Innlent

Íbúar New York fögnuðu nýju ári á Times Square eins og svo oft áður

Íbúar New York fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt en hundruð þúsunda söfnuðust saman á Times square í gærkvöldi til að kveðja gamalt ár og fagna nýju.

Enn einu sinni fögnuðu íbúar New York borgar nýárinu líkt og hefð hefur skapast fyrir. Hundruð þúsunda söfnuðust saman á Times square þar sem árið 2005 var talið niður með þartilgerðri kúlu og nýtt ár um leið boðið velkomið. Ljósadýrð og skrautsýning kætti svo fjöldann sem öskraði í kór og bauð nýtt ár velkomið.

En það voru ekki bara þeir sem voru á staðnum þá og þegar sem nutu nýársgleðinnar á Manhattan því talið er að um milljarður sjónvarpsáhorfenda um heim allan hafi átt kost á að fylgjast með herlegheitunum í beinni sjónvarpsútsendingu.

Nýju ári hefur verið fagnað með viðhöfn á Times-torgi í meira en öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×