Innlent

Tólf fá fálkaorðu

1. Sr. Bernharður Guðmundsson, rektor, Skálholti, riddarakross, fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkjustarfs

2. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu leiklistar

3. Guðlaug Hallbjörnsdóttir, fv. matráðskona, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu nýbúa

4. Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, Stykkishólmi, riddarakross, fyrir ritstörf í þágu náttúruverndar

5. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Selfossi, stórriddarakross, fyrir störf í opinbera þágu

6. Hafliði Hallgrímsson, tónskáld, Skotlandi, riddarakross, fyrir tónsmíðar

7. Hrefna Haraldsdóttir, þroskaþjálfi, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu þroskaheftra

8. Jónas Jónasson, útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í fjölmiðlun og framlag til íslenskrar menningar

9. Sigrún Sturludóttir, húsmóðir, Reykjavík, riddarakross, fyrri störf að félagsmálum

10. Vigdís Magnúsdóttir, fv. forstjóri Landspítalans, Hafnarfirði, riddarakross, fyrir hjúkrunarstörf

11. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til varðveislu íslenskrar menningararfleifðar

12. Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, Reykjavik, riddarakross, fyrir vísinda- og kennslustörf






Fleiri fréttir

Sjá meira


×