Innlent

Hringvegurinn gæti styttst um 13 kílómetra

V erið er að kanna möguleika á að leggja nýjan veg norðan Svínavatns í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Leið ehf. félag um einkafjarmögnun vegamannvirkja sem fékk rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri til að gera skýrslu um fjárhagslega arðsemi tæplega 16 kílómetra langs vegakafla sem myndi stytta þjóðveginn um 13 kílómetra. Framkvæmdin ætti að geta borgað sig upp á ellefu árum, sé miðað við að 350 króna veggjald fyrir hvern bíl. Enn er um frumathugun að ræða en ekki er gert ráð fyrir þessum vegakafla í gildandi svæðisskipulagi fyrir Austur-Húnavatnssýslu og því óvíst að leyfi fáist fyrir lagningu hans.

Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×