta skipti sem Þór á Akureyri heldur Þrettándagleði sína. 6.1.2006 15:39 Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Einnig er hálka, hálkublettir og snjóþekja á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og éljagangur. Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi er ófært og einnig á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði. 6.1.2006 15:28 Íþróttamaður Garðabæjar 2005 kjörinn á sunnudag. Kjör á íþróttamanni Garðabæjar 2005 fer fram í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ sunnudaginn 8. janúar kl 14. 6.1.2006 14:51 Sterling brýtur samkeppnislög Dönsk samkeppnisyfirvöld segja lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög með því að innheimta of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum. 6.1.2006 14:40 Þrettándabrennum frestað á Akranesi og í Borgarbyggð Þrettándabrennum hefur verið frestað á Akranesi og í Borgarbyggð vegna veðurs og slæmrar veðurspár. Þrettándabrenna verður haldin á Akranesi á morgun og hefst með blysför frá Arnardal klukkan 16. Brennan verður svo á þyrlupallinum við enda knattspyrnuvallarins að Jaðarsbökkum. 6.1.2006 14:35 Charles Kennedy hvattur til afsagnar vegna drykkjuvanda Einn helsti ráðgjafi Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, hefur hótað að segja af sér ef Kennedy hættir ekki sem leiðtogi flokksins. Kennedy viðurkenndi í gær að hann ætti við áfengisvanda að stríða en ætlaði ekki að víkja þrátt fyrir háværar þar um. 6.1.2006 14:30 Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu frestað Öllum þrettándabrennum sem halda átti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Halda átti átta brennur í á höfuðborgarsvæðinu en eftir fund ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu og Veðurstofunnar með slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og yfirlögregluþjónum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði var þetta sameiginleg niðurstaða. 6.1.2006 14:11 Nístandi kuldi í Kína Vetur konungur hefur heldur betur látið til sín taka í norðvesturhluta Kína að undanförnu. Mikil snjókoma og nístandi kuldi herjar á íbúa Xinjiang-héraðs og hefur frost mælst niður í fjörutíu og þrjár gráður. Þá er sums staðar sextíu sentímetra jafnfallinn snjór. 6.1.2006 14:00 Hálf milljón í sekt fyrir að halda ólöglegt vinnuafl Karlmaður á sextugsaldri var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga með því að hafa á tímabilinu frá því í september 2002 til september 2003 ráðið til sína sex Litháa í vinnu án þess að hafa aflað þeim atvinnuleyfa. Mennirnir, sex að tölu, voru allir Litháar og störfuðu hjá ákærða í byggingarvinnu. Ákærði var dæmdur til greiðslu hálfrar milljónar í sekt, og einnig gert að greiða málskostnað. 6.1.2006 13:45 Vatnstjón við Höfn nemur milljónum Ljóst er að tjónið sem varð þegar Jökulsá í Lóni flæddi yfir þjóðveginn austan við Höfn í fyrakvöld, nemur mörgum milljónum króna. Verulegt magn af efni skolaðist burt úr vegöxlum, svo minnstu munaði að vegurinn rofnaði. Er nú verið að byggja vegkantana aftur upp. 6.1.2006 13:18 Fundað með starfsfólki leikskóla og foreldrum í Kópavogi Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu í dag og á mánudag funda með starfsmönnum leikskóla og forvarsmönnum foreldrafélaga þeirra vegna þeirrar óánægju með leikskólamál bæjarins. Þá hóta leikskólakennarar á Akureyri uppsögnum ef kjör þeirra verði ekki leiðrétt. 6.1.2006 13:14 Fasteignafélagið Stoðir gera stórviðskipti í Kaupmannahöfn Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme á eignum sem staðsettar eru miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Kaupin eru með stærstu fasteignaviðskiptum í Danmörku á undanförnum árum. 6.1.2006 13:00 Líðan Sharons hefur versnað Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til mikilla muna í morgun. Þórir Guðmundsson, fréttamaður NFS, er nýlentur í Jerúsalem þar sem hann fylgist grannt með þróun mála. Hann segir allt í mikilli óvissu um líðan Sharons. 6.1.2006 12:56 Enn finnst engin loðna við landið Enn finnst engin loðna við landið og eru loðnuskipin fimm, sem tóku þátt í skipulagðri leit Hafrannsóknastofnunar, búin að leita árangurslaust á sínum svæðum og eru á landleið. 6.1.2006 12:27 Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% Góðir dagar hafa verið á hlutabréfamarkaði nú í upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% það sem af er ári. Af þeim 15 félögum sem mynda vísitöluna hafa þrettán hækkað, eitt staðið í stað og eitt lækkað. Mest hefur gengi bréfa í Actavis hækkað eða um 8,4%. Fast á hæla þess fylgja síðan Straumur-Burðarás, Bakkavör, Marel og Íslandsbanki. Hækkanirnar í upphafi vikunnar voru einkum í bönkunum en síðan hafa önnur félög einnig hækkað. 6.1.2006 12:08 Rúmlega fjórðungur fer í kirkjugarð 3-5 sinnum á ári Rúmlega tuttugu og sjö prósent þjóðarinnar fara í kirkjugarð þrisvar til fimm sinnum á ári. Og meira en helmingur landsmanna telur að eitthvað taki við eftir dauðann. 6.1.2006 11:44 SFR undirritar samning við Faxaflóahafnir Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. var undirritaður í gær, 5. janúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur nýgerðum kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg. 6.1.2006 11:00 Heilbrigðisráðherra gerir samning um 600 biðlistaaðgerðir Heilbrigðismálaráðherra hefur gert samning við fjórar heilbrigðisstofnanir um tæplega sex hundruð svokallaðar biðlistaaðgerðir á árinu. Samningurinn er gerður til að stytta biðtíma sjúklinga sem bíða eftir tilteknum læknisaðgerðum og stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali - sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnunin Akranesi. Flestar aðgerðirnar eru svokallaðar augnsteinaaðgerðir og fjölgar þeim á árinu um 500 frá því sem gera mátti ráð fyrir í reglulegri starfsemi viðkomandi stofnunar. 6.1.2006 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Rússar fagna jólum í dag Rússar halda upp á jólin í dag en rússnesk jólin voru hringd inn eftir miðmætti í nótt víða um heim, meðal annars á Íslandi. Samkvæmt rússneska tímatalinu eru ganga jólin í garð 6.janúar sem samsvarar aðfangadag í kristinni trú. 7.1.2006 11:54
Georgíumenn óttaslegnir Stjórnvöld í Georgíu hafa ákveðið að sprauta sótthreinsandi efni á alla bíla sem keyra yfir landamærin frá Tyrklandi af ótta við að fuglaflensa berist inn í landið. 7.1.2006 11:15
Enn einum fjölmiðlamanni rænt í Írak Uppreisnarmenn í Írak rændu vestrænni fjölmiðlakonu í Baghdad í morgun og myrtu túlk hennar. Konan var á leiðinni til fundar með stjórnmálaleiðtoga úr röðum súnníta þegar hópur byssumanna króaði bifreið hennar af. 7.1.2006 10:45
Starfsfólk leikskóla Kópavogs bíður svara til 20. janúar Allt útlit er fyrir að ófaglært starfsfólk á leikskólum í Kópavogi dragi uppsagnir sínar til baka, en það er þó háð því að sátt náist í launamálum. Nú þegar hafa fimmtíu og níu starfsmenn sagt upp á leikskólum bæjarins og þar af eru fimmtíu ófaglærðir. Jófríður Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, sagði í samtali í morgun að á næstu dögum væri búist við enn fleiri uppsögnum. Hún reiknaði með að eftir helgi yrði talan líklega komin upp í áttatíu. 7.1.2006 10:23
Stórtónleikar gegn stóriðju í kvöld Stórtónleikar gegn stóriðju verða haldnir í Laugardalshöll í kvöld. Tónleikanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en fjölmargir íslenskri og erlendir tónlistarmenn munu spila á tónleikunum, meðal annars Björk, Damon Albarn, Damien Rice, Mugison, Sigur Rós, múm, HAM og fleiri og fleri. 7.1.2006 10:21
Líðan Sharons óbreytt Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels er óbreytt eftir þriðju nóttina á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Hann fékk heilablóðfall af verstu gerð í fyrradag, en það verður líklega ekki fyrr en eftir nokkra daga sem í ljós kemur hve miklum heilaskemmdum hann hefur orðið fyrir. 7.1.2006 10:12
Tveir úrskurðaðir í gsæluvarðhald vegna dreifingar á fíkniefnum Lögreglan á Ísafirði handtók tvo einstaklinga við húsleit sem gerð var á Ísafirði í gær. Lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna, áhöld og fjármuni sem ætlað er að tengist sölu fíkniefna. Einstaklingarnir tveir eru grunaðir um dreifingu á fíkniefnum á norðanverðum Vestfjörðum. Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði þá í gæsluvarðhald til klukkan 16 næstkomandi þriðjudag. 7.1.2006 10:07
Verið að hreinsa vegi á Vestfjörðum Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en flestar leiðir á Suðurlandi eru greiðfærar. Á Snæfellsnesi er víða hálka eða snjóþekja og þæfingur er á Fróðárheiði og þar er verið að moka. Þá er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði. Eins og er er ófært yfir Kleifaheiði en verið er að moka. 7.1.2006 09:58
Róleg nótt hjá lögreglu víða um land Nóttin var róleg hjá lögreglu víða um land og má telja líklegt að vont veður hafi sett strik í reikninginn. Vestmannaeyingar létu þó vonskuveður ekki stoppa sig en um sex hundruð manns voru samankomnir á balli í eyjum í gærkvöldi. Slökkvilið Akureyrar var kallað út fjórum sinnum í gærkvöldi vegna sinuelda. 7.1.2006 09:52
73 milljóna króna bíll Dýrasti bíll í heimi kostar jafnvirði rúmlega sjötíu og þriggja milljóna íslenskra króna og er um leið sá hraðskreiðasti en hann kemst hraðast rétt rúma fjögur hundruð kílómetra á klukkustund. 6.1.2006 22:08
76 létu lífið þegar gistihús hrundi í Mekka í gær Nú liggur fyrir að minnst 76 létu lífið og rúmlega 60 særðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádí Arabíu í gær. Björgunaraðgerðum í rústum hússins var hætt í dag. 6.1.2006 21:33
Heilsugæslan Fjörður vígð í Hafnarfirði í dag Heilsugæslan Fjörður í Hafnarfirði var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Um nýja heilsugæslu er að ræða og mun hún þjóna íbúum Álftanes og Hafnarfjarðar. Á heilsugæslunni verður veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta, slysa og bráðaþjónusta. 6.1.2006 21:22
Viðvörun frá Veðurstofu íslands. Viðvörun frá Veðurstofu íslands. Búist er við stormi víða um land í kvöld og nótt. Sunnan hvassviðri eða stormur um mest allt land. Talsverð rigning er sunnan- og vestantil, en þurrt að mestu norðaustanlands. Veðrið snýst í hægari vestan átt með slyddu og síðar snjókomu um landið vestanvert um og upp úr miðnætti. 6.1.2006 20:58
Bjóða biskup fræðslu um málefni samkynhneigðra. Samtökin ´78 hafa boðið Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, og biskupsstofu sérstaka fræðslu um málefni samkynhneigðra og fullan aðgang að bókasafni samtakanna. Þetta kemur fram í bréfi sem samtökin sendu biskup í dag. 6.1.2006 19:33
Forseti Íslands var 66 daga í útlöndum. Forseti Íslands var sextíu og sex daga í útlöndum á síðasta ári í embættisferðum og heimsótti lönd í þremur heimsálfum í þessum ferðum. Ekki fást upplýsingar um aðrar ferðir forseta til útlanda enda eru þær jafnan farnar á eigin reikning og dagpeningar ekki greiddir fyrir þær. 6.1.2006 19:22
Bakgrunnur einkaþjálfara misjafn. Fjöldi fólks hefur einsett sér að komast í betra form á nýju ári og vinsælt er að kaupa þjónustu einkaþjálfara til að halda sér við efnið. er þó misjafn og meðal þeirra má finna allt frá alþjóðlegum kynbótadómurum hrossa til sjúkraþjálfara. 6.1.2006 19:16
Stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar voru innsigluð í dag Stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar voru innsigluð í dag þegar fasteignafélagið Stoðir keypti Atlas Ejendomme sem á þrjátíu og fjórar fasteignir í Danmörku, flestar miðsvæðis í Kaupmannahöfn. 6.1.2006 19:13
Forsætisráðherra ræðir við formenn stjórnmálaflokka um breytingar á eftirlaunalögunum Forsætisráðherra hefur rætt við formenn allra . Flokkarnir eru hinsvegar ósamstíga um hversu langt sé hægt að ganga. 6.1.2006 19:11
Öllum brennum frestað Búið er að fresta öllum þrettándabrennum og flugeldasýningum sem áttu að vera á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Eins hefur brennum verið frestað í Grindavík, á Blönduósi og Selfossi. 6.1.2006 19:08
Ótti við fuglaflensu í austur Tyrklandi Óttaslegnir foreldrar í Tyrklandi flykkjast nú með börn sín á sjúkrahús vegna ótta við að þau hafi sýkst af fuglaflensu. Þrjú börn úr sömu fjölskyldu í Austur-Tyrklandi hafa látist af völdum fuglaflensu og fjórir eru sagðir þungt haldnir. Þetta eru fyrstu dauðsföllin af völdum sjúkdómsins utan Asíu. 6.1.2006 19:07
Biskub Íslands vill ekki hjónaband samkynhneigðra Varaformaður allsherjarnefndar Alþingis segir að samþykkja eigi breytingu á hjúskaparlögum sem heimili giftingu samkynhneigðra, að því gefnu að slík athöfn verði kölluð annað en hjónaband. 6.1.2006 18:47
Blæðingar í heila Sharons stöðvaðar í þriggja tíma aðgerð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gekkst undir aðra aðgerð á heila um hádegisbil í dag. Aðgerðin stóð í þrjár klukkustundir og tókst að stöðva blæðingar inn á heila Sharons. 6.1.2006 18:01
Umræðufundur um fræðslumál Samtök Ferðaþjónustunnar boða til fundar um fræðslumál fimmtudaginn 19. janúar næstkomandi kl. 13:00 í Borgartúni 35. 6.1.2006 17:16
Sterling selt til Easy Jet? Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að til greina komið að selja breska lággjaldaflugfélaginu Easy Jet, danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group. Í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen segir Hannes að einnig komi til greina að auka mjög samstarf þessara tveggja flugfélaga. Sameinuð yrðu flugfélögin stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. 6.1.2006 16:44
NIB má fjármagna verkefni í Úkraínu Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hefur skrifað undir samstarfssamning við Úkraínu. Eftir að samningurinn hefur verið staðfestur mun NIB, sem alþjóðleg fjármálastofnun, geta fjármagnað verkefni í Úkraínu. 6.1.2006 16:28
Viðvörunarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fór í gang. Viðvörunarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssona fór af stað fyrir stundu. Vatnsrör sem tengt er sprinkler kerfi hússins fór í sundur á annarri hæð og er talið að óhappið tengist framkvæmdum í flugstöðinni. 6.1.2006 16:07
Sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag skaðabótakröfu og sýknaði mann sem kona hafði sakað um að hafa sært blygðunarkennd sína þegar hann tók um rass hennar, sleikti andlit hennar og káfaði á kynfærum hennar utan klæða. Í 6.1.2006 15:58
Þrettándagleði Þórs á Akureyri verður haldin kl. 19.00 í kvöld Hin árlega þrettándagleði Þórs á Akureyri verður haldin í kvöld í Knattspyrnuhúsinu og mun gleðin hefjast kl 19.00. Mun þetta vera fimmtugasta og fimmta skipti sem Þór á Akureyri heldur Þrettándagleði sína. 6.1.2006 15:39
Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Einnig er hálka, hálkublettir og snjóþekja á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og éljagangur. Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi er ófært og einnig á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði. 6.1.2006 15:28
Íþróttamaður Garðabæjar 2005 kjörinn á sunnudag. Kjör á íþróttamanni Garðabæjar 2005 fer fram í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ sunnudaginn 8. janúar kl 14. 6.1.2006 14:51
Sterling brýtur samkeppnislög Dönsk samkeppnisyfirvöld segja lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög með því að innheimta of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum. 6.1.2006 14:40
Þrettándabrennum frestað á Akranesi og í Borgarbyggð Þrettándabrennum hefur verið frestað á Akranesi og í Borgarbyggð vegna veðurs og slæmrar veðurspár. Þrettándabrenna verður haldin á Akranesi á morgun og hefst með blysför frá Arnardal klukkan 16. Brennan verður svo á þyrlupallinum við enda knattspyrnuvallarins að Jaðarsbökkum. 6.1.2006 14:35
Charles Kennedy hvattur til afsagnar vegna drykkjuvanda Einn helsti ráðgjafi Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, hefur hótað að segja af sér ef Kennedy hættir ekki sem leiðtogi flokksins. Kennedy viðurkenndi í gær að hann ætti við áfengisvanda að stríða en ætlaði ekki að víkja þrátt fyrir háværar þar um. 6.1.2006 14:30
Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu frestað Öllum þrettándabrennum sem halda átti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Halda átti átta brennur í á höfuðborgarsvæðinu en eftir fund ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu og Veðurstofunnar með slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og yfirlögregluþjónum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði var þetta sameiginleg niðurstaða. 6.1.2006 14:11
Nístandi kuldi í Kína Vetur konungur hefur heldur betur látið til sín taka í norðvesturhluta Kína að undanförnu. Mikil snjókoma og nístandi kuldi herjar á íbúa Xinjiang-héraðs og hefur frost mælst niður í fjörutíu og þrjár gráður. Þá er sums staðar sextíu sentímetra jafnfallinn snjór. 6.1.2006 14:00
Hálf milljón í sekt fyrir að halda ólöglegt vinnuafl Karlmaður á sextugsaldri var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga með því að hafa á tímabilinu frá því í september 2002 til september 2003 ráðið til sína sex Litháa í vinnu án þess að hafa aflað þeim atvinnuleyfa. Mennirnir, sex að tölu, voru allir Litháar og störfuðu hjá ákærða í byggingarvinnu. Ákærði var dæmdur til greiðslu hálfrar milljónar í sekt, og einnig gert að greiða málskostnað. 6.1.2006 13:45
Vatnstjón við Höfn nemur milljónum Ljóst er að tjónið sem varð þegar Jökulsá í Lóni flæddi yfir þjóðveginn austan við Höfn í fyrakvöld, nemur mörgum milljónum króna. Verulegt magn af efni skolaðist burt úr vegöxlum, svo minnstu munaði að vegurinn rofnaði. Er nú verið að byggja vegkantana aftur upp. 6.1.2006 13:18
Fundað með starfsfólki leikskóla og foreldrum í Kópavogi Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu í dag og á mánudag funda með starfsmönnum leikskóla og forvarsmönnum foreldrafélaga þeirra vegna þeirrar óánægju með leikskólamál bæjarins. Þá hóta leikskólakennarar á Akureyri uppsögnum ef kjör þeirra verði ekki leiðrétt. 6.1.2006 13:14
Fasteignafélagið Stoðir gera stórviðskipti í Kaupmannahöfn Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme á eignum sem staðsettar eru miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Kaupin eru með stærstu fasteignaviðskiptum í Danmörku á undanförnum árum. 6.1.2006 13:00
Líðan Sharons hefur versnað Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til mikilla muna í morgun. Þórir Guðmundsson, fréttamaður NFS, er nýlentur í Jerúsalem þar sem hann fylgist grannt með þróun mála. Hann segir allt í mikilli óvissu um líðan Sharons. 6.1.2006 12:56
Enn finnst engin loðna við landið Enn finnst engin loðna við landið og eru loðnuskipin fimm, sem tóku þátt í skipulagðri leit Hafrannsóknastofnunar, búin að leita árangurslaust á sínum svæðum og eru á landleið. 6.1.2006 12:27
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% Góðir dagar hafa verið á hlutabréfamarkaði nú í upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% það sem af er ári. Af þeim 15 félögum sem mynda vísitöluna hafa þrettán hækkað, eitt staðið í stað og eitt lækkað. Mest hefur gengi bréfa í Actavis hækkað eða um 8,4%. Fast á hæla þess fylgja síðan Straumur-Burðarás, Bakkavör, Marel og Íslandsbanki. Hækkanirnar í upphafi vikunnar voru einkum í bönkunum en síðan hafa önnur félög einnig hækkað. 6.1.2006 12:08
Rúmlega fjórðungur fer í kirkjugarð 3-5 sinnum á ári Rúmlega tuttugu og sjö prósent þjóðarinnar fara í kirkjugarð þrisvar til fimm sinnum á ári. Og meira en helmingur landsmanna telur að eitthvað taki við eftir dauðann. 6.1.2006 11:44
SFR undirritar samning við Faxaflóahafnir Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. var undirritaður í gær, 5. janúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur nýgerðum kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg. 6.1.2006 11:00
Heilbrigðisráðherra gerir samning um 600 biðlistaaðgerðir Heilbrigðismálaráðherra hefur gert samning við fjórar heilbrigðisstofnanir um tæplega sex hundruð svokallaðar biðlistaaðgerðir á árinu. Samningurinn er gerður til að stytta biðtíma sjúklinga sem bíða eftir tilteknum læknisaðgerðum og stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali - sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnunin Akranesi. Flestar aðgerðirnar eru svokallaðar augnsteinaaðgerðir og fjölgar þeim á árinu um 500 frá því sem gera mátti ráð fyrir í reglulegri starfsemi viðkomandi stofnunar. 6.1.2006 10:30