Fleiri fréttir Séreignasparnaður skerðir lífeyrisgreiðslur Séreignarsparnaður er dreginn frá lífeyrisgreiðslum og skerðir tekjutryggingaraukann. Lagabreytingu þarf til að koma í veg fyrir skerðinguna, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Tryggingastofnunar. 2.1.2006 12:45 Á fjórða tug látinn í flóðum í Indónesíu Í það minnsta þrjátíu og fjórir hafa farist í flóðum og aurskriðum sem féllu á heimili og skóla á Indónesíu í morgun. Mikil rigning hratt aurskriðunum af stað og ár flæddu yfir bakka sína þegar aurskriðurnar féllu í þær. Hundruð manna leituðu skjóls í moskum og skólum en nú er talið að það versta sé yfirstaðið. 2.1.2006 12:30 Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2.1.2006 12:15 Virðist hafa hætt sjúkraflugi of snemma Landsflug virðist hafa hætt sjúkraflugsþjónustu sinni á Vestfjörðum of snemma og Mýflug tekið of seint við henni með þeim afleiðingum að óeðlilega langan tíma tók að útvega sjúkraflugvél frá Flugfélagi Íslands á nýársnótt. 2.1.2006 12:01 Logarnir risu 30 metra til himins Einn hjálparstarfsmaður lést af völdum hjartaáfalls og annar liggur á sjúkrahúsi með þriðja stigs bruna á 60 prósentum líkamans eftir baráttu við skógarelda norður af Sidney í Ástralíu. 2.1.2006 11:41 Harður árekstur í Njarðvík í gær Allharður árekstur varð í gærkvöld í Njarðvík á mótum Holtsgötu og Gónhóls. Þar rákust saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra hafnaði inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki. 2.1.2006 11:30 Leikskólagjöld í Reykjavík lækka nú um áramótin Leikskólagjöld í Reykjavík lækkuðu nú um áramót sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra. 2.1.2006 11:15 Starbucks vinnur vörumerkjamál í Kína Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur unnið mál í Kína sem hún höfðaði á hendur þarlendri kaffihúsakeðju vegna þess að vörumerki hennar þótt of líkt vörumerki Starbucks. Málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár og var málið talið prófmál í Kína þar sem erlend fyrirtæki hafa mörg hver kvartað undan því að kínversk fyrirtæki reyni að nýta sér fræg vörumerki sér til framdráttar. 2.1.2006 11:00 Ítölskum ferðamönnum rænt í Jemen Fimm ítölskum ferðamönnum var rænt í austurhluta Jemen í gær, þremur konum og tveimur körlum. Eftir því sem fjölmiðlar í Jemen greina frá átti að sleppa konunum en þær neituðu að fara án karlanna og eru því enn í haldi. Yfirvöld í Jemen segja mannræningjana fara fram á að átta föngum verði sleppt í skiptum fyrir Ítalana en ekki er ljóst hvort orðið verður við þeim kröfum. 2.1.2006 10:15 Halda námskeið í íslam fyrir fréttamenn Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í íslam fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhameðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust. 2.1.2006 10:00 Eimskip tekur við rekstri Herjólfs Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer fyrstu ferð sína á þessu ári í dag samkvæmt nýju leiðakerfi, eftir að Eimskip tók við rekstrinum um áramótin. Ferðum hefur verið fjölgað í tvær á dag nema hvað ein ferð verður farin einstaka hátíðisdaga. 2.1.2006 09:45 Farsímanotkun danskra ökumanna gerð refsiverð Síðastliðið haust tóku Danir upp nýtt kerfi við umferðalagabrotum sem byggist á því að hak er klippt í ökuskírteini við ákveðin umferðarlagabrot. Klippikerfið hefur þótt virka vel og nú ætlar danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, að bæta enn fleiri umferðarlagabrotum á klippilistann. Nú þegar eru sautján brot á listanum og á þessu ári munu bætast við fleiri og nú mega ökumenn búast við haki í ökuskírteinið tali þeir í farsíma. 2.1.2006 09:30 Mikil flóð í Kaliforníu um helgina Allt er á floti víða í norðanverðri Kaliforníu eftir að tveir stormar gengu þar yfir um helgina. Hundruð heimila og fyrirtækja eru komin á kaf eftir að vatnsmiklar ár flæddu yfir bakka sína. Íbúar margra bæja unnu við það í gær að hreinsa upp eftir flóðin en máttu margir hverjir láta undan þegar flæddi í annað sinn. 2.1.2006 09:15 Loðnuleit hefst á morgun Verið er að undirbúa hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson ásamt fimm loðnuskipum til loðnuleitar sem á að hefjast á morgun. Leit á að hefjast norðvestur af landinu, en þar hefur verið hafís að undanförnu. Hann verður kannaður úr lofti í dag. 2.1.2006 09:00 Árásir á sunnanvert Gasasvæðið í gærkvöld Ísraelskar herþyrlur gerði loftárás á Khan Younis á sunnanverðu Gazasvæðinu í gærkvöldi og ollu skemmdum á húsnæði sem notað er af hópum sem berjast gegn Ísraelum. Ekkert mannfall varð í árásinni. 2.1.2006 08:30 Hannes fær fjórar milljónir í forstjóralaun á mánuði Hannes Smárason, sem varð forstjóri FL Group þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi í október, fær fjórar milljónir króna í mánaðarlaun og sjö aðrir lykil starfsmenn félagsins fá 2,2 milljónir á mánuði auk bónusgreiðslu sem ákveðin verður í árslok. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group til Kauphallarinnar. 2.1.2006 08:30 Bush varði símahleranir Þjóðaröryggisstofnunarinnar George Bush Bandaríkjaforseti varði njósnir bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar og hleranir á símtölum bandarískra ríkisborgara án dómsúrskurðar þegar hann ræddi við fréttamenn eftir heimsókn til særðra hermanna í Brooke-hersjúkrahúsinu í Texas í gærkvöldi. 2.1.2006 08:15 Danskir fréttamenn fá trúfræðslu Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í Íslmamstsrú fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhammeðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust. 2.1.2006 08:06 Handteknir eftir að hafa kveikt í flugeldaafgöngum Þrír piltar á aldrinum níu til ellefu ára voru handteknir í Reykjavík í nótt eftir að þeir höfðu gert bálköst úr flugeldaafgögnum og kveikt í. Lögreglumenn slökktu eldinn og óku piltunum heim til þeirra, þar sem foreldrar þeirra voru látnir vita af tiltækinu. Ekkert tjón hlaust af. 2.1.2006 08:00 Frelsuðu ítalskan gísl í Palestínu Palestínskir lögreglumenn frelsuðu ítalskan gísl úr höndum gíslatökumanna eftir skotbardaga í Khan Younis á Gaza í gær. Vopnaðir menn stöðvuðu í gær rútu sem Alessandro Bernardini ferðaðist með, neyddu hann út úr rútunni og keyrðu burt með hann. Fjórum klukkustundum síðar réðust öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar inn í hús í Khan Younis, hleyptu af skotum og frelsuðu Bernardini. 2.1.2006 07:45 Töluvert grjóthrun á þjóðveginn um Hvalnesskriður Töluvert grjóthrun var niður á þjóðveginn um Hvalnes- og Vattarnesskriður í nótt og er vegurinn vart fær fólksbílum. Ekki er vitað til að slys hafi hlotist af og vegagerðarmenn frá Höfn í Hornafirði eru lagðir af stað til að hreinsa veginn. Mikil rigning var á þessum slóðum í gærkvöldi sem olli leysingu í hlíðunum fyrir ofan veginn 2.1.2006 07:30 Grunur leikur á að tyrkneskur piltur hafi verið með fuglaflensu Fjórtán ára tyrkneskur piltur sem gekkst undir rannsóknir til að athuga hvort hann væri með fuglaflensu lést í gær og systir hans liggur mjög veik á sjúkrahúsi. Niðurstöður úr rannsókninni liggja ekki fyrir og því er ekki vitað hvort drengurinn smitaðist af fuglaflensu eða ekki. 2.1.2006 07:17 Tilkynningum um kynferðisafbrot fækkaði Færri tilkynningar um kynferðisafbrot bárust lögreglu á árinu 2004 samanborið við árin á undan. Fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar um 64% á sama tíma. 2.1.2006 00:01 Áramótunum fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi en víðast hvar er nýtt ár gengið í garð og því fagnað með viðeigandi hætti. 1.1.2006 19:15 Spánverjar banna reykingar Það er ekki víst að allir Spánverjar hafi fagnað nýja árinu af heilum hug því að í dag gekk í gildi algert reykingabann á opinberum stöðum á Spáni, í landi þar sem reykingar eru útbreiddari en víða annars staðar. 1.1.2006 19:00 Lögreglan rannsakar nauðgun Lögreglan í Reykjavík rannsakar nauðgun á skemmtistaðnum Broadway laust eftir klukkan fjögur í nótt.Maður um tvítugt var handtekinn í nótt en talið er að hann hafi notfært sér ölvunarástand stúlkunnar til að koma fram vilja sínum á dansgólfi staðarins. 1.1.2006 18:45 Sjúkraflug tók alltof langan tíma Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar kennir heilbrigðisráðuneytinu um að þrjá tíma hafi tekið að fá sjúkraflugvél til Bíldudals þegar ungur maður slasaðist við meðferð flugelda í nótt. Vestfirðingar hafa krafist þess að sjúkraflugvél sé til staðar á Ísafjarðarflugvelli en í nótt þurfti að leita til Akureyrar eftir flugvél. 1.1.2006 18:30 Biskup vill bíða með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, vill að Alþingi bíði með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum á þá leið að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða. 1.1.2006 17:47 Skemmdarverk á skóla á Akranesi Þrjár rúður voru brotnar og hluti af klæðningu sprengd með flugeldum á Brekkubæjarskóla á Akranesi í nótt. Lögreglu var gert viðvart og hafði hún hendur í hári þeirra sem ábyrgð báru á verknaðinum. Það voru skólapiltar sem höfðu eitthvað farið fram úr sér í nýársgleðinni. Málið telst að fullu upplýst. 1.1.2006 17:17 Tólf fá fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands í dag, 1. janúar 2006 tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 1.1.2006 15:13 Forseti Íslands hvetur fólk til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Í nýársræðu sinni hvatti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslendinga til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. "Á æskuskeiði hinna eldri hafði þjóðin um aldir búið við þröngan kost, heimastjórn og fullveldi voru nýlega í höfn en heimskreppan á næsta leiti. Þúsundir heimila áttu erfitt með að ná endum saman og óvissa ríkti um framtíðina." 1.1.2006 14:42 Maður á fimmtugsaldri úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald Að morgni gamlársdags voru þrjár konur og einn karl handtekin vegna meintra fíkniefnabrota, fannst á þeim lítilræði af fíkniefnum. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur, en ekkert fannst í fórum hans. Við leit á heimilum kvennanna og í bifreið fannst töluvert magn til viðbótar. Í kjölfar yfirheyrsla var maður á fimmtugsaldri handtekinn. 1.1.2006 14:23 Lögreglan á Ísafirði leggur hald á fíkniefni Þann 30. desember síðast liðinn stsöðvaði lögreglan á Ísafirði bifreið sem var að koma frá Reykjavík. Í bifreiðinni voru þrír menn og fannst á þeim 12 grömm af amfetamíni og 2 grömm af hassi. Mennirnir voru allir færðir til yfirheyrslu og í framhaldinu framkvæmd húsleit þar sem fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Mönnunum var síðan sleppt að yfirheyrslunni lokinni. 1.1.2006 13:42 Fyrsta barn ársins Þrjátíu og fjórum mínútum eftir að nýja árið gekk í garð kom fyrsta barn ársins í heiminn. Barnið, sem er drengur, var sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar og gekk fæðingin vel. 1.1.2006 12:31 Íbúar New York fögnuðu nýju ári á Times Square eins og svo oft áður Íbúar New York fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt en hundruð þúsunda söfnuðust saman á Times square í gærkvöldi til að kveðja gamalt ár og fagna nýju. 1.1.2006 12:27 Nýtt ár hófst með róstum í Írak Nýtt ár hófst með róstum í Írak í morgun. Tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad en til allrar lukku varð ekkert mannfall. 1.1.2006 12:25 Áramótin gengu að mestu slysalaust fyrir sig. Áramótin gengu að mestu slysalaust fyrir sig þetta árið og víðast um land segir lögregla áramótin óvenjugóð þetta árið. Maður situr í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um nauðgun á skemmtistað í Austurborginni. Ungur drengur var fluttur með sjúkraflugi frá Patreksfirði til Reykjavíkur vegna áverka í andliti eftir flugeldaskot. 1.1.2006 12:20 Mikill eldur gaus upp í flugeldasölu í Hveragerði á Gamlársdag Mikill eldur gaus upp í flugeldasölu í Hveragerði á gamlársdag. Tjón björgunarsveitarinnar á staðnum er gríðarlegt, en húsið er ónýtt og allur búnaður hjálparsveitarinnar. Þrír fengu snert af reykeitrun og einn brákaðast á fæti þegar hann braut sér og börnum sínum leið út úr húsinu. 1.1.2006 12:16 Fyrsta barn ársins í Reykjavík Þrjátíu og fjórum mínútum eftir að nýja árið gekk í garð kom fyrsta barn ársins í heiminn. Barnið, sem er drengur, var sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar og gekk fæðingin vel. 1.1.2006 12:00 Matvælaverð óviðunandi hærra að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra telur óviðunandi að matvælaverð hér á landi sé hærra en í nágrannalöndunum. Hann tilkynnti þjóðinni í gærkvöld að gerðar yrðu ráðstafanir til að leiðrétta það. Þá boðar forsætisráðherra að átak verði gert í málefnum öryrkja. 1.1.2006 11:20 Sjá næstu 50 fréttir
Séreignasparnaður skerðir lífeyrisgreiðslur Séreignarsparnaður er dreginn frá lífeyrisgreiðslum og skerðir tekjutryggingaraukann. Lagabreytingu þarf til að koma í veg fyrir skerðinguna, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Tryggingastofnunar. 2.1.2006 12:45
Á fjórða tug látinn í flóðum í Indónesíu Í það minnsta þrjátíu og fjórir hafa farist í flóðum og aurskriðum sem féllu á heimili og skóla á Indónesíu í morgun. Mikil rigning hratt aurskriðunum af stað og ár flæddu yfir bakka sína þegar aurskriðurnar féllu í þær. Hundruð manna leituðu skjóls í moskum og skólum en nú er talið að það versta sé yfirstaðið. 2.1.2006 12:30
Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2.1.2006 12:15
Virðist hafa hætt sjúkraflugi of snemma Landsflug virðist hafa hætt sjúkraflugsþjónustu sinni á Vestfjörðum of snemma og Mýflug tekið of seint við henni með þeim afleiðingum að óeðlilega langan tíma tók að útvega sjúkraflugvél frá Flugfélagi Íslands á nýársnótt. 2.1.2006 12:01
Logarnir risu 30 metra til himins Einn hjálparstarfsmaður lést af völdum hjartaáfalls og annar liggur á sjúkrahúsi með þriðja stigs bruna á 60 prósentum líkamans eftir baráttu við skógarelda norður af Sidney í Ástralíu. 2.1.2006 11:41
Harður árekstur í Njarðvík í gær Allharður árekstur varð í gærkvöld í Njarðvík á mótum Holtsgötu og Gónhóls. Þar rákust saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra hafnaði inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki. 2.1.2006 11:30
Leikskólagjöld í Reykjavík lækka nú um áramótin Leikskólagjöld í Reykjavík lækkuðu nú um áramót sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra. 2.1.2006 11:15
Starbucks vinnur vörumerkjamál í Kína Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur unnið mál í Kína sem hún höfðaði á hendur þarlendri kaffihúsakeðju vegna þess að vörumerki hennar þótt of líkt vörumerki Starbucks. Málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár og var málið talið prófmál í Kína þar sem erlend fyrirtæki hafa mörg hver kvartað undan því að kínversk fyrirtæki reyni að nýta sér fræg vörumerki sér til framdráttar. 2.1.2006 11:00
Ítölskum ferðamönnum rænt í Jemen Fimm ítölskum ferðamönnum var rænt í austurhluta Jemen í gær, þremur konum og tveimur körlum. Eftir því sem fjölmiðlar í Jemen greina frá átti að sleppa konunum en þær neituðu að fara án karlanna og eru því enn í haldi. Yfirvöld í Jemen segja mannræningjana fara fram á að átta föngum verði sleppt í skiptum fyrir Ítalana en ekki er ljóst hvort orðið verður við þeim kröfum. 2.1.2006 10:15
Halda námskeið í íslam fyrir fréttamenn Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í íslam fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhameðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust. 2.1.2006 10:00
Eimskip tekur við rekstri Herjólfs Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer fyrstu ferð sína á þessu ári í dag samkvæmt nýju leiðakerfi, eftir að Eimskip tók við rekstrinum um áramótin. Ferðum hefur verið fjölgað í tvær á dag nema hvað ein ferð verður farin einstaka hátíðisdaga. 2.1.2006 09:45
Farsímanotkun danskra ökumanna gerð refsiverð Síðastliðið haust tóku Danir upp nýtt kerfi við umferðalagabrotum sem byggist á því að hak er klippt í ökuskírteini við ákveðin umferðarlagabrot. Klippikerfið hefur þótt virka vel og nú ætlar danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, að bæta enn fleiri umferðarlagabrotum á klippilistann. Nú þegar eru sautján brot á listanum og á þessu ári munu bætast við fleiri og nú mega ökumenn búast við haki í ökuskírteinið tali þeir í farsíma. 2.1.2006 09:30
Mikil flóð í Kaliforníu um helgina Allt er á floti víða í norðanverðri Kaliforníu eftir að tveir stormar gengu þar yfir um helgina. Hundruð heimila og fyrirtækja eru komin á kaf eftir að vatnsmiklar ár flæddu yfir bakka sína. Íbúar margra bæja unnu við það í gær að hreinsa upp eftir flóðin en máttu margir hverjir láta undan þegar flæddi í annað sinn. 2.1.2006 09:15
Loðnuleit hefst á morgun Verið er að undirbúa hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson ásamt fimm loðnuskipum til loðnuleitar sem á að hefjast á morgun. Leit á að hefjast norðvestur af landinu, en þar hefur verið hafís að undanförnu. Hann verður kannaður úr lofti í dag. 2.1.2006 09:00
Árásir á sunnanvert Gasasvæðið í gærkvöld Ísraelskar herþyrlur gerði loftárás á Khan Younis á sunnanverðu Gazasvæðinu í gærkvöldi og ollu skemmdum á húsnæði sem notað er af hópum sem berjast gegn Ísraelum. Ekkert mannfall varð í árásinni. 2.1.2006 08:30
Hannes fær fjórar milljónir í forstjóralaun á mánuði Hannes Smárason, sem varð forstjóri FL Group þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi í október, fær fjórar milljónir króna í mánaðarlaun og sjö aðrir lykil starfsmenn félagsins fá 2,2 milljónir á mánuði auk bónusgreiðslu sem ákveðin verður í árslok. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group til Kauphallarinnar. 2.1.2006 08:30
Bush varði símahleranir Þjóðaröryggisstofnunarinnar George Bush Bandaríkjaforseti varði njósnir bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar og hleranir á símtölum bandarískra ríkisborgara án dómsúrskurðar þegar hann ræddi við fréttamenn eftir heimsókn til særðra hermanna í Brooke-hersjúkrahúsinu í Texas í gærkvöldi. 2.1.2006 08:15
Danskir fréttamenn fá trúfræðslu Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í Íslmamstsrú fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhammeðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust. 2.1.2006 08:06
Handteknir eftir að hafa kveikt í flugeldaafgöngum Þrír piltar á aldrinum níu til ellefu ára voru handteknir í Reykjavík í nótt eftir að þeir höfðu gert bálköst úr flugeldaafgögnum og kveikt í. Lögreglumenn slökktu eldinn og óku piltunum heim til þeirra, þar sem foreldrar þeirra voru látnir vita af tiltækinu. Ekkert tjón hlaust af. 2.1.2006 08:00
Frelsuðu ítalskan gísl í Palestínu Palestínskir lögreglumenn frelsuðu ítalskan gísl úr höndum gíslatökumanna eftir skotbardaga í Khan Younis á Gaza í gær. Vopnaðir menn stöðvuðu í gær rútu sem Alessandro Bernardini ferðaðist með, neyddu hann út úr rútunni og keyrðu burt með hann. Fjórum klukkustundum síðar réðust öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar inn í hús í Khan Younis, hleyptu af skotum og frelsuðu Bernardini. 2.1.2006 07:45
Töluvert grjóthrun á þjóðveginn um Hvalnesskriður Töluvert grjóthrun var niður á þjóðveginn um Hvalnes- og Vattarnesskriður í nótt og er vegurinn vart fær fólksbílum. Ekki er vitað til að slys hafi hlotist af og vegagerðarmenn frá Höfn í Hornafirði eru lagðir af stað til að hreinsa veginn. Mikil rigning var á þessum slóðum í gærkvöldi sem olli leysingu í hlíðunum fyrir ofan veginn 2.1.2006 07:30
Grunur leikur á að tyrkneskur piltur hafi verið með fuglaflensu Fjórtán ára tyrkneskur piltur sem gekkst undir rannsóknir til að athuga hvort hann væri með fuglaflensu lést í gær og systir hans liggur mjög veik á sjúkrahúsi. Niðurstöður úr rannsókninni liggja ekki fyrir og því er ekki vitað hvort drengurinn smitaðist af fuglaflensu eða ekki. 2.1.2006 07:17
Tilkynningum um kynferðisafbrot fækkaði Færri tilkynningar um kynferðisafbrot bárust lögreglu á árinu 2004 samanborið við árin á undan. Fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar um 64% á sama tíma. 2.1.2006 00:01
Áramótunum fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi en víðast hvar er nýtt ár gengið í garð og því fagnað með viðeigandi hætti. 1.1.2006 19:15
Spánverjar banna reykingar Það er ekki víst að allir Spánverjar hafi fagnað nýja árinu af heilum hug því að í dag gekk í gildi algert reykingabann á opinberum stöðum á Spáni, í landi þar sem reykingar eru útbreiddari en víða annars staðar. 1.1.2006 19:00
Lögreglan rannsakar nauðgun Lögreglan í Reykjavík rannsakar nauðgun á skemmtistaðnum Broadway laust eftir klukkan fjögur í nótt.Maður um tvítugt var handtekinn í nótt en talið er að hann hafi notfært sér ölvunarástand stúlkunnar til að koma fram vilja sínum á dansgólfi staðarins. 1.1.2006 18:45
Sjúkraflug tók alltof langan tíma Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar kennir heilbrigðisráðuneytinu um að þrjá tíma hafi tekið að fá sjúkraflugvél til Bíldudals þegar ungur maður slasaðist við meðferð flugelda í nótt. Vestfirðingar hafa krafist þess að sjúkraflugvél sé til staðar á Ísafjarðarflugvelli en í nótt þurfti að leita til Akureyrar eftir flugvél. 1.1.2006 18:30
Biskup vill bíða með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, vill að Alþingi bíði með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum á þá leið að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða. 1.1.2006 17:47
Skemmdarverk á skóla á Akranesi Þrjár rúður voru brotnar og hluti af klæðningu sprengd með flugeldum á Brekkubæjarskóla á Akranesi í nótt. Lögreglu var gert viðvart og hafði hún hendur í hári þeirra sem ábyrgð báru á verknaðinum. Það voru skólapiltar sem höfðu eitthvað farið fram úr sér í nýársgleðinni. Málið telst að fullu upplýst. 1.1.2006 17:17
Tólf fá fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands í dag, 1. janúar 2006 tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 1.1.2006 15:13
Forseti Íslands hvetur fólk til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Í nýársræðu sinni hvatti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslendinga til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. "Á æskuskeiði hinna eldri hafði þjóðin um aldir búið við þröngan kost, heimastjórn og fullveldi voru nýlega í höfn en heimskreppan á næsta leiti. Þúsundir heimila áttu erfitt með að ná endum saman og óvissa ríkti um framtíðina." 1.1.2006 14:42
Maður á fimmtugsaldri úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald Að morgni gamlársdags voru þrjár konur og einn karl handtekin vegna meintra fíkniefnabrota, fannst á þeim lítilræði af fíkniefnum. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur, en ekkert fannst í fórum hans. Við leit á heimilum kvennanna og í bifreið fannst töluvert magn til viðbótar. Í kjölfar yfirheyrsla var maður á fimmtugsaldri handtekinn. 1.1.2006 14:23
Lögreglan á Ísafirði leggur hald á fíkniefni Þann 30. desember síðast liðinn stsöðvaði lögreglan á Ísafirði bifreið sem var að koma frá Reykjavík. Í bifreiðinni voru þrír menn og fannst á þeim 12 grömm af amfetamíni og 2 grömm af hassi. Mennirnir voru allir færðir til yfirheyrslu og í framhaldinu framkvæmd húsleit þar sem fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Mönnunum var síðan sleppt að yfirheyrslunni lokinni. 1.1.2006 13:42
Fyrsta barn ársins Þrjátíu og fjórum mínútum eftir að nýja árið gekk í garð kom fyrsta barn ársins í heiminn. Barnið, sem er drengur, var sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar og gekk fæðingin vel. 1.1.2006 12:31
Íbúar New York fögnuðu nýju ári á Times Square eins og svo oft áður Íbúar New York fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt en hundruð þúsunda söfnuðust saman á Times square í gærkvöldi til að kveðja gamalt ár og fagna nýju. 1.1.2006 12:27
Nýtt ár hófst með róstum í Írak Nýtt ár hófst með róstum í Írak í morgun. Tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad en til allrar lukku varð ekkert mannfall. 1.1.2006 12:25
Áramótin gengu að mestu slysalaust fyrir sig. Áramótin gengu að mestu slysalaust fyrir sig þetta árið og víðast um land segir lögregla áramótin óvenjugóð þetta árið. Maður situr í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um nauðgun á skemmtistað í Austurborginni. Ungur drengur var fluttur með sjúkraflugi frá Patreksfirði til Reykjavíkur vegna áverka í andliti eftir flugeldaskot. 1.1.2006 12:20
Mikill eldur gaus upp í flugeldasölu í Hveragerði á Gamlársdag Mikill eldur gaus upp í flugeldasölu í Hveragerði á gamlársdag. Tjón björgunarsveitarinnar á staðnum er gríðarlegt, en húsið er ónýtt og allur búnaður hjálparsveitarinnar. Þrír fengu snert af reykeitrun og einn brákaðast á fæti þegar hann braut sér og börnum sínum leið út úr húsinu. 1.1.2006 12:16
Fyrsta barn ársins í Reykjavík Þrjátíu og fjórum mínútum eftir að nýja árið gekk í garð kom fyrsta barn ársins í heiminn. Barnið, sem er drengur, var sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar og gekk fæðingin vel. 1.1.2006 12:00
Matvælaverð óviðunandi hærra að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra telur óviðunandi að matvælaverð hér á landi sé hærra en í nágrannalöndunum. Hann tilkynnti þjóðinni í gærkvöld að gerðar yrðu ráðstafanir til að leiðrétta það. Þá boðar forsætisráðherra að átak verði gert í málefnum öryrkja. 1.1.2006 11:20