Innlent

Jólahátíð rétttrúnaðarmanna gengin í garð

Mynd/Valli
Á sama tíma og flestir Íslendingar kveðja jólin eru þau rétt að hefjast hjá réttrúnaðarmönnum. Þeirra jól voru hringd inn eftir miðnætti í nótt, víða um heim, líka hér á landi .

Söfnuður rétttrúaðarmanna kom saman í Landakotskirkju í gærkvöldi, auk nokkurra Íslendinga. Um 150 manns eru skráðir í söfnuðinn sem þjónar rétttrúnaðarmönnum frá Rússlandi, Serbíu, Búlgaríu, Georgíu, Úkraínu, Slóvkíu og fleiri löndum. Samkvæmt júlíanska tímatalinu, sem rétttrúnaðarmenn fara eftir, ganga jólin í garð 6. janúar eða sama dag og Íslendingar ljúka jólahaldi. Sumar rétttrúnaðarfjölskyldu sem eru búsettar á Íslandi halda þó bæði upp á jólin samkvæmt rússneskum og íslenskum hefðum. Séra Timofei, prestur rétttrúnaðarmanna á Íslandi, segir að rétttrúnaðarmenn á Íslandi haldi jólin hér á landi líkt og í Rússlandi en margir haldi einnig upp á íslensk jól líkt og íslenskir vinir og kunningar gera.

Að sögn Séra Timofei er enginn sérstök matarhefð á jólunum hjá rétttrúnaðarmönnum og hvað gjafir varðar þá er það dýrðlingurinn Sankti Nikulás sem gefur gjafirnar, ekki jólasveinninn. Hann segir Sankti Nikulás ekki bara færa börnum gjafir heldur líka fullorðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×