Innlent

Ráðist á stúlku í strætóskýli í gærkvöldi

Lögreglan í Reykjavík rannsakar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi, föstudaginn 6. janúar um kl: 20.30 til 21.00,  í biðskýli Strætó við Miklubraut, gegnt Skeifunni, í akstursleið austur.  Þar er talið að veist hafi verið að ungri stúlku sem beið þar eftir strætisvagni.og að til átaka hafi komið milli hennar og árásarmannsins.

Átökin munu  hafa borist í átt að Sogavegi áður en stúlkan náði að losa sig frá árásarmanninum.

Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að framangreindri atburðarás eða búa yfir einhverri vitneskju um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1100. 

Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir á Sogavegi og umferð bifreiða þar á tímabilinu frá kl. 20.00 til 21.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×