Innlent

Nýr frystitogari til Eskifjarðar

Aðalsteinn Jónsson, eða Alli ríki fyrrverandi athafnamaður á Eskifirði, er á farinn úr plássinu þar sem ekki er rúm fyrir hann á elliheimilinu. Staðgengill hans, Aðalsteinn Jónsson SU 11, frystitogari í eigu Eskju, sem mun í framtíðinni gera út frá þorpinu, var hinsvegar vígður við hátíðlega athöfn í gær. Alli ríki eða Aðalsteinn Jónsson er þjóðsagnapersóna á Eskifirði. Nafni hans frystitogarinn er heldur engin smásmíði. Sjötíu og sjö metra langur og fimmtán metra breiður. Hann á að frysta loðnu kolmunna og síld. Aðstandendur frystitogarans segja nafnið táknrænt fyrir þann mann sem byggði upp staðinn og fyrirtækið með eigin höndum og hóf hvortveggja til vegs og virðingar. Hann er hinsvegar fjarri góðu gamni þar sem eigi var rúm fyrir hann á elliheimilinu á Eskifirði og þarf hann því að dveljast á Fáskrúðsfirði. En félagar Alla á Eskifirði vonast til að hann geti snúið bráðlega heim á leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×