Innlent

Loðnuleit hefst á morgun

MYND/365

Verið er að undirbúa hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson ásamt fimm loðnuskipum til loðnuleitar sem á að hefjast á morgun. Leit á að hefjast norðvestur af landinu, en þar hefur verið hafís að undanförnu. Hann verður kannaður úr lofti í dag. Mikil óvissa ríkir um ástand stofnsins en við eðlilegar aðstæður væru veiðarnar að hefjast af fullum krafti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×