Erlent

Ítölskum ferðamönnum rænt í Jemen

Fimm ítölskum ferðamönnum var rænt í austurhluta Jemen í gær, þremur konum og tveimur körlum. Eftir því sem fjölmiðlar í Jemen greina frá átti að sleppa konunum en þær neituðu að fara án karlanna og eru því enn í haldi. Yfirvöld í Jemen segja mannræningjana fara fram á að átta föngum verði sleppt í skiptum fyrir Ítalana en ekki er ljóst hvort orðið verður við þeim kröfum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan fimm Þjóðverjum var rænt í landinu en þeim var sleppt á laugardag eftir samningaviðræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×